Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 4
192 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS þó var oft þröngt í búi, einkum á vorin. Þegar jeg var 12 ára var svo að segja bjargarlaust heima og rjeðist pabbi því í slógferð út á Eyrar- bakka og Stokkseyri til þess að draga í búið. Hann lagði á stað þriðjudaginn í páskavikunni og hlökkuðum við heldur en ekki til þess að fá nýa ýsu, hrogn, lifur og kútmaga á þágkunum. Hann var með fjóra hésta, þrjá frá sjálfum sjer og einn frá bóndanum í Haga, sem er næsti bær. Á skírdagskvöld gerðum við ráð fyrir pabbi mundi koma heim, en er það várðekki, bjuggumst við við því. að hann mundi gista á Blesastöðum, hinum megin við Þjórsá, vegna þess að komin var asahláka og djúpt vatn ofan á ísn- um á ánni. Rjett fyrir hádegi á föstudaginn langa sjáum við að hann er kominn út’ á Þjórsá. Gekk hann á undan og teymdi hestana. Hafði hann góð- an broddstaf «g reyndi fyrir sjer, en gekk seint vegna þess hvað vatnið var djúpt ofan á ísnum. Það var hestunum í kvið. Við stóðum úti á hlaði og horfð- um full eftirvæntingar á ferðalagið. En þegar pabbi var kominn austur undir árbakkann, hverfur hann alt í einu sjónum okkar, og allir hest- arnir. Við vissum undir eins hvað þetta þýddi. ísinn hafði brostið og pabbi hafði farið í ána og hestarnir og alt, sem á þeim var. Nú voru góð ráð dýr, aðrir ekki heima en við drengirnir 11 og 12 ára og svo kveníólk. En í austur- bænum var bóndinn heima. Það var eini karlmaðurinn, sem nokkra hjálp gat veitt. Hann þreif þegar bönd og hníf og hljóp á stað, en niður að ánni var hálfrar stundar gangur. Jeg hljóp grátandi fram að Hagamg var ekki lengi á leiðinni. Þar voru tveir karlmenn heima og þeir brugðu skjótt við og hlupu niður að á, en jeg fór héim. Þegar Daniel í austurbænum kom niður að ánni sá hann hvar pabbi stóð við vakarbarminn og gat rjett aðeins tylt niður tánum svo að höfuðið eitt stóð upp úr. Hestarnir voru á sundi í kringum hann. en hann helt í þá. Daniel kastaði til hans tvöföldu bandreipi. Brá hann lykkjunni utan um sig og dró Daniel hann svo upp úr vök- inni. í því komu þeir Hagapiltar. Var það ráð tekið að reipi var bundið um annan þeirra og skreið hann svo út á bak fremsta hestin- um og skar á silana á böggunum, og eins á næsta hesti. Kom hnífur- inn nú í .góðar þarfir. Þegar hest- arnir voru þannig lausir við klyfj- arnar, var hægt að ná þeim upp úr. Var nú farið að reyna við hina tvo. Náðist með krókstjaka í tauminn á þeim fremri og var hann dreginn að skörinni og skorið á baggasil- ana. En um leið losnaði taumur fjórða hestsins. Sökk hesturinn þá um leið og hvarf undir ísinn. En þriðji hesturinn var dreginn upp á skörina og var það hesturinn frá Haga. Jeg kom nú hlaupandi niður að ánni og varð fagnafundur með okk- ur pabba. Kom hann svo heim með mjer og man jeg ekki eftir að hann yrði neitt eftir sig. En nú urðu ekki gleðilegir páskar fyrir hann og heimili hans, öll björgin farin í hana Þjórsá. En einhvern veginn komst alt af. Ástæðan til þessa mikla óhapps var sú, að á austurbakka Þjórsár, við túnjaðar, voru heitar laugar, og rann úr þeim lítill lækur fram í ána. Þegar hlánaði hafði heita vatnið etið ísinn niður með land- inu, lengra en pabbi bjóst við. Úm vorið, þegar ísa leysti, var farið að leita að hestinum og bögg- unum. Fanst alt, en það var orðið ónýtt, í böggunum ekki annað en fiskbein, og hrossskrokkurinn kas- úldinn. Það eina, sem nýtilegt var, voru kaðalreipin af böggunum. Harðindin 1882. EITT af því, sem mjer verður minnisstæðast eru harðindin miklu 1882, sandbylurinn og fjárfellirinn. Kom það einna harðast niður á Rangárvöllum, Landsveit og Holta- hreppi. í þessum hreppum var mjög erfitt um heyskap og því mjög treyst á útbeitina, og fjenaði yfirleitt ætluð lítil hey. Það var því ekki furða þótt illa færi í því harðindakasti, sem þá dundi yfir. Fjölda margar jarðir eyddust al- gjörlega af sandfoki og sumir mistu allan fjenað sinn. Varð því eigna- tjón gífurlegt. Það var á annan dag páska (mig minnir 26. apríl 1882) að jeg og margt af heimafólki í Kaldárholti fórum til kirkju að Guttormshaga í besta blíðskaparveðri. Blæalogn var á og jörð farin að grænka. Að Haga er svo sem hálftíma gangur og yfir mýri að fara. Við gengum berfætt yfir mýrina, en hestur var hafður með til að reiða kvenfólkið yfir læk, sem var á leiðinni. Eftir messu var okkur boðið inn í bæ að drekka kaffi. Þegar því var lokið var komin dálítil gola á norðan og byrjað að frjósa. Drógst svo eitt- hvað í tímann að við færum á stað, en á meðan herðir veðrið og er komið norðan rok og bál. Pabbi segir þá við mig: „Þið drengirnir verðið að taka hestinn, þegar kem- ur yfir lækinn og hafa hann með ykkur til þess að smala ánum og reka þær upp úr mýrinni heim til húsa.“ Þetta gerðum við, en svo var gaddurinn mikill, að taglið á hest- inum sílaði svo að hvert hár í því var eins og tólgarkerti, er við kom- um heim. Næsta dag var slíkt ofsaveður, að ekki var stætt úti, frostið gífur- legt og sandbylurinn upp á mitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.