Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 GENGIÐ Á STRENG YFIR NIAGARA ÞAÐ ERU nú rjett hundrað ár síð- an ákveðið var að byggja brú yfir Niagarafossana, en þegar átti að fara að framkvæma verkið, ráku menn sig á örðugleika, sem enginn hafði munað eítir: Hvernig átti að koma streng yfir fossana? Þetta leystist þó á mjög einfaldan hátt. Og það var lítill drengur, sem sýndi mönnum lausnina. Hann var að leika sjer að flugdreka hjá foss- inum og Ijet hann fljúga yfir. Mikið var um þetta talað og frjettin barst um allan heim. Ung- ur franskur fimleikamaður las liana í blaði i Lyon og strengdi þess þá heit, að hann skyldi einhvern- tima ganga á streng yfir Niagara- fossana Þessi maður hjet að rjettu lagi Jean Francois Gravelet, en hann gekk undir nafninu Blondin og hann varð seinna frægur um allan heim fyrir listir sínai-. Fimm ára gamall hafði hann gert sjer það til gamans að ganga á þvottasnúru mömmu sniuar. AJla sina æví gekk hann á strengjum og hálfsjö- tugur Ijek haiin það að ganga á streng með son sinn á bakinu, og hann vóg 75 kg.! Hann ljet sjer ekki nægja að ganga á streng hátt uppi í lofti, heldur ljek hann þar ýmsar listir. Stundum ljet hann binda fyrir augun á sjer og gekk jafn öruggur fyrir því. Stundum gekk hann aftur á bak. Það taldi hann eitt sitt snjallasta bragð, að hann fór með stól og ofn út á strenginn, Ijet stólinn vega salt á tveimur fótum, settist á hann og tók að baka pönnukökur. Og til þess að sýna áhorfendum að hjer væri ekki nein brögð í tafli, fleygði hann brennheitum pönnukökum niður til þeirra. Og margt ljek hann annað, sem er næsta ótrúlegt. HINN 30. júni 1859 gekk hann i fyrsta skifti á streng yfir Niagara- foss. Tugþúsundir manna streymdu þar að til þess að sjá þennan hálf- vita steypast í fossinn. Strengurinn sem hann átti að ganga á var um 40 metra langur og 2 þumlungar að gildleika. Blondin gekk brosand: fram. Hann var í ljósrauðum fim- leikabúningi með mjúka ilskó á fótum. Hann lagði hiklaust út á strenginn. En vegna veðurbreyting ar hafði slaknað á strengnum og var Blondin ekki kominn nema skammt frá landi þegar strengur- inn tók að bifast ískyggilega. Þa fellu margar konur í yfirlið af hræðslu og' taugaæsingi, en menn fóru að veðja hver í kapp við ann- an um það hvort Blondin mundi komast yfir. Þegar Blondin var kominn út a miðjan strenginn, steypti hann sjer kollhnýs, en áhorfendur ætluðu að ærast aí hrifningu. Og þegar hann var kominn yfir, ætlaði hróp- um og fagnaðarlátum ekki að linna. Blondin einn var rólegur. Hann hvíldi sig í tíu mínútur og svo lagði hann út á strenginn aftur. Að þessu sinni var hann með stól í fanginu, og þegar hann var kom- inn miðja vegu settist hann á stól- inn og reri þar fram og aftur yfir gínandi hyldýpinu. Og þegar á- horfendur sáu það ætlaði alt um koll að keyra af gleðilátum þeirra. Svo kom Blondin að sama landi. Hann hafði verið 66 mínútur í þess- ari ferð. ÞRÁTT FYRIR þá leikni, sem Blondin hafði sýnt, jukust nú mjög Blondin á strengnum með Colconl á baki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.