Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T' W T" 199 fanst honum þó sjálfum nóg um. Hann var þá staddur í Buenos Aires. Braust þá út ein af þessum uppreisnum, sem hafa verið svo tíðar í ríkjum Suður-Ameríku. Virt ist svo sem uppreisnarmenn mundu ná höfuðborginni á sitt vald. Þá sendi Mitri forseti til Blondins og bað hann blessaðan að hafa sýn- ingu úti á götu og vita hvort hann gæti ekki tafið fyrir uppreisnar- mönnum með því, þangað til hjálp kæmi. Blondin var til í það. Var svo settur strengur milli hárra húsa, þvert yfir götu og gekk Blondin út á hann. Um leið og uppreisnarmenn sáu til hans, byrj - uðu þeir að skjóta á hann. Kúlurn- ar hvinu alt um kring hann og hann var raunar hræddastur um að þeir mundu skjóta sundur strenginn undir fótum sjer. En það varð ekki. Skothríðinni linti bráð- lega. Hermennirnir voru svo undr- andi út af því að sjá þennan mann leika þarna listir sínar, að þeir gleymdu sjálfum sjer og uppreisn- inni og gáðu ekki annars en glápa á hann og klappa honum lof í lófa. EINU SINNI varð hann smeikur. Hann átti þá að ganga á streng milli siglutoppa á skipi. Veðrið var gott þegar þetta var afráðið, en áður en öllum undirbúningi væri lokið, var farið að hvessa og skipið tekið að velta. En Blondin var sjóveikur, þótt undarlegt kunni að virðast, þegar þess er gætt að sjóveiki er talin stafa af því að ruglingur kemst á jafnvægisstöðv- ar líkamans. Hann var þó ekki á því að gefast upp, það gerði hann aldrei. Grár í gegn af sjóveiki og skjálfandi á beinunum, staulaðisr hann upp í siglutopp og lagði á stað út á strenginn, sem sveiflaðist til eftir veltum skipsins. Blondin komst ekki nema fá fet, þa varð hann að hvíla sig, og þetta endur- tók sig hvað eftir annað. Yfir komst hann þó að lokum eftir tvær klukkustundir, en áður hafði hann leikið sjer að því að ganga jafn langan streng á, 6 mínútum. Á þessu geta menn sjeð hvað hann hefir tekið þetta nærri sjer. BLONDIN var engin fjármálamað- ur. Hann vann sjer inn um 600.000 krónur á ári, og það var mikið fje á þeim dögum. En samt varð honum aldrei neitt við hendur fast Hann ljet alls konar svikahrappa hafa fje út sjer og hann ljet bófa hræða út úr sjer fje — því að hann var algjörlega huglaus eí hann átti illmennum að mæta. Hann sagðist aldrei verða hrædd- ur á glæfragöngum sínum, en ef hann stæði augliti til auglitis við bófa, þá yrði hann að gjalti. Hann helt sýningum áfram þang- að til hann var um sjötugt. Aldrei notaði hann öryggisnet. „Það yrð; aðeins til þess að gera mig hikandi, og þá dræpi jeg mig“, sagði hann. „Mjer er nóg að vita það að jeg get gengið eftir streng, og þá geng jeg eftir honum“. Hann ljest á sóttarsæng 73 ára gamall. íW íW ^ ú ÞAÐ er meira til af ónotuðum hæfileikum hjer á jörð en nokkru öðru. Það er vegna þess, að menn þora ekki að neyta hæfileika sinna og þeir verða að engu. Ef þú þyrðir að nota hæfileika þína og þroska þá, mundi þjer fara fram að öllu leyti. Þú yrðir hraust- ari, gáfaðri. Þjer liði betur, bæði á sál og líkama. Þjer vex hugrekki hundraðfalt, ef þú lætur aðra njóta góðs af fram- taksemi þinni. Það er stærsti gróð- / onr inn í lífinu, sem vex við það að honum sje skift. Hafðu þetta í huga, og þú getur unnið stórvirki. Gættu heilsu þinnar. Þú verður að geta staðið öruggur á eigin fót- um. Gott ráð til þess að verða sjálf- stæður, er að brjóta af sjer gamlar venjur. Það er gott ráð þótt ekki sje það til annars en sannfæra sjálf- an þig um að þú getur gert alt sem þú vilt. Berðu höfuðið hátt. Taktu ein- læglega í hönd á hverjum manni. Talaðu ekki nema hugur fylgi. — Vertu ekki altaf að hugsa um sjálf- an þig. Talaðu við aðra um þeirra áhugamál, en vertu ekki sífelt að stagast á því að þú sjert lasinn, sjert með höfuðverk o. s. frv. í hvaða tilgangi talar þú um sh'kt? Til þess að Iáta vorkenna þjer? Mundu þá að vorkunnsemi getur riðið hverjum manni að fullu. Ef þú vilt gera einhverjum óleik, þá skaltu vorkenna honum. Það er verra en alt annað. Ef þú vorkenn- ir sjálfum þjer og ætlast til að aðr- ir geri það líka, þá verður aldrei maður úr þjer. Hristu af þjer slen- ið. Þorðu að horfast í augu við hvað sem er. Og viljir þú hjálpa öðrum, þá máttu ekki vorkenna þeim. Það er betra að þú móðgir þá. Það hleypir í þá kjarki, og kjarkur er það sem öllum er mest þörf á. Þú verður að þora að vera sann- ur. Þú verður að minnast þess, að alt er hjegómi, sem ekki er frá guði komið. Taktu orð Páls post- ula til Timoteusar eins og þau væri töluð til þín: — Glæð þú hjá þjer þá náðar- gjöf guðs, sem í þjer býr. Heldurðu að það sje ekki til- vinnandi að neyta til fulls allra hæfileika sinna? Við það verður þú betri og meiri maður. Og það er hægt ef þú „þorir guði að treysta.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.