Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 15
LEtSBÓK MORGUNBLAÐSINtí 203 FIMM ÁRA GÖMUL MÓÐIR ÞAÐ VAKTI furðu lækna um all- an heim 1939, er það írjettist að 5V2 árs gömul Indíánastúlka suður í Perú, hefði eignast barn. Það var drengur og er hann nú 11 ára, en móðir hans varð 16 ára 23. septem- ber s. 1 og er enn í barnaskóla. Stúlkan heitir Lina og faðir hennar heitir Tiburcio Medina og á heima hátt uppi í Andesfjöllum. í janúarmánuði 1939 fór Lina að verða eitthvað lasin. Hún fekk uppköst og uppþembu. Foreldrar hennar heldu að hún hefði feng- ið malaríu. Svo var það einu sinni, er Tiburcio var ekki heima, að Lina svaf hjá mömmu sinni. Af einhverri rælni fór móðurin þá höndum um uppþembu dóttur sinn- ar og fann að eitthvað kvikaði þar undir. Konan varð hrædd og þeg- ar maður hennar kom heim sagði hún honum upp alla sögu og ljet hann fara höndum um dótturina. Hann fann líka hreyfingu, og sam- kvæmt siðum hinna hálf viltu Indíána, rauk hann þegar á stað til þess að leita aðstoðar töíra- læknisins. En sá margvísi gat ekki gefið neina skýringu á þessu og ekki ráðlagt þeim neitt. Leið nú og beið fram í april og altaf var Lina að verða þyngri á sjer. Fyrir margítrekaðar bænir konu sinnai' afrjeð Tiburcio að fara nieð hana til þprpsins Pisco og lcita þar læknishjálpar. Engir veg- ir eru þarna í fjöllunum og Lina varð að ferðast fjórar klukku- stundir á hestbaki eftir brottum sneiðingum og einstigum. En nokk- urn hluta leiðarinnar gat hún far- ið í bíl. Þegar til Pisca kom var farið með Linu lil Lozada læknis. Hann skoðaði hana og trúði ekki í'öður liennar að hún væri svona ung. Hann rak Tiburcio til þess að fara heim og sækja skírnarvottorð^ henn- .ar og Ijósmóðurvottorð. Þegar karl kom með þau var ekki neinum blöðum að fletta um aldurinn. Lina var ekki nema rúmlega fimm ára gömul. Sagan um þetta barst eins og eldur í sinu og áður en langt um leið hafði íorsetafrúin, Sennora de Benavides, fengið að heyra hana. Fyrir tilstilli hennar var Francisco Granna, besta skurðlækninum í Lima, falið að taka Linu að sjer. Hann sendi þegar til Pisco og ljet flytja Linu til Lima, og Lozada læknir fylgdi henni þangað. Á þriðjudegi kom. Lina til Lima og sunnudaginn næstan á eftir var gerður á henni keisaraskurður og bjargað 10 marka stórum strák. Linu var ekki sagt frá því að hún hefði eignast barn. Henni var sagt að hún hefði verið skorin upp við sullaveiki og þessi litli dreng- ur væri bróðir hennar, sendur henni svo að hún gæti haft hann sjer til skemmtunar í legunni. Auð- vitað var drengnum fengin fóstra. sem hafði hann á brjósti í eitt ár. Þá dó fóstran og Tiburcio heimt- aði að fá Linu og barn hennar. Nú er sagt að í fyrrasumar hafi Tibur- cio sagt Linu frá því að drengur- inn væri ekki bróðir hennar held- ur sonur, og hefði það tekið svo mikið á hana að hún hefði ekki verið mönnum sinnandi lengi á eftir. Drengurinn er sagður mjög efnilegur og röskur, en Lina er ólík jafnöldrum sínum. Hún er mjög mjaðmabreið, rneð digra kálfa og stór brjóst, eins og hún væri íull- þroska kona. Lozada læknir fór tiJ Banda- ríkjanna og ílulti þar fyrirlestra um þennan l'urðulega atburð og sýndi myndir af Linu til skýring- ar, teknar um það leyti er hún kom til hans og eftir að hún átti barnið. En um nokkur ár hefir hann ekki fengið að sjá hana, því að þeir faðir hennar urðu saupsáttir og upp frá því má Tiburcio ekki heyra læknirinn nefndan.-------- Frásögn þessi er tekin eftir am- eríska blaðinu „Chicago Sunday Tribune", en hún hefir einnig birst í fleiri blöðum vestra. ^ V ^ ^anntaí VÍSUR ÞESSAR orkti sjera Stein- dór Briem fyrir 50 árum um heimilisfólkið, sem þá var í Hruna. Situr Kamilla og kembir þel, en Kristín matinn sýður vel, eða eftir öllum vonum. Lúrir Guðrún og les í bók, Leifi af kappi saumar brók og Nonni er nálægt honum. Anna við rokkinn unir sjer, Einar margoft til smíða fer, Valdi í fötin vefur, Jón spinnur lopa og lætur það, leitar á daginn fjenu að, hann og á húsin gefur. Ólafur gamli gerir alt og getur varla orðið kalt. Ella á orgel spilar. Einatt kíkir hún Sigga í sól, saumar hún Helga barnakjól og allvel áfram skilar. Manga á kvöldin mjólkar kyr. Mjög vel um kýrnar ína býr. Brynki i bóli liggur. Hann Jói litli lærir margt og leiðist ei að gera þarft, en Steindór tóbak tyggur. jWí. áife. ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.