Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 16
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrir 90 árum. Þegar skammdegisþunginn ríkir yfir oss hvað tilfinnanlegast, þá situr hver sem hann er kominn, hvert heimilið er eins og veröld út af fyrir sig; vjer sitj- um þar inni kyrrir og þögulir eins og í varðhaldi, en veturinn stendur fyrir dyrum úti eins og fangavörður. Allar hafnir eru tómar, ekkert sjest hafskip- ið. Sjávarbændurnir hafa hvolft út- vegnum, sitja við hampvinnu sína inni á palli, og eru að búa sig undir ver- tíðina. Sveitarbóndinn hyggur að kind- um sinum, hvernig þær þrífist, gefur hey á garða og mokar frá húsum. Prest- ar og sýslumenn hrjóta heilann yfir nýársskýrslum. Kaupmennirnir sitja yfir reikningum sínum, sem bráðum ganga yfir land alt, eins og hagljel eða skæðadrífa, og færa sumum hverjum lítinn fagnaðarboðskap. En hvað sem nú þassu líður, þá er það satt, að vetr- artíminn er ekki góður viðfangs blaða- mönnum á íslandi. Verst er ferða- og samgönguleysið. Hvenær mun sá dagur renna yfir þetta land, að bót fáist á því? Aldrei verður oss framfara auðið, nema vegir batni og samgöngur greið- ist. (íslendingur, jan. 1861). Menn leitast við að telja sjálfum sjer og öðrum trú um, að skynsemi þeirra hljóti að rísa öndverð gegn kristindóminum, þar sem sannleikurinn einmitt er sá, að mót- sögnin á milli kristindómsins og hins siðferðilega lífs þeirra. (Sjera N. S. Thorlaksson). Sviftúnspallur heitir fýlabygð uppi við brún, vestan við Grásteinsfles í Stórhöfða (í Vest- mannaeyjum). Nafnið er tortryggilegt, enda eru af því fleiri myndir, t. d. Sviftungspallur. Liklega hefur veiði- staður þessi verið kendur við enska dýrlinginn St. Svithun. Messa hans, Svithunsvaka, er 2. júlí, en þá stend- ur yfir lunda- og svartfuglaveiði og hefur svo verið frá fornu fari. St. Svithun var allmjög dýrkaður í Noregi síðan á 12. öld, en lítið verður slíks vart hjer á landi. Af messudegi hans voru bendingar hafðar um veðurfar. (Örnefni í Vestmannaeyjum). í NÁND við Glienicker Brúcke nokkuð inni á hernámssvæði Bandaríkj- anna I Berlín, hafa nokkrir framtakssamir kaupmenn stofnað markað fyrir fólk á hernámssvæði Rússa. Þar eru á boðstólum „vestan“-vörur og má greiða þær með „austur“-mörkum. Vörurnar bera langt af þeim vörum, sem fást á rússneska hemámssvæðinu og þess vegna streymir fólk hingað og kaupir, þótt verðið sje hátt. Stúlka á efri myndinni er t. d. að kaupa 3 kg. af smjör- líki, en fyrir það verður hún að greiða 90 austurmörk. — Bilar eru þarna á ferðum og flytja fólk á milli markaðsins og járnbrautarstöðvarinnar. Sjest á neðri myndinni er fullhlaðinn bíll er að leggja á stað, en fjöldi fólks verður að bíða næstu ferðar. Gefur það hugmynd um aðsóknina að þessum markaði. Skiptapi varð á Skagafirði fram undan Fagra- nesi vorið 1723. Þar druknuðu Guð- mundur skólameistari Steinsson á Hól- um, Sigfús Steinsson bróðir hans, Þor- kell prestur Þorsteinsson frá Fagra- nesi, Sveinn Eyólfsson skólapiltur og hinn fimti Ólafur nokkur Jónsson. Lík þeirra allra bar á land, en langt á milli. Sigfús fanst hjá Fagranesi, skólameist- arinn í Málmey og Ólaf rak upp á Borgarsand. En Þorkel prest rak upp austur á Langanesi og Svein vestur á Vatnsnesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.