Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Síða 2
20G LESBÓK MORG UNBLAÐSIM S lifsins sje altaf að færast norðar í álfunni. Endurfæðingin á bókment- um heimsins byrjaði á Ítalíu og Spáni, settist að í Frakklandi, flutti sig þaðan til Englands. Var lengi í Þýskalandi, síðan á Rússlandi, er nú í Noregi, en — hvert á miðdep- ill bókmentalífsins að flytja sig frá Noregi?“ Hann er ekki í neinum efa um svarið. Hjer á landi eru öll skil- yrði til þess áð miðdepill bók- mentaiífsins flytjist hingað, ef vjcr komum upp Þjóðleikhúsi. Hann talar um hvað ýmsum listum hafi fleygt hjer fram, og aldrei hafi þær staðið hærra en þá. „Sje litið á þessar listir yfirleitt, þá finst hverjum sem athugar allan þennan nýgræðing, að gullöldin sje í nánd, og að hún muni innan skamms setjast að hjer í dölunum og við vogana til þess að þrífast og blómg- ast hjer löng vetrarkvöld, meðan norðurljósin spegla sig í voginum. eða glæjum svellabreiðunum í dalnum“. En leiklistin og leikhúsið er efsta hæðin í byggingu menn- ingarinnar. Hún verður að koma. Og hann tekur upp orð góðs ís- landsvinar erlendis til þess að leggja áherslu á þetta: „Mjer er ómögulegt að bera virðingu fvrir mentaþjóð, sem brestur kapp eða þjóðarmetnað til þess að koma sjer upp leikhúsi og halda því við“. ÞEGAR Indriði ritaði þessa grein voru íbúar Reykjavíkur ekki nerna 10.000. Hann viðurkendi að það væri veikasti þátturinn ,í málinu hvað fólk væri hjcr fátt. En það megi ekki miða við þessa tölu. Reykjavík muni v'axa mjög með hverju ári. Hann sjer fyrir fólk- strauminn hingað úr sveitunum. enda var þá mjög farið að bera á honum. Tala bæarbúa hafði tvö- faldast seinustu ö árin. Að hans dóiui var því engirni eii a því að Reykjavík mundi brátt verða svo mannmörg, að hún gæti borið uppi fullkomið leikhús. En þegar um fullkomið leikhús var að ræða, þá þurfti að horfa fram í tímann. Það dugði ekki að tjalda til einnar nætur eða nokk- urra ára. Hann mintist þess, að ár- ið 1887 höfðu Templarar reist hjer samkomuhús með leiksviði og þótt- ust þá hafa bygt leikhús er nægja mundi bænum í 10 ár. „Eftir 4 ár var það orðið of lítið, þá bygði Bieiðfjörð sal með leiksviði, er menn hjeldu að mundi nægja i 20 ár. Þar var leikið í 5 ár, eftir það eiginlega ekki. Handiðnamenn bygðu (Iðnó) 1897 og vildu full- nægja öllum kröfum. Þar var leik- svið, sem þótti ákaflega rúmgott í byrjuninni, en í nokkur ár hefir verið kvartað þar um algjört rúm- leysi og áhorfendaplássið þykir nú og hefir þótt í nokkur ár svo óhæfi- lega útbúið, að margt fólk vill ekki koma þar“. Þegar ráðist yrði í að byggja þjóðleikhús, þyríti það að vera svo stórt að það nægði bæpum í 100 ár að minsta kosti. Með tilliti til þess varð því að gera sjer grein fyrir því hvað fólki mundi fjölga hjer á þessum tíma. Og það er næsta fróðlegt að athuga áætlanir Indriða um það. Hann taldi óhugíandi að fólksfjölgunin mundi altaf verða jafn ör og hún hafði orðið sein- ustu árin, að íbúatalan tvöfaldaðist á 8 árum, því að þá ætti íbúar Reykjavíkur að vera 90.000 árið 1931. Væri aftur á móti lckið mcð- altal aí fólksfjölguninni síðustu öld, aö íbúatalan tvöfaklaðist á 21 -ári, þá mundu íbúar Rcykjavíkur verða um 50.000 nálægt 1960 og 80.000 árið 1970. Þriðja dæmið tók hann einnig, gerði ráð fyrir að 500 menn flyttust til bæarins að meðal- tali á ári og bærinn vaxi árlcga um 10 af þúsundi lyrir það að fleiri iæðisl eu deyi. Með þeim útieikn- ingi mundi íbúatala Reykjavíkur verða þessi: 1907 .......;.......... 10.000 1923 /.................. 20.000 1936 ................... 30.000 1948 ................... 40.000 1959 .................. 50.000 1968 ................... 60.000 1977 ................... 70.000 1985 ................... 80.000 2000 ..............um 100.000 Þessar tölur þykja honum lík- legastar, en getur þess þó að bær- inn vaxi of seint samkvæmt beim þegar líður á öldina, en líklega heldur fljótt framan af Margir hristu höfuð yfir þessum útreikningum og töldu þá ekki ná neinni átt. Annar eins ofvöxtur gæti aldrei hlaupið í Reykjavík. En reynslan liefir orðið sú fram að miðri öld, að fólksfjölgun Revkja- víkur hefir orðið örari en Indriði gerði ráð fyrir. Hann hcfði alls eigi þurft að slá þann varnagla, að framan af væri tölurnar líklega of háar hjá sjer. Eftir því ætti fólks- fjölgunin að verða miklu örari þeg- ar liður á seinna hlut aldarinnar, og Reykjavík hafa náð 100.000 íbúa nokkru fyrir næstu aldamót*) Að öllu þessu athuguðu segir Indriði: „Leikhús, sem tæki 500 á- horfendur, ætti að nægja Reykja- vík í 100 ár, eða jafnvel lengur. — Þegar Reykvíkingar væri orðnir nálægt 50 þúsundum yrði líklega leikið hjer á hverju kvöldi allan vcturinn. Þegar bærinn væri orð- inn of slór fyrir lcikhús, scm tæki 500 áhorfendur, mætti víst byggja oían á áhorfendasalinn pall með liðugum 100 sætum, svo lcikhúsið *)Til samanburðar má geta þess að 1930 voru hjer rúmlega 28.000, 1935 rúml. 34.000, 1940 rúml. 38.000, 1940 uiu 49.000 og 1950 rúmlega 53.000. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.