Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 4
203 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS í Edinborg. í Kaupmannahöfn mun hann iafnan hafa farið í leikhús er hann átti þess kost. í Edinborg var engin fastur leikflokkur þegar hann var þar, en þangað komu leik- flokkar frá London. Þar sá pabbi Sir Henry Irving í Richard III eftir Shakespeare og það sagði hann að sjer hefði orðið hrein ópinberun. Hafði hann síðar oft orð á því að það mætti hafa til marks um há- menningu Breta að þeir hefði aðlað Sir Henry fyrir leiklist hans. Þegar pabbi kom heim aftur 1878 var Sigurður málari dáinn fvrir fjórum árum, og höfðu þá hinir og aðrir fengist við að leiðbeina um leiksýningar, þar á meðal Helgi E. Helgesen skólastjóri. Nú var leitað til pabba að Kann yrði leiðbein- andi og tók hann það að sjer. Hafði hann síðan leikstjórn á hendi þang- að til Leikfjelag Reykjavíkur var stofnað 1897, en þá tóku aðrir við. Ekki hygg jeg að þessi revnsla hefði átt að vera örfandi fyrir pabba, því að hann hefir varla haft upp úr þessu annað en erfiði og áhyggjur. Mig minnir að á þeim árum hafi tekjum af leiklistarstarf- seminni verið skift í vetrarlok, og mun þá ekki oft hafa verið feitan gölt að flá. Jeg man vel eftir því þegar pabbi skrifaði um Þjóðleikhúsið í Skírni, að þá fanst sumum vitleys- an hafa náð hámarki, og voru það eigi siður mentamenn en almenn- ingur sem heldu því fram. Og seinna var það oft að pabba blöskr- aði hvað menn voru óskygnir á menningargildi leikhúsa og hvað honum fanst barlómurinn and- styggilegur, ef minst var á það að veita fje til lista og vísinda. Hvað honum fanst menningarmálin vera afskift hjer! Hann hafði það oft til að bera saman hvað veitt væri hjer til 7,aridlegu samgöngumál- anna“ og samgangna á sjó og landi. Ekki var það af því að hann teldi því fje illa varið, sem fór til bættra samgangna á sjó og landi. En hann gerði þennan samanburð til að sýna hvað menningarmálin ætti erfitt uppdráttar. Einu sinni var honum sögð þessi saga: Maður hitti bónda og spurði hvernig honum liði. Bóndi svaraði: „Mjer liði nú vel, ef ekki væri all- ar þessar helvítis framfarir, sem okkur ætla lifandi að drepa.“ Þetta fanst pabba snillilega talað út úr hugarfylgsnum búraskapar- ins og kyrstöðuhneigðarinnar. Þá skrifaði hann grein og sagði þar meðal annars: „Við erum fáir, fátækir og smá- ir. Þetta er orðtak, sem margir hafa tekið ástfóstri við. Það þýðir: við erum fáir og fátæk vesalmenni. „Fáir“ er satt, hitt ósannindi. Setn- ingin er endurtekin í lúalegasta til- gangi. Hún á að vera afsökun, er menn reyna að koma sjer undan „öllum þessum helvítis framförum, sem okkur ætla lifandi að drepa“. Hún á að vera afsökun fyrir því, þegar menn telja eftir eitt eða tvö ómagaframfæri handa listamönn- um og gleyma því, að listgáfumað- ur, sem enga viðurkenningu fær, er listgáfumaður í styrjöld við þjóð- fjelagið". Hann hafði óbifanlega trú á því, að þjóðin hefði næg efni til þess að koma upp þjóðleikhúsi og reka það. Hjer væri nógir og góðir leik- kraftar og leikritaskáldin mundu koma íram hvert af öðru með vax- andi þjóðarþroska. Og þegar leik- ritin Fjalla-Eyvindur og Hadda- Padda vöktu stórkostlega hrifn- ingu í Kaupmannahöfn, þá sagði hann eitthvað á þessa leið: — Þarna sjáið þið, íslendingar leggja undir sig Danmörk og þeir eru í þann veginn að leggja undir sig heiminn. Og nú verður þeim „stolið“ af okkur vegna þess að þeir verða að rita á framandi tungu. Það hefði engin hætta verið á því ef þeir hefði skrifað leikritin á ís- lensku og þau hefði fyrst verið leikin hjer. Og íslendingar hafa lang best skilyrði til þess allra að leika íslenska sjónleika. í sambandi við þetta mintist hann á leiksýningu sem hann hafði sjeð á Drury Lane leikhúsinu í London 1905. Þar var sýnt leikrit, sem gerðist á íslandi. Hann dáðist að þeirri fyrirhyggju sem leikhús- stjórinn hefði sýnt í smáu og stóru. Kvenbúningar voru rjettir, menn komu inn á leiksviðið ríðandi á ís- lenskum hestum, með íslenskar svipur og í íslenskum hnökkum. Leiksviðið var Þingvellir og mynd af Henglinum í baksýn. Leikhús- stjórinn hafði sent málara gagngert til íslands sumarið áður til þess að mála Hengilinn. „Og þó var þetta ekki íslenskt“, sagði pabbi. „Eng- inn getur sýnt eins vel á sviði hvað íslenskt er, eins og íslendingar sjálf ir“.----- Það væri nú synd að segja að pabbi hefði staðið einn uppi í bar- áttu sinni fyrir Þjóðleikhúsinu, enda þótt mest mæddi á honum, Margir vinir hans studdu hann vel og drengilega. Þar má fyrst og fremst nefna Einar H. Kvaran skáld, sem var þjóðleikhúshug- myndinni hlyntur frá upphafi og studdi hana jafnan af heilum hug. Sama er að segja um Jakob Möll- er núverandi sendiherra. En þó var svo komið 1923 að þeir heldu að málið væri tapað. Leið svo og beið fram til 1927. Þá var það að Jónas Jónsson al- þingismaður kom fram með hug- mynd þá er bjargaði málinu al- gjörlega. Hann vildi fara þá leið, að láta skemmtanaskattinn koma þjóðleikhúsinu upp. Og hann bauð aðstoð flokksmanna sinna til þess. Þeir pabbi hittust hjer heima hjá mjer og manninum mínum fil þess að tala um þetta. Og mjer verður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.