Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Side 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 209 það minnisstætt hvað pabbi var glaður það kvöld. Nú sá hann að lokum von til þess að draumur sinn mundi rætast. Hann var klökkur af gleði og þakklæti. Jónas setti ekki annað skilyrði fyrir hjálpinni en það, að Jakob Möller bæri fram frumvarp um þetta í Ncðri deild Aiþingis. Og það var auðsótt mál við Jakob. Og svo vita allir hvað síðan heíir gerst. Nú fer Þjóðleik- húsið að taka til starfa. Mætti það verða þjóðinni sú lyftistöng andlegs lífs og menningar, sem pabbi trúði og treysti að það gæti orðið.---- ÁRIÐ 1918 heimilaði Alþingi bæj- arstjórnum kaupstaðanna að leggja á skemtanaskatt hjá sjer. Það drógst úr hömlu að þessi heimild væri notuð. Seint á árinu 1921 komst skatturinn þó á í Reykjavík og í Isafirði, en annars staðar var hann hvergi kominn á 1927. Og nú báru þeir Jakob Möller og Þor- steinn Jónsson fram frv. á Alþingi um að skemmtanaskattur skyldi lagður á, eigi aðeins í kaupstöðun- um, heldur einnig í öllum kaup- túnum, sem hefði 500 íbúa eða fleiri. í 6. gr. frv. sagði meðal ann- ars á þessa leið: Skemtanaskattur rennur í sjerstakan sjóð, Þjóðleik- s Jakolt Móller. Eiiiar II. Kvaran skáld (á gainals aldri). hússjóð. Honum skal varið til að koma upp Þjóðleikhúsi í Revkja- vík og til að styðja sjónleika, er haldnir yrði að staðaldri í því húsi. Stjórn þessa sjóðs hafa á hendi þrír menn, valdir af kirkju- og kenslumálaráðherra úr hópi þeirra manna, sem vænta má að kunnug- astir sje leikment. Ríkið leggur til ókeypis lóð á Arnarhólstúni. í greinargerð frv. segir m. a.: Frumvarpið er flutt eftir tilmæl- um ýmissa frömuða leiklistarinnar hjer á landi, og er tilgangurinn sá, að koma lijer upp Þjóðleikhúsi. Er þess ekki að vænta að Alþingi sjái sjer fært í náinni íramtíð að leggja fram lje úr ríkissjóði til þess að koma upp Þjóðleikhúsi. 1 frv. er því ekki ætlast til neinna beinna framlaga úr ríkissjóði, heldur að skemmtanaskattinum sje varið til þess.----- Mentamálanefndir beggja þing- deilda tóku mjög vel i málið og varð frv. svo að logum. RÚMU ÁRI seinna ritar Indriði Einarsson enn grein um Þjóðleik- húsið í Óðin. Þá höíðu verið gerðir allir uppdrættir að því og fylgja myndir af þeim. Og nú er ekkert hugarvíl að heyra hjá Indriða. Það er sigur- reifur maður, sem talar, maður, Junas Juussou

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.