Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 6
210 "*P^I LESBÓK MORGUNBLAÐSDÍS I'.jóðloikhúsið. sem veit að hann hefir lengi bar- ist harðri en góðri baráttu, og að lokum sigrað. Greininni lýkur með þessum orðum: — í menningu hvers lands eru þrír turnar, sem gnæfa hæst. Það er fyrst og fremst kirkjan. Grund- völlurinn undir hana var lagður hjer á landi 1096 með tíundarlög- unum. Annar turninn er háskólinn. Grunnurinn undir hann var lagður á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1911 og litlu síðar. Grunnurinn undir þriðja turninn — leikhúsið — er einnig lagður, það á að verða til á næstu árum. Indriði var orðinn háaldraður þegar hjer var komið sögu, eða nær áttræður. En það var eins og hann kastaði ellibelgnum þegar hann sá nú hylla undir Þjóðleik- húsið. Og jeg held að hann hafi vonað að sjer mundi auðnast að sjá það rísa af grunni og taka til starfa. Hvorki hann nje aðra óraði þá fyrir því, að bygging þess mundi taka jafn langan tíma og raun hefir á orðið. Nú eru tíu ár síðan Indriði ljest. Margir fleiri en hann hafa komið við sögu Þjóðleikhússins, en eng- um mun dyljast að hann og eng- inn annar á skilið að heita faðir þess. Á. Ó. ^W ^W ^W ^W ^W skilvil lóóhiímnaiiv ÞETTA gerðist í litlu þorpi. Hús- bóndi sat við glugga og horfði út. — Hana, sagði hann alt í einu, þarna gengur þá konan, sem hann Jones er alveg vitlaus eftir. Konan var að þvo upp framm; í eldhúsi, en þegar hún heyrði þetta kom svo mikið fát á hana að hún misti alt leirtauið úr hönd- um sjer niður á gólfið, rauk inn í stofu, feldi um koll lampann og ruddist út að glugganum. —Hvar? Hvar? sagði hún óða- mála. — Þarna handan við götuna, konan í gráu kápunni. — Asninn þinn, sagði hún. Þetta er konan hans. — Auðvitað, sagði hann. Barnahjal JÓA litla langaði til þess að gleðja ömmu sína á afmæli henn- ar með einhverri gjöf. Var hann lengi að velta fyrir sjer hvað það ætti að vera. Seinast kom hon- um til hugar að gefa henni biblíu. Foreldrum hans þótti vænt um það og ljetu hann fá peninga til þess að kaupa biblíuna. Nú var alt í lagi nema það, að eitthvað þurfti að skrifa framan á bók- 'ina. Jói hafði sjeð í bókaskáp föð- ur síns margar bækur, sem hon- um höfðu verið gefnar, og gefend- ur ritað á. Hann tók því eina slíka bók að hafa til fyrirmynd- ar. Ömmu þótti fjarska vænt um gjöfina, en hún varð dálítið skrít- in á svipinn þegar hún sá að skrifað var framan á bibhuna: Til ömmu með bestu kveðju frá höf- undinum. Þegar Jónsi kom í fyrsta skifti heim úr skólanum, spurði mamma: — Jæja, hvað lærðirðu nú i skólanum? — Ekkert, sagði Jónsi. En þegar hann sá að mömmu líkaði þetta illa, flýtti hann sjer að segja: — en jeg lærði mikið í frímín- útunum. Jeg fór að hitta nágrannakonu mína. Dengsi, sonur hennar var að sópa gagnstjettina. Jeg spurði hvort mamma hans væri heima. Hann leit fyrirlitlega á mig og sagði: — Heldurðu að jeg væri að sópa ef hún væri ekki heima? Pabbi skipaði Lalla að lesa kvöldbænina sína. Lalli las í hljóði. — Lestu hátt, sagði pabbi, jeg heyri ekki til þín. — Jeg var ekki að tala við þig, sagði Lalli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.