Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 213 Árni Vilhjálmsson: Sterling íórst í Seyðisfirði STERLING strandaði hinn 1. maí 1922. Jeg átti þá heima á Hánefsstöð- um í Seyðisfirði. Klukkan eitthvað í kring um 9 um morguninn, var jeg að búa mig til þess að fara inn í kaupstað á 6 tonna vjelbát, sem „Skúli fógeti" hjet. Var jeg kominn um borð í bátinn á legunni heima og var að hita upp vjelina. Var þá kallað til mín úr landi og jeg be4- inn að fara strax út að Brimnesi til þess að sækja farþega, sem væru með Sterling og skipið væri strand- að einhversstaðar nálægt Brim- nesi. Þess er rjett að geta hjer að þennan morgun var svarta þoka eins og Austfjarðaþokan getur orð- ið svörtust og man jeg að jeg hafði orð á því við þann, sem með mjer var, er jeg var á leið til sjávar, að þetta væri sú svartasta þoka, sem jeg myndi eftir að hal'a sjeð. Stafalogn var og mikil kyrð í veðr- inu. Er jeg hafði sett vjel bátsins í gang, var haldið sem leið Hggur í þokunni út fjörðinn og stefnan sett á Brimnes. Er við komum út und- ir Brimnesbæinn, ljetti þokunni alt í einu og var þegar glaða sól- skin. Ekki saum við neitt strandað skip innan við Ribbu en svo heitir nesið þar sem vitinn stendur. Held- um við svo áfram ferð okkar og er við komum fyrir Ribbuna blasti Sterling við sjónum okkar, strand- að við svonefnt Sljettanes þar skammt frá. Stóð skipið svo að Begjá á fjettum kili og fljótt á ht- ið var ekki að sja að illa fæn um það. En víð náhari sjón, leyndi það sjer ekki að fcað hafði kcmið óbægi- STERLING nýstrandað. Bátur að flytja fólk í land. í baksýn eru fjölliii sunn- an fjarðarins, til vinstri sjer á insta hluta Skálanesbjargs og svo fjöllin inn og upp af bænum Skálanesi, sem er rjett innan við bjargið. lega nærri landinu, frammastrið var þegar brotið um salninguna og lafði efri hluti þess niður með því sem uppi stóð, en það hafði þá strax gengið á að giska tvo metra upp, svo auðsjeð var að botn skips- ins hafði lent á kletti, sem þegar hafði gengið upp í gegn um botn- inn einmitt þar sem mastrið var. Farþegar fluttir til Seyðisfjarðar- Ládautt var og urinu skipverjar að því að flytja fólkið (farþegana) þarna í land og var þar allmikill mannfjöldi, sem var kominn upp í grasbrekku sem er þarna rjett fyr- ir ofan og virtist ekki vera neitt ílla haldið. Bryti og þjónustufólk bar því þarna góðgerðir, svo að það hafði ekki yfir neinu að.kvarta, nema þá helst að ferðin stöðvaðist um stund. Við lukum nu okkar ermdi þarna mað því að sækja farþega þá er við vorum að vitja og heldum svo aftur inneftir. Er við komum inn að bæjarbryggjunni þarna um morguninn, komu ýmsir er vildu frjetta af strandinu og æði margir vildu fá okkur til þess að fara strax aftur á strandstaðinn. Varð víst lit- ið úr bæjarerindum okkar, því nið- urstaðan varð sú, að við fórum þegar aftur út eftir og allmargir bæjarbúar með. Varðskipið Fyjla var hjer a Seyð- isfirði þennan morgun og var send á vettvang og var komin á strand- staðinn, eins og það er orðað, þeg- ar við komum út eftir aftux. Hafði Fylla lagst suður í miðjum flóa cg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.