Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 10
214 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS var nú unnið að því að flytja far- þegana um borð í hana. Að því loknu helt hún inn til hafnar með farbegana og þar með var henn- ar þætti lokið í þessu starfi. Eins og áður segir, stóð £>terling þarna svd að segja á rjettum kili og sjórinn alveg sljettur, svo við gátum rheð góðu móti lagt að skip- inu. Það var eins og besta höfn fyrir innan skipið. Lögðum við að þeirri hlið skipsins, sem að landi vissi aftan til og lá báturinn þar við stiga svo auðgert var að ganga um borð og hafa tal af skipsmönn- um, sem þá höfðu lokið allmiklu starfi við að flytja fólkið á skips- bátnum, fyrst í land og svo um borð í Fylla. Er við komum um borð hafðí verið látið drepast undir kötlum skipsins og- ekkert hægt a.ð gera lengur, því sjór hafði komið í skip- ið strax og botninn gekk upp. Þó var ekki þá svo mikill sjór í vjela- rúmi að til skaða væri þar. Var því ákveðið að reyna á flóðinu um nóttina að kyndi upp og gera til- raun til þess að ná skipinu á flot. Þarná vorum við fram eftir degin- um og bjuggust skipverjar til þess að fara úr skipinu á skipsbátunum og taka með sjer eitt og annað, sem tiltækilegast var, svo sem loft- skeytastöð skipsins o. fl. Eitthvað um klukkan 3 síðd. var svo þessum undirbúningi lokið og við lögðum á stað með alla skipsbátana 4 í eft- irdragi inn fjörðinn og þar með alla áhöfn skipsins, konur og karla. Mjer er sjerstaklega minnis- stætt, er við vorum með alla bát- ana í eftirdragi inn f jörðinn í glaða- sólskini, að okkur varð tíðrætt um að skift væri nú um hjá skipstjór- anum á Sterling, að vera kom- inn af „brúnni" á stóru skipi og vera nú innan um karlana í bátn- um, hættur að skipa fyrir um stjórn ferðarinnar. Það mátti telja Sterling stórt og allglæsilegt skip, sem það og var á þeim tíma, og altaf leit maður heldur upp til þess- ara manna, sem voru allir borða- lagðir, manni fanst að þeir ættu altaf eitthvað mikið undir sjer. Sumir voru þeir menn sem mað- ur hafði vánist í þessum starfa, ákaflega stoltir og meira að segja beinlínis montnir. Það þurfti ekki að segja slíkt um Þórólf heitinn Beck. Hann var eftir því sem jeg þekkti til, sjerlega blátt áfram og alúðlegur maður. Mjer var sagt að öllum sem með honum voru hafi þótt vænt um hann. En þetta er nú eiginlega komið út fyrir efnið hjá mjer. Hvað um það, þá var nú svona komið, skipið strandað og áreiðan- lega engar líkur til að það næð- ist á flot aftur, þó ýmsir og jafn- vel sumir af ráðamönnum skips- ins ljetu í það skína að það mundi nást á flot aftur strax um nótt- ina. Nú átti að bjarga skipinu. Það er svo ekki að orðlengja það, að skipshöfnin komst hjer í höfn síðari hluta dags. Er inn eftir var komið var strax ákveðið að aftur skyldi farið út í skipið á flóði um nóttina og var jeg fenginn til þess að fara með skipshöfnina á „Skúla" gamla, og skyldi þá taka skipið af skerinu. Var svo lagt aftur á stað um miðnættí. Voru þá ýmsir af skipverjum orðnir þreyttir og syfj- aðir og nutu þá þess sem hægt var um borð hjá okkur, lögðu sig þar sem þeir voru komnir, en þröng var vistin og lítið notaleg. Þó hituðum við upp lúkarinn og þar þrengdu menn sjer saman eftir föngum, því þó veðrið væri gott, þá segir næt- urkulið altaf til sín. Ekki man jeg hvort við biðum þarna við skipið eftir mönnunum, en nokkuð var það að tilraunin varð árangurslaus. Sterling sat sem fastast þarna á flúðinni þar til yfir lauk þann 15. maí. Þá gerði suð- austan veður með miklu brimi og moiaði skipið mjölinu smærra, ef svo mætti segja. Næstu daga var nú farið að bjarga einu og öðru af farmi skíps- ins. Lentum við í því með bát okk- ar. Það fyrsta sem við fluttum voru matvæli á vegum brytans. Voru þau alveg óskemmd, þar sem þau voru á milliþilfarinu. Þangað kom aldrei sjór, en neðri lestin var ná- lega full af sjó upp undir milli- þilfarið. Samt náðist allmikið af allskonar varningi, sem veiddur var upp úr sjónum og hefði mátt ná miklu meiru en gjört var, ef ábyrgðarfjelag það, er skipið var vátryggt hjá, hefði ekki bannað að hreyfa við nokkru, því skipið skyldi nást á flot og var í því skyni björg- unarskipið Geir, sem þá var hjer við land, sent austur. Með því var einhver Thostrup, sem var víst um- boðsmaður fyrir vátryggingarfje- lagið og bannaði hann að meira yrði unnið að björgun á vörunum meðan björgunartilraunir stæðu yfir. Jeg vil taka það fram hjer, að jeg hefði ekki trúað, nema af því að jeg sá það, að menn gætu gert sjer jafn fávíslegar hugmyndir um hlutina, eins og þarna kom fram hjá þessum ráðamönnum, þar sem auðsjeð var að botninn var geng- inn upp í skipínu um frammastr- ið, eins og áður segir og flæddi og fjaraði í því eins og opið væri. Þarna voru settar í gang stórar dælur, sem áttu að dæla vatninu úr skipinu. Voru þær að verki, að jeg held, heilan sólarhring eða meira. Þetta er álíka eins og ver- ið væri að bera sand í botnlaust ílát, — altaf að bera sama sand- inn. Þannig var í raun og veru altaf verið að dæla sama sjónum. Mjer hefur orðið dálítið tíðrætt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.