Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 um þetta og er það vegna þess, að jeg get ekki gleymt hvað manni fannst þessar ráðstafanir gagns- lausar. Ýmsu bjargað úr skipinu. Að þessum tilraunum loknum var svo aftur farið að vinna eitt- hvað að björgun, þá loksins farið að vinna að því að rífa viðráðan- legustu hluti úr skipinu sjálfu, svo sem húsgögn og þessháttar, sem voru vönduð á sínum tíma, svo að segja alt úr mahogni. Borð og stól- ar og eitthvað af skápum náðist, og var selt hjer á uppboðinu sem síðar var haldið. Eru þessir hlutir til enn í húsum hjer, þóttu og þykja enn mesta þing. Hefði verið strax unnið að því áð rífa og bjarga úr skipinu, hefði það áreið- anlega getað verið mikil verðmæti, sem náðst hefðu, þar sem í hálfan mánuð var altaf logn og ládeyða. Þá hefði t. d. verið hægt að ná akkerum og keðjum skipsins og svo jafnvel hægt að rífa hús og annað af skipinu og hefði það orð- ið til meiri nota, heldur en tína ruslið upp úr fjörunum á eftir, er skipið var komið í spón. Allmikið náðist af einu og öðru af vörunum og enda þótt það væri veitt upp úr sjónum í lestum skips- ins, var sumt lítið skemmt. Vefn- aðarvörukassar náðust margir. Var allt tekið upp úr þeim og selt á uppboðinu, fengu margir þar góð kaup eða svo mundi nú þykja. Eitthvað var af vínkössum í skip- inu og gerðu ýmsir sjer gott af því. Man jeg eftir einu atviki. Var það á meðan við vorum við björgun á vörum úr lestinni, að faðir minn, sem hafði aðalumsjón með björg- uninni, saknaði vínkassa, sem hann sagðist vera viss um að hefði farið upp úr lestinni og átt að fara í bátinn. Kassinn sá komst aldrei nema upp á þilfarið. Þar voru fyr- ir menn sem þóttust sjá hvað þarna var á ferðinni, rjeðust á kassann og fóru með hann í íbúð aftur á skip- inu, slógu hann þar upp og kom þá í ljós að grunurinn um að þarna væru vínflöskur reyndist rjettur. Er ekki að orðlengja það, að þessu voru gerð þarna strax veruleg skil. Enda þótt jeg væri saklaus af því að neyta vínsins, þá var jeg ekki saklaus af því að vita hvað af þessu varð, en vildi ekki kæra þessa menn, sem flestir voru kunningjar mínir, fyrir að hafa hnuplað kass- anum. Jeg held að þetta hafi verið 12 flöskur og þóttust náungarnir hafa veitt vel. En grunsamlega þótti föður mínum þeir verða kend- ir þennan dag, sem þarna voru. Voru það einkum menn, sem höfðu fengið að fara með okkur férðina og voru þarna af forvitni og svo sjer til gamans. Þeim brást ekki gamanið eða svo fannst þeim. Kornvörur náðust upp úr sjón- um og notuðust að mestu, því það hafði blotnað aðeins dálítil húð næst pokunum en svo þegar inn úr kom, reyndist mjölvara óskemd. Ýmsar fleiri vörur náðust óskemd- ar, þannig að þær þoldu bleytu svo sem einn og annar dósavarning- ur og það- sem var í glerumbúð - um. Þrátt fyrir það fór þarna forgörð- um mikið af vörum og hverskon- ar verðmæti, sem ekki hefði þurft að vera, ef skynsamlega hefði ver- ið unnið að björgun frá upp- hafi. Uppboð á rekaldi. Er nú ekki að orðlengja það, að skipið stóð þarna eins og áður seg- ir í hálfan mánuð, þar til það brotnaði í suðaustan veðri og haf- róti, sem gerði þá. Rak þá á land, um allan fjörð, brakið. Þar á meðal allmikið af vörum. Fór þá hver sem betur gat að ganga á reka og tína upp og hugðu menn gott til að nota sjer það, sem nothæft var. Unnu menn að þessu í vonsku veðri og hjeldu að hver gæti átt það sem hann náði. Þá kom, ef svo mætti segja, dagskipan frá sýslumanni, sem þá var Ari Arnalds, um að menn skyldu skila öllu, sem fyndist, gegn því, að mönnum yrði greidd tíma- vinna við að bjarga draslinu, en svo yrði alt selt seinna. Flestir munu hafa hlýtt þessari skipan að mestu leyti og safnað samviskusam- lega saman' hverju því, sem úr Sterling var og alt var það auð- þekkt. Þannig var unnið kringum f jörðinn og út á ystu nes. Svo einn góðan veðurdag byrjaði uppboðið. Var þar margt manna, sem vildi gera góð kaup, en það minnir mig að menn hafi ekki hagað'sjer þar ein3 og siður er þar sem algeng- ara er úm" skipströnd en hjer, að mynda með sjer fjelagsskap um að bjóða ekki í hver á móti öðrum og á þann hátt að gera góð kaup, heldur voru einhver brögð að því að menn kepptust um hnossið. — Samt sem áður eignuðust menn mikið af timburbraki, sem mörm- um notaðist nokkuð, en ótrúlega var það smátt eftir hamfarir brims- ins, er því skolaði á land. Víða sáust hjer um slóðir spýtur úr Sterling, því það sem nothæft var, var notað í hús og annaðsem lagfæra þurfti. Efnið var að upp- runa gott. Mahogni þiljur voru víða innan í skipinu, en yfirleitt fór þetta svo smátt3 að til lítilla nota varð. Að sjálfsögðu eru margir enn á lífi af þeim, sem þarna voru með skipinu og mundu geta sagt ná-? kvæmlega frá öllum atvikum er strandið varð, því varla er rjett af mjer að segja frá því, sem maður hefur ef tir sögusögnum annara. Jeg het aðeins skýrt frá atvikum sem jeg var sjálfur sjónarvottur að, eða við riðinn á einhvern hátt Enn þó get jeg sagt það, sem mjer ná-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.