Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 12
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kunnugir hafa sagt mjer og voru þarna sem farþegar. Frásögn farþega. Kona ein með tvö börn var þarna með, hafði komið um borð á næsta firði, Mjófirði og ætlaði sjer að fara góða ferð með strandferða- skipinu, heldur en að fara með mót- orbát, sem þá voru tíðast á ferð hjer á milli fjarðanna. Eins og áður segir, var þetta snemma morguns, er lagt var á stað frá Mjóafirði, líklega um kl. 5—6 árd. Þoka var mikil í Mjóa- firði. Út fjörðinn var haldið í þok- unni. Er komið var út hjá Dala- tanga, ljetti þokunni svo að land sást vel og var þar sólskin að ein- hverju leyti. — Þokan hefur aðal- lega legið í f jörðunum, svo sem oft er á vorin — gjarna albjart fyr- ir utan. Þannig átti ekki að vera sjer- lega vandasamt að komast inn í Seyðisfjörð með gætni. Það mun , hafa verið farið með hálfri ferð, eftir því sem sagt var, frá Dala- tanga í áttina til fjarðarins. Kon- an sagðist hafa verið uppi í borð- salnum og svo ekki vitað íyrr en alt i einu að skipið kenndi grunns og þá með aUmikilIi ferð. Ekki vissu menn gjörla hvar skipið var, þar sem varla sá út úr augunum fyrir þokunni. Eflir tiltölulcga stuttan tima ljetti þokunni og sást þá betur hvernig komið var. Skip- ið rtóð þarna við Sljeltancs rjctt utan við mynni Seyðisfjarðar að norðanverðu. Rjett áður en skipið strandaðj var komið að þeim tíma er far- þegar skyldu fá morgunhressingu og vann þjónustufólkið að því að framreiða morgunverðinn, en þá alt í einu kom þctta fyrir, allharka- legur árekstur. er skipið rann ú klöppina. Varð folkinu allhverít við, sem vonlegt var, þvi enda þótt veðrið vaeri gott, þá varð hxeyfing - * ¦'Z. -»wr m \ * • ¦„ iðWjj,,. 5?1 «-•* -~^^^ p"' Sterling eí'tir að hafa legið 10 daga á strandstaðuum. skipsins þegar óviðfeldin og mjög mikið hallaðist það sitt á hvort borð. Þarna rambaði skipið all- lengi. Var þegar tekið til að setja skipsbátana á flot. Tókst það vel, en langur fannst víst sumum far- þegum tíminn og voru ýmsir all- órólegir og þótti þetta takast all- óhönduglega. Fyrnefnd kona sagð- ist hafa heyrt að skipað var af brúnni, að fyrst skyldu konur og börn fara í bátana og fór hún a'ð hafa orð á því, að hvcrgi sæist karlmaður og hvar fólkið ætti að fara niður í bátana. Kom þá í ljós, að klifra þurfti niður kaðalstiga. Þótti henni það allvont, vegna þess hve skipið valt þá mikið. Lagði hún fyrst til niðurgöngu, en skildi börn- in tvö eítir á þilfarinu. Þótti henni þá, sem hún sæi mikið undir botn skipsins, er hún kom ofan i bát- inn og fannst all uggvænlegt, að íólkið væri svo margt enn þá í skipinu. Þetta fór samt allt vel, en allvont að lenda fyrst, því vcru- lcgt öldukast vntist koma frá skip- inu upp í fjöruna cr það valt svona nærn, að undan veltu skiVBhrj, myndaðist í raun cg veru bnm í íjörumoi. A þessu gekk alllengi, þar til botn skipsins bilaði og þá um leið stöðvaðist það á skerinu, og eins og áður segir mun það ekki hafa hreyfst eftir þessi fyrstu um- brot fyrr en það liðaðist sundur. Strauimir bar skipift af lciflk Jeg læt nú þetta nægja um Ster- lingstrandið og eins og áður segir cru margir menn ennþá til sem írá þcssu gætu sagt, sem íarþegar cða skipsmenn og mundi það gefa þessari frásögn mcira gildi að minnsta kosti að því scm við kem- ur sjálfu strandinu og öllum til- drögum. Talið var í sjóprófum að straumur heíði valdið truflun á fcrð skipsins þarna norður mcð Bjarginu. Ýmsir vildu lcggja lítinn trúnað á það. Ekki skal jeg leggja dóm á það, en í þessu sainbandi geta þess, að skömmu seinna fekk jeg sjálfur óræka sönnun fyrir þvi, að þarna getur straumur orðið mjög harður í góðu veðri. Var þá alt að 4—5 mílna straumhraði ein- mitt í nákvæmlega þessa átt, sem Sterlmg hjelt á lcið sinni sem nœst i norðvestur, mn með svonefndu Skalanesbjargi, sem er suunan Seyðisfjarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.