Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Side 12
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kunnugir hafa sagt mjer og voru þarna sem farþegar. Frásögn farþega. Kona ein með tvö börn var þarna með, hafði komið um borð á næsta firði, Mjófirði og ætlaði sjer að fara góða ferð með strandferða- skipinu, heldur en að fara með mót- orbát, sem þá voru tíðast á ferð hjer á milli fjarðanna. Eins og áður segir, var þetta snemma morguns, er lagt var á stað frá Mjóafirði, líklega um kl. 5—6 árd. Þoka var mikil í Mjóa- firði. Út fjörðinn var haldið í þok- unni. Er komið var út hjá Dala- tanga, ljetti þokunni svo að land sást vel og var þar sólskin að ein- hverju leyti. — Þokan hefur aðal- lega legið í fjörðunum, svo sem oft er á vorin — gjarna albjart fyr- ir utan. Þannig átti ekki að vera sjer- lega vandasamt að komast inn í Seyðisfjörð með gætni. Það mun hafa verið farið með hálfri ferð, eftir því sem sagt var, frá Dala- tanga í áttina til fjarðarins. Kon- an sagðist hafa verið uppi í borð- salnum og svo ekki vitað fyrr en alt í einu að skipið kenndi grunns og þá með allmikilli ferð. Ekki vissu menn gjörla hvar skipið var, þar sem varla sá út úr augunum fyrir þokunni. Eftir tiltölulega stuttan tima ljetti þokunni og sást þá belur hvernig komið var. Skip- ið rtóð þarna við Sljettancs rjett utan við rnynni Seyðisfjarðar að norðanverðu. Kjett áður en skipið strandaði var komið að þeim tíma er far- þegar skyldu fá morgunhressingu og vann þjónustufólkið að því að framreiða morgunverðinn, en þá alt í einu kom þetta fyrir, allharka- legur árekstur, er skipið rann á kloppina. Varð íolkmu allhverft við, sem vonlegt var, þv’ enda þótt veðrið vaeri gott, þa varð hxeyiing skipsins þegar óviðfeldin og mjög mikið hallaðist það sitt á hvort borð. Þarna rambaði skipið all- lengi. Var þegar tekið til að setja skipsbátana á flot. Tókst það vel, en langur fannst víst sumum l'ar- þegum tíminn og voru ýmsir all- órólegir og þótti þetta takast all- óhönduglega. Fyrnefnd kona sagð- ist hafa heyrt að skipað var af brúnni, að fyrst skyldu konur og börn fara í bátana og fór hún að hafa orð á því, að hvergi sæist karlmaður og hvar íólkið ætti að fara niður i bátana. Kom þá í ljós, að klifra þurfti niður kaðalstiga. Þótti henni það allvont, vegna þess hve skipið valt þá mikið. Lagði hún fyrst til niðurgöngu, en skildi börn- in tvö eftir á þilfarinu. Þótti henni þá, sem hún sæi mikið undir botn skipsins, er hún kom ofan i bát- inn og fannst all uggvænlegt, að íólkið væri svo margt enn þá í skipinu. Þetta fór samt allt vel, en allvont að lenda fyrst, því veru- lcgt öldukast virtist koma frá skip- inu upp í fjöruna cr það valt svona nærri, að undan veltu skipsins myndaðist í raun cg \eru bnm í fjörunni. Á þessu gekk alliengi, þar til botn skipsins bilaði og þá um leið stöðvaðist það á skerinu, og eins og áður segir mun það ekki hafa hreyfst eftir þessi fyrstu um- brot fyrr cn það liðaðist sundur. Straumur liar skipið af Icið. Jeg læt nú þetta nægja um Ster- lingstrandið og eins og áður segir eru margir menn ennþá til sem frá þessu gætu sagt, sem farþegar cða skipsmenn og mundi það gefa þessari frásögn mcira gildi að minnsta kosti að því sem við kem- ur sjálfu strandinu og öllum til- drögum. Talið var í sjópróíum að straumur hei'ði valdið truflun á ferð skipsins þarna norður mcð Bjarginu. Ýmsir vildu leggja lítinu trúnað á það. Ekki skal jeg leggja dóm á það, en í þessu sambandi geta þess, að skömmu seinna fekk jeg sjálfur óræka sönnun íyrir því, að þarna getur straumur orðið mjög harður í góðu veðri. Var þá alt að 4—5 mílna straumhraði ein- mitt í nákvæmlega þessa átt, sem Sterling hjelt á leið sinni sem næst í norðvestur, inn með svonefndu Skalanesbjargi, sem er sunnan Seyðisfjarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.