Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 14
218 LESBÖK MOROOInBLAÐSINS verða ekki rifnar upp. Margir af helstu embættismönnum þjóðarinn -ar, jainvel æðstu kommissararnir, eru við þetta riðnir. Og það sem máske skiftir mestu máli er það, að þetta verður með hverjum deg- imim sem líður stærri og stærri liður í viðskiftalífi þjóðarinnar. Meðan jeg var í Rússlandi hafði jeg mikil afskif ti af og var nákunn- ugur framleiðslu og dreifingu. Og jeg get staðhæft það að viðskifta- lífið í Rússlandi muni lamast al- gjörlega á mörgum sviðum, ef þessi myrkraverk ætti sjer ekki stað. Jeg tók hjer áðan eitt dæmi um framleiðsluna. Það getur átt við ástandið á öllum sviðum viðskifta- lífsins. Slík dæmi er að finna í heildsölu og smásölu, þau koma fram þar sem verið er að koma nýrri framleiðslu á fót, í vísinda- legum rannsóknum, í samvinnu- búskap. Á öllum sviðum kemur fram löngun manna til þess að bæta kjör sín, og sú ástríða að komast í kringum opinber fyrirmæli og höft til þess að safna fje. í þessu sovjetlandi, þar sem er sífelldur skortur á öllu, standa þeir menn mjóg vel að vígi, sem fást viðsmáverslunina. Þeir sovjetborg- arar sem þekkja allar laumudyr og leynistigu svarta markaðsins, geta fengið nóg af öllu, ef þeir hafa fje til að kaupa fyrir. Skömtunarvörur (eða vörur sem þarf sjerstaka heim -ild til að kaupa) fara út á svarta markaðinn, ekki í smáslöttum, held ur í heilum járnbrautar-vagn- íörmum. Það þarf ckki ncma sainan tekin ráð nokkurra manna í hinum ýmsu greinum, til þess að þessi brögð takist. Vanalegast er að telja að miklar birgðir af hveiti eoa kjöti hafi eyðilagst, eða þá að stór send- ing af skóm hafi orðið fyrir skemd- um. Þá er rannsóknanefnd látin raimsaka þetta, en hún cr í vitorði Bieð svikurimum, ug hikar ekki við að staðfesta að alt sje rjett um skemdirnar. Þetta vekur enga sjer- staka athygli, vegna þess hve slík mistök eru tíð og hve mikið fer í súginn alstaðar. — Vörurnar eru dæmdar óhæfar til sölu, en í stað þess að þær sje brendar, eða þeim fleygt út á hauga, þá eru þær fald- ar í kjöllurum, og síðan selja svika- hrapparnir þær með stórkostlegum gróða. Svo er líka hreinn og beinn bjófn aður á vörum, alt frá því að þær eru á framleiðslustaðnum, og hjá hverjum millilið. Er það drjúgur hluti af framleiðslunni sem fer þannig forgörðum, þrátt fyrir það að þyngstu refsingar liggja við að stela eigum ríkisins. En það er venjan um hinar stolnu vörur, að þær eru komnar á markaðinn löngu fyr heldur en ef þær hefði verið í hinni silalegu afgreiðslu stjórnarinnar, en þær kosta auðvit- að miklu meira. Vegna þessa óðagots sem hefur verið á um að reyna að auka iðn- aðarframleiðsluna sem mest, hafa slungnir verkfræðingar og aðrir sjerfróðir menn fengið ágæt tæki- færi til þess að skara eld að sinni köku. Við skulum taka dæmi. Það er í ráði að setja á fót stóra málm- verksmiðju einhvers staðar í Síber- íu. Yfirmaður þeirrar deildar, sem á að sjá um framkvæmdirnar mun þá segja sem svo, að sig skorti sjerfróða menn til þess að koma fyrirtækinu á stað. Fær hann svo leyfi til þess að fela það öðrum sjerfróðum í aukavinnu. — Eftir nokkra mánuði eru svo áætlanir tilbúnar og samþyktar. En vegna þess að svo heitir að þær sje gerð- ar í yfirvinnu, eru þær mörgum sinnum dýrari en ella. Auk þess eru vinnustundir reiknaðar 20—30 f.innum fleiri en til þess fóru. Mönnum hel'ur líka tckist að gera þvihkt veður út af smá fyrir- tækjutr. eins og þar sje um einhver risafyrirtæki að ræða, og hafa svo fengið þóknun samkvæmt því. — Menn eru orðnir leiknir í slíku En auðvitað þurfa þeir að hafa trúnaðarmenn stjórnarinnar í vit- orði með sjer, og þeir hirða svo sinn hluta af ágóðanum. í fljótu bragði virðist svo sem ckki muni auðvelt að hafa fjár- drátt í frammi við vísindaleg störf, vegna þess að það er ekki á annara færi en ríkisins að kaupa hin dýru vísindaáhöld. En þó kemur það fyrir að ungir vísindamenn og kommúnistar, sem hafa meira hrekkjavit en hugvit, hafa dregið sjer stórfje frá ríkinu. Og aðferð- irnar til þess eru í raun og veru ofur einfaldar. Sovjetríkið hefur verið einangrað frá menningunni og er jafnvel einangrað frá þeirri menningu, sem var í Rússlandi á keisaratímanum. Þetta nota fram- takssamir menn sjer. Þeir koma fram með uppgötvanir, sem gerðar voru fyrir löngu, en eru gleymdar í Rússlandi, og telja sig hugvits- mennina. Jeg þekki dæmi þess, að byggingameistari fekk ógrynni f jár fyrir að finna upp nýtt byggingar- efni, en það hafði verið notað á Vesturlöndum áður en hann fædd- ist. Þannig er ástandið innan hins þraut-skipulagða socialistiska ríkis. Þar hefur bláköld reynslan orðið sú, að þegar á að kvía hyggjuvit og framtakssemi einstaklingsins, þá brjóta þeir sjálfir skörð og geil- ar í múrana. Engin lög eru nógu ströng, ekkert stjómarfyrirkonni- lag svo öflugt, að það geti haldið heilli þjóð í líkainlcguni og andleg- um viðjum. >W ^W >W >W* ^ Dómarinn sagði við verjanda: „Skýrið iiú ra;kilcga frá ölluni múla- vöxtum". „Ha, núna, eíLLr uð jeg lmíi kruí- ist sýknudóms?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.