Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 ddin^ranm otj pcídtar ÚT AF grein Sigurðar Daðasonar um fingrarím, hefir annar fingra- rímsfróður maður bent á, aðfingra- rím Jóns biskups Árnasonar nái í rauninni ekki nema til ársins 1900. íslendingar voru mjög leiknir í fingrarími meðán gamli stíll var í gildi. „En sem sá stíll var aí Kóngl. Majst. svo vel hjer sem annars stað- ar í Hans Majsts. ríkjum og lónd- um upp á boðinn, Ao 1700, fjell löndum vorum allur ketill í eld, svo færstir hafa síðan getað á fingr- unum upp fundið Neomenias og hátíða komurnar“ eins og' Jón bisk up segir í formála fyrir fingra- rímsbók sinni. Þess vegna breytti hann fingraríminu til samræmis við nýa stíl, en segir sjálfur svo um það, að tunglkomur og hátíðir sje ekki hægt að reikna út eftir því, „lengur enn út þetta og eftir- farandi Seculum, allt til þess Dat- um skrifast 1900, ef guð vill svo vera láta, úr því kann enginn að rjetta sig' eftir þeim Aurero Num- ero, sem stendur í rímstokknum“. Það hefði því þurft annan Jón Árnason til þess að laga fingrarím- ið frá seinustu aldamótum. 4/ ■ JLömjiiliaiiSai' °9 9 cdldralwer UM NOKKURT skeið hafa ýmsir fundið sjer það til dundurs að skrifa í Lesbók Mbl. um galdramál og löngu- hausa. Pistill sem birtist um þctta á gamlársdag er til eíni þess að jeg tek mjer penna í hönd og langar að skrifa nokkrar línur um þessi mál. í greininni er skýrt frá því að maður nokkur, Guð- mundur að nafni, frá Haga í Holtum, hafi fest tvo lönguhausa upp á prik i horlákshöfn, með þeim ummælum, að nú skyldi hvessa duglega (að því er mjer skilst). Var ekki að sökum að spyrja. Bátar þeir er á sjó voru heldust þar ekki við, en komust þó heilu og höldnu á land. Þá er sagt frá því, að' Guðmundur þessi hafi átt kver sem í voru tákn og galdrastaíir. Guðmundur sá, er hjer um ræðir, var Sigurðsson, fæddur að Húsgarði í Landssveit 27. júní 1851, bjó lengi í Haga og siðan í Mykjunesi og dvaldist þar síðan til dauðadags, 15. ágúst 1941. l»að fer ekki hjá því að jeg hafi þekkt þennan mann nokkuð. Jeg var 23. ára er hann dó og allan þann tíma höfð- um við verið samvistum, fyrst sitt í hvorum bæ, en síðar undir sama þaki, eftir að hann brá búi 1924. Oft hefi jeg heyrt minpst á þetta lönguhausa- mál, en aldrei trúað því í þcirri mynd, sem gefið er í skyn að það hafi verið, til þess þekkti jeg Guðmund of vel. Jeg held mjer sje óhætt að fullyrða, að hann hafi ekki trúað því sjálfur a'ð hægt væri að framleiða gemingaveður með lönguhausum. Svo þó einhverjir hafi verið í Þorlákshöfn, sem tryðu að slikt væri hægt, þá hefir hann ekki verið í þeirra hópi. Og trúlegt þykir mjer, hafi hann á annað borð sett upp þessa hausa, hafi það verið gert í þeim eina tilgangi að erta auðtrúa sálir, sem voru langt á eftir honum í hugsun. Á galdrakverið hefi jcg ekki heyrt minnst áður. En dóttir hans, sem á heima í Reykja- vík, hefir sagt mjer, að hann hafi átt fornfálega bók í svörtu bandi með fornu letri. Minnir hana að þetta hafi verið Sturlunga. Hafði Guðmundur þessa bók með sjer í verið á hverjum vetri. En eitt vorið liafði hann farg- að hcnni og kom hcim aftur með gam- alt handrit, sem hún veit ekki hvað um hefir orðið'. Guðmundui' var emlægtu' trúmaður og las mikið. Greindur var hann og fylgdist vel með öllu utanlands og inn- an, eftir því sem föng voru á. Mikið kunni hann af gömlum sögnum og kvæðum og þykir mjer ekki ósenni- legt að rnargt af því sjc nú glatað með öllu. Mjer er minnisstæður svonefndur Jökulgilsbragur, sem hann fór oft með ug lííó þá einatt dátt að. Efni brags- ins er á þá leið, að eitt sinn er verið var að safna Jökulgil á Landmanna- afrjetti dulbjó sig einn leitarmanna og ]jek útilegumann, til að leika á ann- an, sem mun hafa þrúað að hjer væri blákaldur veruleikinn á ferðinni. Átt- ust þeir svo nokkuð við og um alla þá viðureign er bragurinn. Jeg man að hann sagði að mikið hefði maðurinn verið einfaldur að halda að þetta hefði verið útilegumaður. Ef til viil er hjer að finna skýringuna á lönguhausamál- inu, einmitt þá, áð hann hafi þar gengt sama hlutverkinu og útilegu- maðurinn í Jökulgilinu, að skjóta þeim skelk í bringu, sem auðtrúa voru og einfaldir. Hinn illi tilgangur í þessum leik þykir mjer jafn ótrúlegur og það að Ögmundur í Auraseli hafi breytt farvegi vatna með gráuni fressketti og gráu ullarreyfi. Þannig kunna ýmis smá atvik að vera álitin galdrar eftir fá ár eða tugi ára. Þeir sem hafa gam- an af að skrásetja galdrasögur ættu að biða með að birta þær á meðan viðkomandi persónur eru fjölda fólks í fersku minni — og mörgum að góðu einu. Við ættum að venja okkur af bví Is- lendingar, að ætla náunganum illt að órannsökuðu máli og skrásetja þann- ig sögur, að gera samferðamenn vora verri en ástæða er til. Magnús Guðmundsson Mykjunesi. ^ ^ ^ ^ ^ ÞAÐ átti að undirrita tollasamning milli Bandaríkjanna og Noregs. Fyrir hónd Bandaríkjanna átti James E. Webb að skrifa undir og norski sendi- herrann Wilhelm Munthc de Morgen- stjernc fyrir hönd Noregs. Fjöldi virð- ingamanna var kominn t.il þess að vera við þessa hátiðlegu athöfn og Sex ]jós- myndarar stóðu þar alt, um kring. . Morgenstjerne valdi sjer fallegan penna, sem lá á borðinu og byrjaði að draga til síns langa nafns. Alt í einu lagði hann frá sjer pennann og sagði: — Jeg get ekki undirskrifað þemian samning. — Hvers vegna? hrópaði einhver. — Vantar blek, sagði Morgenstjerne.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.