Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Qupperneq 16
220 LtSBÓK MORGUNBLAÐSINS Þjóðleikhúsið verður vígt á sumardaginn fyrsta. Og til heiðurs við minningu Indriða Einarssonar verður þá Nýársnóttin leikin. Hjer á myndinni sjest áhorfendasvæðið í Þjóðleikhúsinu. Skálholtskirkja. Þann 24. maí (1650) ljet biskupinn Brynjólfur Sveinsson reisa annan hlið- vegg Skálholtskirkju, en hinn 27. maí, með miklum mannmúga, því þau trje, sem til þeirra stöpla höfð voru, sýndust næsta óviðráðanleg; sjerdeilis þótti það óliklegt, að þau mundu flutt og dregin verða svo langan veg, sunnan af Eyr- arbakka, án sjerlegs umbúnings. Þá var öll hákirkjan reist það sumar, bæði að undirgrind og yfirrisi og upp frá bit- um súðað á sperrur að nokkru leyti, en fyrir neðan bita byrgt fyrir um vet- urinn með borðvið (Fitjaannáll). Mikið manntjón. Þann 8. mars (1700) föstudaginn seinastan í góu, snemma dags, kom úr góðu veðri hastarlegt og hræðilegt stormviðri af útsuðri með öskufjúki, svo engri skepnu mátti vært segjast utan húsa. Varð þá mikill mannskaði suður um Nes. Skiptapar 3 í Grinda- vík: tveir áttæringar og einn sexær- ingur, druknuðu 26 menn; fjórði átt- æringurinn brotnaði þar í lendingu, komust af menn allir nema kaupmanns -pilturinn, er þar var á. Tveir skiptapar á Stafnesi, tíæringur og sexmanna fars, druknuðu 18 menn. Tvo menn tók út af áttæringi frá Býaskerjum. Báts- tapi í Garði, druknuðu 2 menn, í Leiru 2, sinn af hvoru skipi. 3 bátstapar á Vatnsleysuströnd, druknuðu 6 menn. 7 bátstapar í Hraunum og á Álftanesi, druknuðu 14 menn. 12 skiptapar á Sel- tjarnarnesi, 9 sexmannafara og 3 tveggjamannafara, druknuðu 43 menn. 3 skiptapar fyrir Jökli, druknuðu 22 menn. Fórust svo 'alls í þeim eina byl 136 menn. Eigi varði þetta veður mikið yfir eykt. Alls dóu þennan vetur á sjó hjerlendir menn 153. (Vallaannáll). — Samkvæmt Hestsannál fórust einnig 136 menn á góuþrælinn 1685. Mestu tekjur 1887. Samkvæmt skattskrá Reykjavíkur 1888 voru mestu tekjur hjer í bænum árið áður eins og hjer segir: Fischers- verslun20.000 kr., Brydesverslun 18.000, Thomsensverslun 19.600, Geir Zoega 16.250, Jón O. V. Jónsson kaupmaður 20.000, Knudtzonsverslun 17.000, Krú- ger lyfsali 10.000, Magnús Stephensen landshöfðingi 12.465, Pjetur Pjetursson biskup 10.100, Isafoldarprentsmiðja 9.000, Bernhöft bakari 9.000, Matthías Johannessen kaupm., 9.500, Steingr. Johnsen kaupm., 9.500, amtmaður 6.774, dómkirkjuprestur 4386, yfirdómsforseti 6.986, rektor 4.700, yíirdómari 5.261, póstmeistari 4,750, landlæknir 5.000. Úr íslands minni. Ei fjöldinn manna, virki vönd vors er stoðin lands, en eins er betri hlekklaus hönd og hjarta ens frjálsa manns, en þúsund þræla fans, sem ánauð keyrðir fyrir vonsku vega. STGR. THORST.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.