Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 1
15 tölublað. Sunnudagur 23. apríl 1950. XXV. árgangur. Athuganir Jóns Eyþórssonar á veðurfarsbreytingu síðustu ára UNDANFARNA áratugi hefur veðr •áttan hlýnað hjer á landi. Jöklar hafa minkað, skrröjöklar stytst, fannir, sem voru í fjöllunum ó- breyttar ár eftir ár, hafa minkað eða horfið. Grasgeirar, sem teygja sig upp eftir fjallahlíðunum, hafa teygt sig hærra en áður. Þetta er ekkert einstakt fyrirbrigði hjer á landi. Veðráttan he,fur hlýnað í heiminum yfirleitt, það er að segja, einkum þegar til heimskautanna dregur, í kuldabeltunum eða í tempruðu beltunum norðanverð- um. Veðurfræðingar og aðrir vís- indamenn hafa brotið heilann um það, hvaða orsakir lægju til þessa, og þeir hafa komist að þeirri niður- stöðu, að hitamagnið, sem geislar írá sólinni niður til jarðarinnar, sje ekki meira en það áður var, heldur stafi hin auknu hlýindi í kaldari löndunum af því, að meira streym- ír af heitu lofti frá hitabeltinu og heittempruðu beltunum til norðurs og suðurs inn yfir hin kaldari lönd. Það gefur að skilja að í landi eins og íslandi, eða löndum yfirleitt með svipuðu veðráttufari og hjer er. geta tiltölulega litlar hitabreyt- ingar valdið miklu um gróðurfar og lífsskilyrðin yfirleitt. Við erum svo nálægt því að vera á ysta þremi hins byggilega heims. En enda þótt við finnum og sjáum það fyrir okk- ur, að veðráttan er yfirleitt hlýrri á síðustu árum heldur en hún áður var, þá geta menn ekki gert sjer grein fyrir, hversu breytingin er mikil, nema með því að rannsaka veðurathuganirnar og sjá það tölu- lega, hvernig veðráttan eða lofts- lagið hefur breyst. Rannsóknir Jóns Eyþórssonar. Á síðustu árum hefur Jón Ey- þórsson, veðurfræðingur, lagt í það mikla vinnu að reikna út, hve miklu nemi veðurfarsbreytingin hjer á landi. Hefur hann skrifað um það mjög fróðlega ritgerð í afmæl- isrit sænska vísindamannsins Hans W. Ahlmanns. Próf. Ahlmann er meðal kunnustu íslandsvina í Sví- þjóð. Hann er og einn með fræg- ustu landfræðingum Svía. Hann hefur oftar en einu sinni komið hingað til íslands, en frægust er rannsóknarför hans til Vatnajökuls árið 1939. Jón Eyþórsson og Sigurð- ur Þórarinsson tóku þátt í þessari ferð. Ahlmann prófessor átti sextugs- i = Jón Eyþórsson afmæli á síðastliðnu hausti. í því tilefni var gefið út allmikið afmæl- isrit, þar sem ýmsir kunnir náttúru- fræðingar birtu greinar um ýihis- konar landfræðileg efni. Þar birtí Jón Eyþórsson niðurstöður af ránn- sóknum sínum á veðurathugunum, sem gerðar hafa verið hjer á landi frá fyrstu tíð. Eftir að bókin korh út, hjelt hann fyrirlestur í vísinda- fjelaginu íslenska um þessa út- reikninga og yfirlitsskýrslu sína. Nokkru síðar flutti hann fyrirlest- ur um sama efni í Náttúrufræði-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.