Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 land gætu gert slíkar mælingar. Allmargir munu hafa byrjað á þess- um veðurathugunum, en entust þetta eitt eða tvö ár og gáfust þá upp, nema Thorlacius umboðsmað- ur. Hann hjelt athugunum sínum áfram í full 50 ár og lengst af alveg upp á eigin spýtur. En eftir að Árni Thorlacius fell frá, tók Ólafur, son- ur hans, við veðurathuganastarfinu og síðan ekkja hans, frú Anna. Það er þeim þremur að þakka, að til eru nú rúmlega 100 ára athuganir á þessum eina stað. Frá árinu 1845 og fram til ársins 1919 eða nær því 75 ár hafði sama fjölskyldan í Stykk- íshólmi þessi störf með höndum. Athuganir Árna Thorlaciusar voru gerðar af stakri vandvirkni. Auknar veðurathugaiúr frá 1874. Veðurstofan danska var stofnuð árið 1870. En veðurathuganir þar í landi höfðu áður verið aðallega undir stjórn vísindafjelagsins. Árið 1874 byrja nokkrar stöðvar aðrar hjer á landi auk Stykkishólms, fvr- ir forgöngu veðurstofunnar dönsku svo sem Teigarhorn, Djúpivogur og Grímsey. — Nokkru seinna komu Möðruvellir í Hörgárdal til sögunn- ar og þá nokkru síðar Akureyri. — Veðurstofan danska kom líka á fót veðurathugunum í Vestmannaeyj- um 1880, og sama árið hjer í Reykja -vík, en þá höfðu um skeið verið gerðar veðurathuganir í Latínu- skólanum. Hef jeg í höndum veður- bók frá árunum 1871—79 frá Jóni Árnasyni, skólaumsjónarmanni. — Gerði hann veðurathuganir sínar á vegum danska vísindafjelagsins. Þær athuganir hafa ekki verið birt- ar, en Gunnlaugur heitinn Claessen yfirlæknir gaf mjer þessa veður- bók. Hefur hann sjálfsagt fengið hana úr dánarbúi tengdaíöður síns, Björns Jenssonar, en hann háfði veðurathuganir á liendi um alhnörg ár, mun hafa tekið við þeim af Jóni. Jöklaraunsóknir byrja hjer á landi. Tilefnið til þess að jeg fór að gera ítarlegar rannsóknir á veður- breytingunum, var það, að mjer Ijek hugur á að fá samanburð á veðurfarsbreytingunum hjer og í nágrannalöndunum, en þar hafa verið gerðar víðtækar rannsóknir á hitabreytingum síðustu áratugina. Jeg byrjaði athuganir mínar á jökl- iim hjer á landi árið 1930 og vildi reyna að komast að raun um, hve- nær jöklarnir hefði farið að stytt- ast fyrir alvöru, en þeir höfðu far- ið ört minkandi síðustu tuttugu árin. En til þess að gera útreikninga mína ekki allt of erfiða og vi'ða- mikla, hef jeg valið mjer fáar stöðvar til samanburðar, aðallega að sjálfsögðu þær, sem eru með þeim helstu, og þá fyrst og fremst Stykkishólm, síðan Reykjavík, Vest -mannaeyar, Teigarhorn og Gríms- ey eins langt aftur í tímann og at- huganir eru fyrir hendi. Auk þess hef jeg tekið samanburð frá nokkr- um fleiri stöðum. Loftslag er altaf að hlýna. Samanburður sá, sem jeg hef gert á loftslaginu, er í stuttu máli gerð- ur þannig, að meðalhitinn er reikn- aður út fyrir tímabilið frá árinu 1901 til 1930. Er það meðaltal notað sem mælikvarði á hita viðkomandi staðar. Síðan er meðalhiti annara ára eða mánaða borinn saman við þetta tímabil. Kemur þá í ljós, að ekkert 30 ára tímabil fyrir síðustu eldamót, sem við náum til með veður.athuganir, hefur verið eins hlýtt og tímabilið 1901—1930. Þó munar þetta ekki miklu. Tímabilin eru látin grípa hvert inn í annað. Sje hinsvegar tímabilið frá 1930— 1949 borið á sama hátt saman við meðaltalshitann frá 1901—1930, þá kemur í Ijós, að þetta tímabil hefur verið verulega hlýrra. (Sjá línu- rit 1). Línurit hitabreytinganna eru reiknuð með því að taka sífelt 30 ára meðaltölu, eða meðalhita 30 ára. Fyrsta athuganaárið í Stykk- ishólmi er t. d. árið 1846. Er þá tekinn meðalhiti frá 1846—75. — Næsti meðalhiti frá 1847—76 og síð- an frá 1847—77 og þannig koll af kolli alla leiðina til áranna 1919— 1948. Lengra verður ekki komisl til þess að nota 30 ára tímabil. Þannig táknar hver punktur á þess- um línuritum 30 ára meðaltal. Þeg- ar við athugum þau, þá berum við því ekki saman einstök ár, heldur eingöngu 30 ára tímabil. En með því móti jafnast óv'enjulega hlý eða óvenjulega köld ár, svo að saman- burðurinn verður skýrari og á- byggilegri. Nú er málshiti eða meðalhiti Stykkishólms á árunum 1901—1930 3,4 stig og árshitinn 1919—1948 4,2 stig, eða hitinn er orðinn 0,8 stig- um hærri síðara tímabilið. — Ef við tökum tímabilið 1856—85 þá hefur meðalhiti í Stykkishólmi ekki verið nema 2,7 stig, eða 1,5 stigum lægri en síðasta 30 ára tímabilið. Svona yfirlit geta menn lesið úr þessu línuriti og sjeð á augabragði, hvernig hlýindin hafa aukist hlut- fallslega mjög svipað á öllum þeim veðurathugunarstöðvum, sem tekn- ar eru. Á línuritinu sjest, hvernig lín- urnar sífelt hækka, eftir því sem lengra kemur fram, en þó sjerstak- lega síðustu áratugina. Línuritið frá Vestmannaeyjum er dálítið frá- brugðið hinum, en það kemur til af því, að í fyrstu virtist, að um enga hitaaukningu hefði þar verið að ræða, en við nánari athugun kom það í ljós, að veðurathuganir voru fluttar frá kaupstaðnum í september 1941 og suður í Stór- höfða. Þetta raskaði samanburðin- um, en þegar athuganirnar voru leiðrjettar eftir því fráviki, sem þessi flutningur skapuði, þá var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.