Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 6
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rússneskir vísindamenn telja, að hafís hafi tekið að minka í Kara- hafi og Barentshafi um og eftir 1920, siglingar hafi smám saman orðið auðveldari á þessum slóðum flest árin, og árið 1940 var íslaust við alla norðurströnd Rússlands og Síberíu frá ágústlokum til septem- berloka. Samkvæmt flugmyndum, sem ár- lega hafa verið teknar af hafís- breiðunum norður af Rússlandi og Síberíu að sumrinu, hefur verið reiknað út, að hafíssvæðið norður af þessum löndum hafi minkað um 1 milljón flatarkm. frá 1924—1944. Þykt lagnaðarísa á Norðurskauts- hafinu mældist 365 cm., þegar Frið- þjófur Nansen var þar með Fram á árunum 1893—96, en 1937—40 mældist þyktin aðeins 218 cm., er rússneski ísbrjóturinn „Sedov“ var á reki á svipuðum slóðum og Fram. Takmörk freðjarðar í Síberíu hafa færst norður á bóginn um marga tugi km. á síðustu áratugum. Rreytingar á gróðri og dýralífi. Því er haldið fram, að hitabreyt- ingin komi greinilega í ljós nú þeg- ar í gróðri og dýralífi á Norður- löndum. Skógartakmörk hafa hækk -að í fjöllum. Fræárum hefur fjölg- að á Finnmörk. Árshringar í trjám hafa þyknað. Gamlir varðeldakest- ir, sem sums staðar eru enn við lýði í Noregi og jafnan voru settir svo hátt til fjalla, að skógur skvgði ekki á bálið, ef ófrið bar að hönd- um, eru nú umkringdir nýsprottn- um furutrjám. Hefur hitasveiflan náð hámarki? Nú er von að menn spyrji: Hvers konar breytingar eru hjer að ger- ast? Er þetta varanleg breyting, sem veldur aldahvörfum, eða er hjer aðeins um tiltölulega skamma sveiflu í árferði að ræða? Líkur benda til, að hjer sje aðeins um ó- venjulega langa sveiflu að ræða, sem þegar hafi náð hámarki. sínu, og sje engan veginn sambærileg við hinar jarðsögulegu veðurfars- breytingar, svo sem ísaldarskeiðin, en hins vegar í ætt við veðurfars- sveiflur þær, er virðast hafa mark- að spor í menningu og í vaxtar- skilyrðum jurta og dýra, um það levti er Norðurlönd bygðust. Síðan ísöld lauk á Norðurlönd- um er talið, að liðnar sjeu um 100 aldir. Af þeim tíma hafa hitamæl- ingar aðeins verið gerðar í eina og hæsta lagi tvær aldir á fáeinum stöðum. Við sjáum því lítið aftur og eigi fram á þessu sviði. En þær hitamælingar, sem fyrir hendi eru, hafa bent til þess, að meðalhiti hjeldist að mestu óbreytt -ur á hverjum stað, þrátt fyrir mis- munandi árferði, — þangað til að núverandi hitasveifla hófst. En hún hefur orðið til þess að vekja geysi- miklar umræður um sögulegar veðráttubrevtingar og áhrif þeirra á þjóðlíf og sögu. Fyrri hitasveiflur. í frumsögu norrænna þjóða hafa áreiðanlega orðið fjórar miklar veðurfarssveiflur, sem markað hafa djúp spor í gróður og dýralíf á Norðurlöndum. Hin fyrsta hefst nokkru eftir ís- öld, er veðurfar verður svo hlýtt og þurt, að mýrar þorna og verða "kógi vaxnar. Þá hefst að líkindum landnám og eldri steinöld á Norð- urlöndum. Síðan hefst atlantiska tímabilið, nokkru kaldara og mun votviðra- samara en áður var. Þá kafnar trjá- gróður á mýrlendi sakir vætu, en eftir sitja trjárætur og fauskar und- ir mosa og mýrasverði. Þá hefst yngri steinöld. Á þriðja skeiðinu, hinu subbor- eala, er stendur frá því um 3500— 1000 f. Krists burð, verður lofts- lagið mun þurrara, svo að trjá- gróður myndast aftur á mýrlendi, einkum barrtrje. Þá hefst bronsöld um miðbik tímabilsins. Loks hefst subatlantiska tímabil- ið um 1000 árum fyrir Krists burð og um líkt leyti eða nokkru síðar járnöld í menningu Norðurlanda- búa. Þá verður veðurfar nokkru kald- ara og mun rakara en áður hafði verið. Trjágróður hverfur af mýr- lendi og lætur eftir sig annað lag af rótarhnyðjum og fauskum í mó- mýrum, en ofan á safnast sem fyr mosar og grassvörður. Eftir að subatlantiska tímabilið hófst er að minsta kosti ekki hægt að finna stórfeldar breytingar í gróðri mómýranna, og má því æíla með almikilli vissu, að engar sveifl- ur hafi orðið í veðurfari, er jafu- ist á við breytingu þá, er varð fyrir h. u. b. 3000 árum. Veðráitan hefur áhrif á menninguna. Hins vegar hefur árferði verið upp og ofan, og margir álíta, að stundum hafi heilar aldir komið svo hagstæðar eða óhagstæðar, að þær hafi markað spor í menningu og þjóðlíf Norðurlanda. Einkum hefur því verið haldið fram, að veðurfar hafi verið sjer- lega hagstætt á víkingaöldinni, og hafi það hleypt slíkum vígahug í Norðurlandabúa, að frægt er orðið. Aðrir hafa svarað því til, að eins mætti varpa því fram, að forfeður okkar hefðu lagst í víking til þess að afla sjer lífsnauðsynja, af því að þröngt væri í búi heima fyrir og árferði erfitt. Eitt atriði er þó, sem bendir til þess, að árferði hafi verið óvenju gott og lítill snjór í fjöllum Nor- egs í upphafi víkingaaldar. Fundist hafa hin síðustu ár fornar örvar til fjalla þar í landi, og ætla fræði- menn að þær sjeu frá því um 400—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.