Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 *UiÉ fíoááinn Af berginu fossinn byltist í gljúfrið niður, blikar löðrið er kvöldroðinn gilið fyllir. fm hljóða jörð ríkir hásumar nætur friður, hnigandi röðull klettaborgina gvllir. Áin rennur áfram með þungum straumi, undir fótum mjer hamrarnir köldu titra. Horfi jeg þöguli og heillaður sem í draumi hvernig regnbogans litir í vatninu glitra. Af titrandi brúninni stari jeg hálfvegis hræddur, með hrollkenndri lotning og gleymi rúmi og tima. Nú finn jeg best hve máttvana maður er fæddur og megnar lítið við náttúruöflin að glíma. 1 helkulda vetrarins sumarsins blómjurtir sölna og svo eru örlög þess manns, sem er breytingum háður, vinirnir bregðast og fegurstu rósimar fölna, falla í gleymsku þau loforð sem veittust oss áður. En fossinn gamli fram af brúninni stekkur og fæst ekki um þótt breytingum annað taki, kveður hann ljóð um kletta, hiíðar og brekkur og kannske um það er sá hann að f jalLabaki. SVERRIR HARALDSSON. 600 e. Kr. Örvarnar eru svo vel haldnar, ófúin sköftin og jafnvel stýrifjaðrir, að þær hljóta að hafa legið í snjó því nær allar þessar aldir og því ekki fundist fyr en fannir leysti í yfirstandandi hlý- viðristímabili. Vitanlega hafa veiðimenn týnt örvum þessum, og sums staðar hafa þær legið með hreindýrabeinum, er bendir til þess, að sært dýr hafi hlaupið með þær og gengið bog- manninum úr greipum. Slíkur forn- leifafundur gefur vissulega tilefni til margra heilabrota. Veðráttusveiflur lijer á landi. Ein er sú skoðun, sem jeg vil drepa á, af því að hún snertir okk- ur sjerstaklega og hefur verið dreg- in fram í sambandi við það efni, sem jeg hef rætt hjer, en það er tilgátan um, að loftslag hafi versn- að stórum hjer á landi og á Norður- löndum á 13. öld, og hafi það leitt til efnahagslegrar og stjórnarfars- legrar hnignunar í þessum lönd- um. Um þetta hefur verið geysimikið ritað og harðlega deilt. Jeg sje mjer ekki fært að taka upp rökin með og móti þessari tilgátu. Það yrði of langt mál. En jeg skal þegar taka það fram, að mjer virðast flest rök- in, sem færð hafa verið fram til stuðnings þessari tilgátu næsta haldlítil. Bæði Þorvaldur Thorodd- sen og Friðþjófur Nansen höfnuðu þessari skoðun, en hinir munu þó vera öllu fleiri, sem hallast að henni. í grein, sem jeg skrifaði í Skírni 1926 er þetta mál rakið allítarlega, og verð jeg að leyfa mjer að vísa til þess, og síðan hefur ekkert kom- ið fram, svo jeg viti, sem breytir skoðun minni á þessu atriði. Hitt tel jeg víst, að veðurfar hafi tekið sveiflu niður á við — eða versnað á tímabili, síðan landið byggðist. En það tímabil hefst að mínu áliti ekki fyr en á 17. öld og stendur síðan með ýmsum smá- sveiflum, vondum og góðum árum á víxl, fram um síðustu aldamót og mjer er næst skapi að segja fram um 1920. íW HREINSKILNI Söngkonan Ernestine Schumann- Heink var bæði stór og feit. Og hún var ákaflega geðgóð og kipti sjer ekki upp við neitt. Einu sinni átti hún að syngja í Detroit, en þar voru húsa- kynni þannig að hún varð að ganga þar um, sem hljómsveitin hafði bæki- stöð sína og smeygja sjer á milli nótna grindanna. Þarna var svo þröngt að hún íeldi niður nokkrar nótnagrindur og blöðin fuku sem skæðadrífa í allar áttir. — Uss, frú, hvíslaði hljómsveitar- stjórinn, farið þjer hægt og rennið yð- ur á rönd. Frúm leit yfir þann glundroða, sem hún hafði valdið, og ypti sínum feitu öxlum. Svo varð henni iitið á áhorf- endur, sem sátu agndofa út af þessu. Þá rjetti hún upp hendina og sagði hátt: — Herra trúr, það er engin rönd á mjer!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.