Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 8
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS OGÆFUSOM KOIMUNGSÆTT 1 FIMM löng ár hefur Leopold Belgiukonungur ekki fengið að koma heim til rikis sins. Mörgum sinnum hefur verið skorað a hann að afsala s-jer konungdomi í hendur Baudoin syni sinum og Astríðar drotningar. Þdö hefur hann ckki viljað. Honum finst hann hafa orðið fyrir hróp- legu ranglæti og eiga uppreist snilið. Þjoð hans er klofin. Sumir vilja fá hann heim aftur, aðrir hota þvi að hann skuli ekki langlifur verða, ef hann kemur heim sem konungur. hjöðinni er hætta búin af þessari óeiningu, hvernig sem úr rætist. Eu sumir segja að ógæfa hinnar belg- isku konungsættar ætli svo scm ckki að verða cndaslepp, og kenna bcnni um alt þetta. LEOPOLD I Belgíukonungur var af þýskum ættum. Hann var prins af Sachsen-Coburg-Saalfeld og frændi Viktoríu Englandsdrotningar. Hann var glæsimenni hið mesta og gáfu- maður og þótti vel til höfðingja fallinn. Árið 1816 giftist hann Char- lotte dóttur Viktoríu drotningar, en misti hana árið eftir af barnsförum. Upp frá því varð hann allur annar maður. Hann varð þunglyndur og mannfælinn. Árið 1830 var honum boðin kon- ungstign í Grikklandi, en hann hafnaði þvi boði. Árið eftir var honum svo -boðin konungstign í Belgíu og það þáði hann. 1832 gift- ist hann öðru sinni og gekk nú að eiga dóttur Louis Philips Frakka- konungs. Dóttir þeirra, Charlotta giftist Maximilian, sem varð kcis- ari í Mexiko 1864. Eftir tvö ár hrundi keisaraveldið, og upp úr því varð Charlotta geðveik og var iok- uð inni í höll í Belgíu það sem eftir var ævinnar. Seinni konu sína misti Leopold líka og hann andaðist raunamæddur og saddur lífdaga. Sonur hans, Leopold II., sem nú kom til ríkis, var honum mjög óiík- ur Hann var ævintýramaður og gróðabrallsmaður. Gengu margar sögur um gróðafíkn hans og ósæmi- lega lifnaðarháttu. Líkaði Belgum það illa. Leopold studdi rannsóknaferðir Stanleys í Afríku og hafði það uop úr því að hann fekk Kongo viður- kent, sem sjerstakt ríki og sjálfan sig sem konung yfir því. Notaði hann svo óspart auðlindir landsins til þess að auða sjálfan sig, og fóru af því hinar hryllilegustu sögur hvernig farið var með Svertingjana í nafni lians. Honum tókst að gera sig s\’o illrænidan fyrir gróðabrall sitt, að hann gat ekki einu sinni þvegið mannorð sitt hreint nieð því að gefa belgiska ríkinu Kongo. Eigi voru heldur fallegar þær sögur, er gengu af kvennamálUm Lcopolds. Hann var kvæntur Maríu HeníiettU .prinsessu aí Áustumki, ea forsmaði hana og lifði í gjahíi Leopold II. með ljettlætisdrósum í Paris. Kvað svo ramt að því, að Parísarblöðin, sem ekki láta sjer alt fyrir brjósti brenna hneyksluðust á framferði hans, og í háðblöðum og revíum var honum ekki hlíft. Pau Leopold og kona hans eign- uðust þrjár dætur sem upp komust. L&cpcld L Alfcert L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.