Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBL ívÐSINS 229 Ástríður drotning með tvö elstu börn sin, Charlotte prinsessu og Bandoiu ríkis- erl'ingja. Sú elsta hjet Louisa. Hún var gefin Filip hertoga af Sachsen, en hljópst á brott frá honum með ítölskum málara, sem var 25 árum yngri en hún. Vakti það reginhneyksli um alla álfuna. Þau giftust og Louise fór í mál við föður sinn út af arfi sínum og varð það til þess að henni var algjörlega útskúfað. Seinast komst hún í örbirgð og andaðist ein og yfirgefin í belgisku matsöluhúsi. Næstelsta dóttirin, Stephania, giftist Rudolph prinsi, ríkiserfingja í Austurríki, en árið 1889 framdi hann sjálfsmorð ásamt ástmey sinni, Vetsera barónessu, í Mayer- hng höllinni. Yngstu dóttur sína hataði Leo- pold frá fæðingu, vegna þess að hún skyldi ekki vera drengur. Hún hjet Clementine. Og til þess að refsa henni fyrir þetta, lagði hann blátt bann við því að hún giftist. Hún var orðin 42 ára þegar faðir hennar dó, en þá giftist hún þó að lokum. Söguleg varð útför Leopolds og sást þá best hvað þjóðinni hafði verið illa við hann. Hundruð þús- Lsrpcld fll. unda fólks hafði safnast saman á þeim götum, er líkfylgdin fór um. og þar var dreift út níðritum um hinn látna konung. Seinast varð íólkið svo æst, að það hratt varð- liðinu frá og ruddist fram á göt- una og stöðvaði likfylgdina. Þóttf það óheyrt hneyksli og vakti mikið skraf um allan heim. Leopold hafði eignast einn son, en hann dó tíu ára gamall. Og þeg- ar honum þótti útsjeð um það að hann mundi eignast ríkiserfingja, tók hann til fósturs Baudoin bróð- urson sinn og átti hann að taka við ríkinu þegar Leopold felli frá. Baudoin var fjörkálfur hinn mesti, en alt í einu kom fregn tun það að hann hefði dáið úr lungnabólgu. En það kvisaðist fljótt, að svo mundi ekki hafa verið, heldur hefði hann verið drepinn í einvígi út af stúlku. Þá varð Albert, yngri bróðir hans, ríkiserfingi, cn honum var það þvert um geð. Hann Vantreysti sjálfuni sjer og vildi ekki eiga ból uppi a hefðar-jökultindi. Hann var þo krýndur konungur 34 ^ra gam- aii. Ríkisstjórnin fór honum svo úr hendi að hann varð ástsæll rnsðal þjóðar sinnar. En ógæfan skall yíir þegar Þjóðverjar ruddust með ó- friði inn í Belgíu 1914. í fjögui' ár var hann landflótta, og þótt hann kæmist heim aftur, var hann niður brotinn sáiarlega., Seinustu ár sín var hann mjög ómannblendinn og vildi helst fara einförum. Á vetr- um fór hann til Sviss að stunda fjailgöngur og skíðaíþrótt. Var sem þeð væri hans eina yndi. Svo var það í febrúar 1934 að hann gekk á hátt fjall í Ardennafjöllum og var einn. Hann kom ekki aftur. Seinna fanst lik lians í gljúírum nokkrum. Hanti hafði hrapað — sumir sögðu að hann hefði hrapað með vilja. Þá kom til ríkis sonur hans Leo- pold III. Hann var kvæntur 3rnd’ islegri sænskri prinsessu, Áslnði dóttur Carls prins í Stokkhólmi. Hún varð þegar mjög vrnsæl í Belgíu. Þau eignuðust tvo drengi og alt virtist leika í lyndi. Eti hún íörst í bílslysi hja Vierwaldstatter vatni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.