Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 Tfr 'fT £5 EFNISHYGGJA OG SÁLHYGGJA SÍÐAN kappræðurnar fóru fram í Stúdentafjelaginu um „Trú og vís- indi“, hefir mikið verið um þau efni talað manna á meðal. Flestum mun finnast það villandi að tala um trú og vísindi sem andstæður nú á dögum, því að hvort tveggja hugtakið er svo vítt, að það bindur hitt í sjer. Vísindin komast ekki af án trúar, og trúin kemst ekki af án vís- inda. Deilan var því heldur ekki um þetta, heldur um efnishyggju og sálhyggju. Og sem þáttur i þeim umræðum birtist hjer álit tveggja vísindamanna, og er annar þeirra að minsta kosti heimsfrægur. I. Á þessari öld höfum vjer heyrt mikið um það talað, að vísindin hafi eytt allskonar hindurvitnum trúarinnar og hjátrú, en ef vel er að gætt þá er hjátrú og hindurvitni ekki eingöngu bundin við trúar- brögð. Það á alveg eins við um vís- indamenskuna. Hvað er hjátrú? Það er trú, sem bygð er á röngum forsendum, maður gæti líka skýrt það þannig, að það sje röng túlkun á sannleikanum. Og þá er það ljóst, að vísindi 19. aldar voru bygð á hjátrú, því að þau miðuðust við það, að til væri ein örlítil agnar- ögn, sem nefndist atom, og henni yrði ekki deilt. En nú hefir henni verið deilt. Þessi ímyndaða frum- eind var aldrei til, og þess vegna var það ekki annað en hjátrú og hindurvitni að byggja vísindakerfi á tilveru hennar. Það væri freistandi að gera dálít- inn samanburð á efnishyggjunni og trúnni á andann til þess að sjá hvar fremur gætir hjátrúar og hindurvitna. Efnishyggjan er nú í rauninni ekki annað en „lífsvenja“ frá sálfræðilegu sjónarmiði, því að hún er ekki bygð á raunveruleika heldur ímyndun. Vísindamenn 19. aldar voru að mestu leyti efnis- hyggjumenn. Þá var alþýða manna að reyna að losa sig undan kenni- setningum kirkjunnar. Nú er al- þýðan komin á stig efnishyggjunn- ar, en vísindamennirnir, sem fremstir standa, hafa borið efnis- hyggjuna fýrir borð, vegna þess að hún getur ekki samrýmst þeim uppgötvunum, sem gerðar hafa verið á sviði andans. í flestum borgum er sleginn ó- sýnilegur töfrahringur um það svæði, er kallast getur hjarta þeirra, og innan þessa hrings eru lóðir um það bil helmingi dýrari en annars staðar og alt yfirleitt dýrara. Fjöldi manna, sem talar um hindurvitni trúarinnar, gehgst fúslega undir að greiða ævilangt skatt til þess að mega búa innan þessa töfrahrings. Þetta er talið eðlilegt og heilbrigt. Kunnugt er það, að þúsundir manna trúa í blindni á sumt af því, sem stendur á prenti. Skrumaug- lýsingar um vörur og skemtanir, er ekki annað en ein tegf'nd af hópsefjun. Þá er og kunnugt u ’erja tröllatrú þúsundir manna hafa á undralyfjum alskonar. Og ef vjer skygnumst víðar, þá sjáum vjer að flest af því, sem talið er gott og blessað í daglegu lífi, er bygt á hjátrú. Vjer sjáum einnig að efnis- hyggjan fordæmir ekki neina hjá- trú, ef hægt er að hafa hag af henni. Það er því efnishyggjan, en ekki trúin, sem*styður hjátrú og hindurvitni. Hvernig stendur á því, að efnis- hyggjan getur þrifist og dafnað jafnhliða því, að vísindin eru smám saman að uppgötva sannleik- ann? Það er vegna þess að það tekur langan tíma fyrir almenning að fella sig við nýar skoðanir. Fyr- ir fimmtíu árum heldu vísinda- menn því fram, að hjátrú væri alt, sem ekki bygðist á efnislegum grundvelli. Þessi trú hefir nú fest rætur meðal almennings. En í dag hafa, vísindin kollvarpað þessari kenningu. Hún fekk ekki staðist hinar nýu uppgötvanir um afstæði, kjarnorku, íleiðslurafmagn o. s. frv. — Það er nú eftir að vita hvort al- menningur þarf önnur 50 ár til þess að tileinka sjer hina nýu afstöðu vísindanna, en hún er tvímælalaust sú, að efnishyggjan byggist ekki á sönnum grundvelli. Vísindin stefna nú að því að rannsaka hina ósýnilegu náttúru. Árið 1929 gaf Sir Arthur Eddington út bók sína „Science and the Uns- sen World“ og kveður þar niður efnishyggjuna á vísindalegum grundvelli. Um sama leyti tók Sir James Jeans svo að segja í sama strenginn þar sem hann talar um sköpun heimsins sem árangur stór- kostlegrar hugsunar hins skapandi meistara, en sú kenning hefði ver- ið óhugsandi fyrir 50 árum. Alexis Carrel, sem nú starfar við Rocke- feller vísindastofnunina, segir hispurslaust í bók sinni „Man the Unknown”, að vjer þurfum ekki á efnislegum og vjelfræðilegum uppgötvunum að halda, að vjer höfum nú svo mikið af þeim að vjer ráðum ekki almennilega við þær, og að maðurinn verði nú að reyna að kynnast sjálfum sjer bet- ur og andlegum hæfileikum sínum. Hann segir að það sje meir en nóg til af vísindamönnum, en of lítið af afburðamönnum. Hann á þar sjálfsagt við það hve margir vísindamenn lifa á því að hagnýta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.