Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 235 AMERÍSKAR KlMNISÖGUR Lögfræðingur var sendur upp í Kentucky fjallabygð til þess að rannsaka þar morðmál og blóðsút- hellingar. Með honum fór skrif- ari, ungur maður frá Louisville. Vjer skulum til hægðarauka kalla hann Wilkins. Fyrsta sunnudagsmorguninn, sem hann var. þarna uppi í fjalla- bygðinni, fanst honum endilega að hann þurfa að raka sig. En hann hafði engin áhöld til þess og enginn rakari var þarna um slóðir. Seinast frjetti hann að svo að segja í næsta húsi væri gamall karl, sem stundum rakaði menn. Wilkins fór þangað og hitti þar gráskeggjaðan mann, góðlegan á svip og með blíð augu. Og hann var fús á að gera Wilkins þann greiða að raka hann. En um leið og Wilkins var sestur kom upp í honum löngunin til að skrafa og spyrja. — Það er ekki mikið um lög og reglu hjer, sagði hann fyrst. — Mjer er ókunnugt um það, sagði gamli maðurinn blíðlega. Hjer er allt með kyrrum kjörum núna. Hann eggjaði hnífinn nokkuð betur. — Þú verður þó að viðurkenna það, að hjer hefir verið framið hvert morðið á eftir öðru, sagði Wilkins — Viö köllum það ckki morð hjer um slóðir, sagði gamli maður- inn jafn bliðlega og áður. Við köll- um þaó vig. — En jeg kalla það nú morð, sagði Wilkins hranalega. Og ekki veit jeg hvað morð er, ef það er ekki morð að skjóta annan mann með köldu blóði úr launsálri. Hve- nasr var seinasti maðurinn veginn hjer, eins og þið kallið það? — Ó, það var nú í vikunni sem leið. — Hvar var hann drepinn? spurði Wilkins — Hjerna rjett fyrir framan dyrn ar, sagði gamli maðurinn og var auðheyrt að hann vildi taka upp annað hjal. Er skegghnífurinn sár? — Nei, hnífurinn er hárbeittur, sagði Wilkins. Mig langar til að vita nokkuð nánar um þetta sein- asta morð. Hver var vegandinn? Gamh maðurinn sneri egginni á hnífnum beint á barkakýlið á Wilkins og sagði með sömu hægð- inni: — Jeg var vegandinn. Og þá varð undarlegt hlje á sam- talinu. Það var uppskeruhátíð í Vermont og Swiíty, hinn alkunni dýfinga- maður var fenginn til að sýna þar listir sínar. Það var leikur Swifty, að hann gekk upp 90 feta háan stiga og stakk sjer beint á höfuð- ið úr efstu riminni. Hann flaug gegnum loftið í fallegum boga og hitti beint á dálítinn vatnsstamp, sem var lítið stærri en venjulegt baðker. Þar kom hann niður með miklum gusugangi, og fólkið horfði agndofa á þessa list. En þetta Ijek hann hvað eftir annað, þangað til einhver hrekkjalómur dró balann til hliðar. En það skeði ekki að þessu sinni, og fólkið var kátt þeg- ar það kom frá sýningunni. Nokkrir menn söfnuðust þá sam- an í. knæpunni, til þess að skegg- ræða um atburði dagsins, eins og vant var. Þarna var lygalaupur þorpsins og þarna sá sem efaðist um alt. Eí'tir nokkra stund sagði lyga- laupurirui: — Ekki get jeg neitað því, að Swifty er ágætur dýfingarmaður, en frændi minn var þó betri. Þá drundi í þeim efagjarna: — Jeg bjóst svo sem við ein- hverju slíku af þjer áður en dag- ur væri að kvöldi kominn. Hver var hann þessi frændi þinn? — Hann var nú hvorki meira nje minna en heimsmeistari í dýf- ingum, og það ættuð þið að láta ykkur nægja. — Og fyrir hvað fekk hann þá þennan heimsmeistaratitil, ef jeg mætti spyrja? ? — Það var nú æði margt, og þó var hann máske enn leiknari kafari. Jeg man eftir því að einu sinni veðjaði hann hundrað dollur- um um það að hann skyldi geta kafað milli Liverpool og New York. Sá efagjarni dæsti. — Heldurðu að þú fáir okkur til þess að trúa þessu og að hann hafi unnið veðmálið? — Nei, það dettur mjer ekki i hug. Jeg ætlaekki að skrökva neinu að ykkur. Þetta var eina veðmál- ið, sem frændi tapaði á ævi sinni. Hann viltist í kafinu og kom upp í Denver í Colorado. Dansmey nokkur, sem dansaði svo að segja alls nakin, var fengin tjl að sýna í einhverjum bæ í Nýa Englandi, þar sem fólk er íhalds- samara og siðavandara en annars staðar. Eftir sýningu komu allar helstu frúr hæarins saman til þess að ‘ala um þetta hneyksli, sem þær flestar kölluðu svo. En að lokum reis ein upp og sagði: — Jeg segi nú fyrir mitt leyti, að jeg hafði ákaflega gaman að sýningunni. Þetta er list og snild. En það segi jeg satt, að engin skyldi fara þangað með hrösulan karl- mann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.