Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23G ■ ■ . ■ i... — i i i Leikið á geitur. Ingólí^r Gíslason íæknir segir frá því í æskuminningum sínum, að á heimilíhu hafi verið um 20 geitur, og hafi þurft að gæta þeirra vel á meðan þær voru að eta, því að ef ein- hver þóttist órjetti beitt, rauk hún aí garðanum og rak hvast hornið af alefli í kviðinn á óvini sínum, svo að mag- állinn rifnaði og varð að loga beirri skepnu. „Einhver okkar hlaut því að standa á verði, meðan geiturnar voru að eta. Okkur leiddist þetta starf og íundum upp útbúnað til að hindra þær 5 að fara af garðanum. Með hæfilegu millibili negldum við t. d. 19 ólarlykkj- ur innan á garðabandið og aðrar til- svarandi beint fyrir neðan innan á garðastokkinn, höfðum svo 19 spýcur í kassa, og þegar geiturnar voru koninar á garðann, rendum við einni spýtu (loku) í hvert lykkjupar, bilið milli þeirra var ca. 9 þumlungar, svo langt var frá að nokkuð þrengdi að hálsiaum, en þær komust ekki af garðanum vegna löngu hornanna, gátu nú etið rólcgar og öruggar, þangað til við komum og tókum lokurnar burtu, en þær voru saddar. Lögðust þær þá og fóru að jórtra, sáttar hver við aðra og ánægðar n.eð lífið." (Læknisævi). Sigling Odds. Seint í nóvember 1888 lagði lítill bátur á stað frá ísafirði inn Djúp með póst. Veður var hið versta. Pósturinn var Oddur Kristinn Hálfdánarson og sat hann við stjórn. Jón bóndi í Ljár- skógum var með og segir hann svo frá, að mikil hafi verið ágjöf og sjórinn smáhækkað í bátnum, en sá, sem átti að ausa var svo sjóhræddur að hann gat sig ekki hreyft. „Sagði þá Oddur, að við skyldum ekki hafa áhyggjur út af austrinum, hann skyldi lækka í grey- ýtu við tækifæri. Jeg, sem var ókunn- ur allri sjómennsku, skildi ekki vel hvernig hann gæti ausið bátinn með aðra hönd á stýrissveif, en hina á seglinu. Lausn þeirrar gátu kom þó von bráðar, því að Oddur skipaði okk- ur alt í einu að breyta til um hagræð- ing seglanna og stýrði svo bátnum þannig upp í báruna, að hann helti úr sj^r meiri hluta austursins — og báð- urrr austurtrogunum um leið. Jeg hafði VETL’RINN er liðinn og liefur verið óvenjulega mildur. Klaki er farinn úr jörð fyrir nokkru, tún eru að byrja að grænka, blóm sprungin út í görðum og brum á trjám þrútnar dag frá degi og þess er skamt að biða að þau laufgist. Æskan vaknar snemma til þess að komast út í vorbliðuna. — Þessi drengnr gefur sjer naumast tíma til að klæða sig. Haim er kominn hálfklæddur út að glugga til að horfa og hlusta á skógarþrestina, sem syngja í trjánum úti fyrir. — Gleðilegt sumar. (Ljósm. IVIbl.: Ól. K. M.) aldrei sjeð þess háttar gert fyr, enda var jeg stórhrifinn af tilvikinu. Þessu lík var ferðin inn í Vigur. Hvirfilbyljir og ágjafir öðru hvoru, en Oddur helt bátnum sjólitlum með því að láta hann ausa sig sjálfan eftir þörfum". (Söguþ. landp.) Sigríður Bogadóttir kona Pjeturs biskups var ákaflega mikil garðyrkjukona og áttu þau ljóm- andi fallegan trjágarð sunnan við hús sitt. Var hann þar sem nú er Reykja- víkur Apotek. — Gamla biskupsfrúin vann ákaflega oft í garðinum sínum, og var sú saga sögð, að einu sinni hafi hún verið að vinna í garðinum, þegar biskupinn var að fara til messu á hvíta- sunnudaginn. Hitti hann þá einhvern af heimilisfólki sínu og bað um að skila til frúarinnar, að biskupinn kynni illa við það, að hún væri að vinna úti í garðinum á hvítasunnudaginn um há- messutímann. Þá er sagt að frúin hafi svárað: „Ekki veit jeg hvað biskupinn vill vera að skifta sjer af því, þótt ein- hver gömul kona í bænum sje að vinna í garðinum sínum á hvítasunnudag". (Lifað og leikið). Náflugur. 1751 sáust viða um Suðurlandið ílug- ur, líkar litlu fiðrildunum gráu (af hverjum ogsvo var óvenjulega mikið) utan þær voru langtum stærri og svo sem safranóttar að lit, með tveimur öngum fram úr höfðinu og sínum knappi á hvorum anganum, nefndar af sumum náflugur. Þær höfðu ogsvo áð- ur sjest fyrir mörgum árum liðnum. Nokkrir, sem skoðuðu og handljeku þær, sögðu þær hefði háft innan á vængjunum latneska bókstafi. (Ölfus- vatnsannáll).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.