Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Page 1
16. tölublað. Sunnudagur 30. apríl 1950. XXV. árgangur. Frjáls verklýðssamtök í frjálsu þjóðfjelagi í TILEFNI af hátíðisdegi verkalýðssamtakanna 1. maí, birtast hjer grein- ar og viðtöl við nokkra forustumenn samtakanna, þar sem þeir gera grein fyrir afstöðu sinni til vmissa mála er varða verkalýðssamtökin og þjóðina í heild. í MARGA áratugi hafa launþegar í flestum löndum heims haldið 1. maí hátíðlegan. Þennan dag hafa verkalýðssamtökin í lýðræðisríkj- unum borið fram óskir sínar og kröfur og minnt þjóðirnar á þýð- ingu starfa sinna og samtakamátt. Frjáls eða ófrjáls verkalýðssamtök. En því miður er ekki um frjáls verkalýðssamtök að ræða í mörg- um löndum heimsins. í þeim ríkjum, sem kommúnistar hafa brotist til valda, hefur frelsi verka- lýðsins verið með öllu afnumið. í stjórnarskrá forusturíkis kommún- ista, Sovjetríkjunum, er svo kveðið á, að kommúnistum einum sje leyfilegt að mynda verkalýðsfjelög og að þeir skuli skipa allar trúnað- arstöður fjelaganna. — í ríkjum kommúnista eru verkalýðssamtök- in áróðurstæki í höndum ríkisvalds ins og 1. maí er gerður að hersýn- ingardegi, líkt og nasistarnir gerðu á sínum tíma í Þýskalandi. í lýðræðisríkjunum er verkalýðs- hreyfingin aftur á móti ekki ein- ungis frjáls, heldur er hún lögvernd uð. Launþegar semja sjálfir um kaup sitt og kjör, og samtökin eru beinlínis studd af ríkisvaldinu. Það hljómar því dálítið einkennilega, þegar kommúnistar, sem reynst hafa böðlar verkalýðsins, skuli í lýðræðisríkjunum stöðugt hrópa hæst um það, hversu einlægir verkalýðssinnar þeir sjeu, og skora á launþega að veita sjer fulltingi í stjórnmálabaráttunni. Þeir laun- þegar, sem hlýða því kalli komm- únista, eru því sjálfir að festa á sig hlekkina. Barátta kommúnista gegn lýðræði. í lýðræðisríkjunum er verkalýðs- hreyfingin yfirleitt mjög öflug og sterk og þeim mönnum, er fara með stjórn samtakanna er fengið mikið vald í hendur. Þetta hafa komm- únistar gert sjer ljóst og þess vegna lagt á það sjerstaka áherslu að skapa sjer áhrif og völd í launþega- samtökunum. Tilgangur kommún- ista með þessu hefur einungis ver- ið sá að fá aðstöðu til að nota fje- lögin pólitískt til áróðurs fyrir stefnu sína og til þess að skapa upplausn í þjóðfjelaginu og þannig að veikja lýðræðisþjóðirnar, svo að hinum kommúnistisku ofbeldis- mönnum verði auðveldara að yfir- stíga þær, er til átaka dregur. Það er mjög athyglisvert, hvern- ig kommúnistar vinna að því að ná völdum í launþegasamtökum. Þeir láta flugumenn sína smeygja sjer inn í verkalýðsfjelögin. — Með leynd eru þeir látnir mynda „sell- ur“ og skipuleggja áróður. Komm- únistarnir mæta allir á öllum fund- um og standa saman sem einn mað- ur í öllum kosningum. Vegna af- skiptaleysis annarra í fjelögunum tekst oft litlum hóp kommúnista að ná völdum, án þess að meginþorri meðlimanna átti íig á því hvað gerst hafi, fyrr en eftir á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.