Alþýðublaðið - 06.02.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1922, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gheft* *t ué Alþýtafloldom 1922 Mánudaginn 6. februar. 30. tölublað Jafnalarstefnan. Réftlæti — engar ðlmusur. Við jafnaðarmenn viljum að fcver einasti maður, sem vill ieggja fram krafta sína, eigi kost á því í:ð nota þá. Með öðrum orðum, að hver Og einn eigi heimtiog á að fá vinnu, og hana svo vel borgaða, að fjölskyldumaður geti vel lifað af henni með hæfilegum -vinnutfma, án þess að þurfa að vinna eftirvinnu eða helgidaga- vinnu, Þetta er vel hægt. En þó ganga 'hér f bofginni mörg hur.druð eða kannske þúsund manna, sem ekk- *rt fá að gera. Ér ekkert hægt að gera? Jó, hér er nóg að gera ef starfað er með hagsmuni heild arinnar fyrir augum, en ekki hags muni örfárra atvinnurekenda. Hér vactar stórt barnaskólahús, hér vantar ztóran nýjan spítala, hér vantar íshús fyrir fisk, svo bæjar- raeim getí altaf fengið keyptan snýjan fisk, hér Vantar fbúðarhús, -íbúðarhús og aftur fbúðarhús. Það -væri alveg óhætt að láta 1000 roanns vera að vinna að þvf að kljúfa og höggva grjót allan vet uriant og það fyrstu 10 árin vetur eftir vetur. Það væru nóg not /yrir alt það byggingarefni erþeir ríramleiddu En þvf er þetta ekki igert? Af þvf að þetta getur ekki orðið féþufa nokkrum atvinnurek endum, eða þeir hafa ekki trú á að svo sé, og er þetta eitt af 100 dæmum upp á það, að hagsmunir almennings krefjast eins, en hagur atvinnurekenda aunars. Frægasta dæmið í þessa átt er það, þegar togararnir voru bundnir við land í sumar, af þvf hagur útgerðar- manna krafðist þsss Þeir spöruðu á því 10 eða 20 þús. krónur fyrir hvern togara, en þjóðarheildin tapaði á þvf miljónum króna. Og nú sveltur almennisgur af þvf togaramir voru við land. Er nú uokkuð vit i þvf að látá einsttka menn eiga framleiðslutækin, þegar afieiðing þess er sultur og seyra fyrir almenning? En sleppum tú að tala um tog- srana i bili. Það eru nú flestir farnir að skilja, að það verður að gera þá að þjóðareign, ekki einn til tvo togara, heldur alla, hvern einasta einn. En snúum okkur nú að þvf, hvaða afleiðingar það mundi hafa haft, ef hér hefðu verið að vinna iöoo menn f vetur, við að kljúfá og höggva grjót. Mundi það að- eins haf» verið atvinna og björg fyrir þau heimili er stóðu að þeim þúsund mönnum? Nei, fyrir langt- um fleiri. Skósmiðir mundu hafa fengið atvinnu við að gera við skófatnað þessara manna og ijöl- skyldna þeirra, skraddarar og saumakonur við að sauma fyrir þá, trésmiðir við að smfða eða gera við borð, stóla, skápa o. s. frv. sem alls ekki er gert þegar alment atvinnuleysi er. Það rekur hver atvinnugreinin aðra í gang^, eins og lfka atvinnuleysi meðal sfó- manna og óbreyttra verkamanna skapar atvinnuíeysi f ölium öðrum atvinnugreinum. Þess vegna er það nauðtynlegt fyrir alla starfandi menn f landinu að vinna í sam- einingu að hsigsmunamálum sínum, hvort þeir eru óbreyttir verka- mean, sjómenn, prentarar, verzl unarmenn, skósmiðir, trésmiðir, steinsmiðir, úrsmiðir, eða hvað sem þeir eru. Og þeir starfa bezt með því, að gerá Alþýðusamband íslands og Alþýðuflokkinn að sem fastastri heild. Atvinnuleysi er auðvaldssýki á þjóðfélaginu. Atvinnuleysið á sér þvf ekki stað þegar jafnaðarstefn- an er komin á. Alþýðan heimtar rétt sinn: að fá að vinna, og fá sjálf ágóðan af vinnu sinn'i. Auðvaldið reynir að telja al menningi trú um að ef atvinnu- rekendurnir séu ekki til þess að hirða gróðann af striti almennings, þá fari alt i hundana, Og svo gefur auðvaldið ölmusur, lætur svolftið af hendi rakna við nokkra af þeim fátækustu, þegar neyðin er stærat, og telur svo sjálfu sér og fáfróðasta hluta almennings trú um, að það sé að bjarga þjóðinni! En það er ekki ölmuia sem þjóðin þarfnast. Hún vill fá að vinna og tá sjálf arðinn af vinn< unni — hún vill ekki ölmusu, hún vill réttlæti. Ólaýur Friðriksson. £o|t$keytaito9in V a Stðrfenglegt velferðarmál sjó- manna og aðstandenda] þeirra. (Niðurl.) Þótt vér unnum Dönum vel yfir- ráða á Grænhndi, virðist oss þó sem minna verði ekki af þeim heimtað, en að þeir láti nágranna- löndunum f té dagleg skeyti um veður þaðan. Vilji Danir eða Græn- landsstjórn ekki góðfúslega upp- , fylla þessa litlu skyldu til að bjarga mannsiffum og afstýra vandræðum og fjártjóni f nágrannalöndunum, kemur fyr eða sfðar sá dagur, að þeim verða gerðir tveir 'kostir, annaðhvort að senda veðurskeyti eða afaala sér Grænlandi f hendur þeirra, sem eru fúsir til að upp- fylla þessa litlu en árfðandi kvöð. Þegar hreinn gróði danska Rfkis- sjóðsins af Grænlandi er hérumbil: 1 000 000 kr. á ári, verður féleysi naumast borið við til afsökunar. En þar sem veðurskeyti frá Suð- urgrænlandi mundu stórum minka eina af höfuðhættum þeim, sem að vofir yfir hcfuðatvinnuvegum, landsins, mundu íslendingar standa sig-við, að taka á sig stöðvar- kostnaðinn, ef Danir bæru við fátækt, en væru að öðru leyti íúsir. Og það eðlilegasta vœri, að Al-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.