Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 6
242 LESBOK morlunblaðsins / að verð útflutningsframleiðslu okk ar fer sílækkandi og að við höfum lifað um efni fram á undanförnum árum. Nú er efnahag þjóðarinnar svo komið, að allir verða að neita sjer um ýmis þau þægindi, sem þeir hafa veitt sjer á undanförnum Fyrir lýðræði gegn einræði. FRIÐLEIFUR I. FRIÐRIKS- SON, form. Vörubílstjórafje- lagsins „Þróttar“, hefur um langt skeið verið einn af helstu forustumönnum vörubílstjóra og hefur níu sinnum verið kos- inn formaður fjelagsins. Frið- leifur er manna kunnugastur þróun verkalýðssamtakanna í landinu og hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu þeirra og starfsemi. — Hvað getur þú sagt okkur um 1. maí? — Fyrsti maí var í upphafi kröfu- dagur fyrir 8 stunda vinnudegi. Á alþjóðafundi sosialdemocrata, sem haldinn var í París árið 1889 var ákveðið að gera þennan dag að al- mennum hátíðis- og kröfudegi verkalýðssamtakanna. Síðan, eða um'60 ára tímabil, hefur svo þessi dagur verið haldinn hátíðlegur af verkamönnum og launþegum allra landa, þar sem starfandi er skipu- lögð og frjáls verkalýðshreyfing. Sigrar verkalýðshreyfingarinnar. — Hvað er að segja um verka- lýðshreyfinguna hjer á landi? — Hjer á landi er skipulögð verkalýðshreyfing mun yngri held- ur en í nágrannalöndunum, eða milli 30 og 40 ára gömul. Þrátt fyrir það og margháttaða erfiðleika í brautryðjendastarfinu hefur árum. Neiti verkalýðsfjelögin að viðurkenna þetta breytta viðhorf er vá fyrir dyrum. Að sjálfsögðu verða þeir, er breiðust hafa bökin að bera þyngstu byrðarnar, en það er ó- hjákvæmilegt, að það komi að ein- hverju leyti niður á öllum. fyrir verkalýðshreyfinguna, að hún gangi einhuga og samstilt til verks, en ali ekki við brjóst sjer flugu- menn, sem hugsa um það eitt að ala á sundrung og hatri innan verkalýðshreyfingarinnar í pólitísk um tilgangi. Friðleijur I. Friðriksson verkalýðshreyfingin unnið marga og mikla sigra. Átta stunda vinnu- dagur er fyrir löngu viðurkendur. Verkamönnum og öðrum launþeg- um er með lögum trygt sumarfrí á fullum launum og fyrir atbeina verkalýðshreyfingarinnar hafa ver- ið sett lög um almannatryggingar, sem fela í sjer mikið öryggi fyrir verkalýðinn. í sem fæstum orðum sagt, hafa lífskjör hinna vinnandi stjetta batnað stórkostlega mikið nú á síð- ari árum á öllum sviðum og eru nú gjörólík því, sem þau voru þegar verkalýðshreyfingin hóf göngu sína hjer á landi. Þrátt fyrir þessi miklu umskipti, sem orðið hafa á kjörum og aðbún- aði verkalýðsins, vantar þó mikið á, að settu marki sje náð. „Tím- arnir breytast og mennirnir með“. Altaf koma ný og ný viðfangsefni að glíma við og veltur þá á mestu Bæta þarf fjárhagsástandið. — Hvert er álit þitt á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar? — Það hefur verið flestum al- varlega hugsandi mönnum ljóst nú um alllangt skeið, að sú efnahags- þróun, sem átt hefur sjer stað hjer á landi á undanförnum árum myndí leiða til öngþveitis fyrr eða síðar, ef ekki yrði spyrnt við fótum í tæka tíð. Þrátt fyrir hina stórauknu tækni hafa atvinnuvegirnir ekki borið sig og í samkepni við aðrar þjóðir hafa framleiðsluvörur okkar verið of dýrar. Þegar svo er komið. er fótunum kippt undan framl.- starfseminni með þeim afleiðing- um fyrir þjóðfjelagið, sem ekki þarf að fjölyrða um, en sem sárast og þyngst mundi bitna á launþeg- um. Og í stað þess að taka fyrir mein- semdina á byrjunarstigi og að fyrir- byggja með því að hið sjúklega efnahagsástand kæmist á það stig, sem nú er, þá voru notaðar „homo- pata“-aðgerðir, svo sem niður- greiðslur á vörum innanlands og fjárstyrkir til aðalatvinnuveganna. En í kjölfar þessa sigldu svo dráps- klifjar tolla og skatta, uns svo var komið að •öllum landslýð var með öllu ókleift að rísa undir þessum byrðum lengur, hvað þá að auka þær. Og nú stöndum við andspænis þeirri staðreynd, að til þess að hægt sje að bjarga því sem bjargað verð- ur, það er aðalatvinnuvegum lands- manna frá algerri stöðvun og þar með allri þjóðinni frá atvinnuleysi og efnahagslegu hruni, þá verður að gera ýmsar þær ráðstafanir af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.