Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 245 Traust atvinnulíf tryggir hag almennings. SIGURÐUR G. Sigurðsson, form. Sveinafjel. múrara hef- ur um langt skeið gengt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir fje- lag sitt og hefur nú síðast ver- ið formaður þess í tvö ár. Hvaða þýðingu hefur 1. maí fyr- ir verkalýðinn? — 1. maí er há- tíðisdagur hinna vinnandi stjetta. En hann er einnig baráttudagur, þegar verkalýðurinn fylkir sjer saman og gerir kröfur um betri lífsafkomu. Lengi byggðist afkoma verkalýðsins á löngu erfiðu starfi. Takmörkuð kaupgeta átti sinn þátt i ljelegu viðurværi og um margt varð að neita sjer, er nú telst nauð- synlegt. Samstillt átök. Enda þótt hjer hafi orðið breyt- ing á til hins betra, verður ekki sagt, að verkalýðurinn á íslandi sje öruggur um framtíðina. Ótrygg atvinna og atvinnuleysi eru þeir vágestir er æ vofa yfir og geta gert að engu þær björtu vonir, sem verkalýðurinn gerir um framtíð sína. Þess vegna hlýtur líka kraf- an um trygga atvinnu að gnæfa hæst 1. maí. Um þá kröfu sam- einast hinar vinnandi stjettir, þeg- ar 1. maí vekur baráttuhug þeirra og þær finna til styrkleika sam- taka sinna og krafta hinna sam- stilltu átaka. Vjelta*knin bætir afkomu verklýðsins. íslenskur verkalýður hefur bæði fyrr og síðar átt við misjöfn kjor að bua, — Nú er átta stunda vinnudagur orðinn að veruleika og vjeltæknin hefur á Sigurður G. Sigurðsson mörgum sviðum dregið úr mesta erfiði vinnunnar. En með hækk- andi kaupgjaldi og tryggari at- vinnu hefur afkoma stjettanna far- ið batnandi og lífsafkoman batn- að. Þó eru enn margir erfiðleikar, er íslenskur verkalýður á við að Samstarf verklýðsins og ríkisvaldsins, er þjóðinni nauðsynlegf. SIGURJON JÓNSSON, for- maður Fjelags járniðnaðar- manna, hefur starfað mjög mikið í fjelagsmálum, verið formáður járniðnaðarmanna- fjelagsins í þrjú ár og á nú sæti í stjórn Alþýðusambands íslands. — Hvað telur þú nú eiima þýð- ingarmest fyrir verkalýðssamtök- in? — Það er að eimng og góður samstarfsvilji sje ávalt ríkjandi mnan þeirra sjálfra um lausn hinna búa, svo sem ljelegt húsnæði, vöru- skortur og síðast en ekki síst hið háa verðlag. í ölduróti styrjaldaráranna óx kaupgeta almennings vegna ó- venjulegrar vinnu og langra vinnu- daga. Nú er stríðsgróðinn ekki leng- ur fyrir hendi og fjárhagserfiðleik- ar þjóðarinnar þrengja hag hinna vinnandi stjetta. Ömgg atvinna nauðsynleg. Hvað finnst þjer, að tryggi best afkomu verkalýðsins? Sú þjóð sem býr við blómlegt atvinnulíf, er stendur á traustum grunni, hefur mikla möguleika til þess að láta þegnum sínum líða vel. Það er líka sú eina kjölfesta, er verkalýðurinn getur treyst er um er að ræða ör- yggi hans. Því er líka hver einstakl ingur er vinnur að því að treysta stoðir atvinnulifsins að byggja upp framtíð alls almennings. í þeirri von, að þjóð vor megi fagna traustu atvinnulífi höldum við hátíð 1. maí. Sigurjon Jonssou. ýmsu vandamála. Nú og svo að það sje ekki aðeins ræðst við af hinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.