Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 10
246 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS ýmsu verkalýðsfjelögum og vinnu- veitendum, þegar um samninga um kaup og kjör er að ræða, heldur og af stjórnendum lands og þjóðar og stjórn heildarsamtaka verkalýðsins, því að á þann hátt tel jeg að oft mætti fihna leiðir til úrbóta. Jeg tel því, að það sje ekki aðeins heildar- samtökunum fyrir bestu, að meira og betra samstarf takist milli þeirra og hverrar ríkisstjórnar, heldur er slíkt samstarf nauðsynlegt fyrir þjóðina í heild. Pólitískur undirróður. — Hvað telur þú að spilli ein- ingu verkalýðsins helst? — Pólitískur undirróður. Því þó að við í verkalýðsfjelögunum stönd um altaf sameinaðir um okkar eig- in hagsmunamál, þá er því ekki að leyna að fjelagarnir hafa mjög skiptar skoðanir til hinna pólitísku flokka. Það er því ekkert, sem spill- ir meira einingu samtakanna, en þegar menn eru svo ofsafengnir í pólitískri trú að þeir geta ekki á sjer setið um það að leiða slík deilu- mál inn í samtökin. Laun samræmd við verðlag. — Hver eru nú helstu áhugamál ykkar járniðnaðarmanna? •— Það eru að sjálfsögðu atvinnu- og fjárhagsmál. Það að næg vinna sje fyrir alla og að allar viðgerðir á skipum þjóðarinnar sjeu fram- kvæmdar hjer á landi. Nú og svo að launin sjeu samræmd við verð- lag og annan kostnað, svo að menn geti lifað sómasamlegu lífi. Áhuga- málin eru að vísu miklu fleiri, en segja má að þessi tvö sjeu að mestu undirstaða hinna. Stjett með stjett. — Telur þú, að verkalýðshreyf- ingin á íslandi sje hlutfallslega eins sterk og í nágrannalöndunum? — Þrátt fyrir það að jeg tel verkalýðshreyfinguna hjer ekki eins vel skipulagða og hjá nágranna þjóðum okkar, tel jeg að hún þoli að mörgu leyti vel samanburð'. Það, sem sýnir helst að verkalýðshreyf- ingin er ekki eins sterk og hjá nágrönnum okkar, er að ekki skuli undantekningarlaust leitað til henn ar í sambandi við lausn þeirra þjóð- fjelagsvandamála, sem hana snerta Alþýðan sjer í geqnum blekk- ingavef kommúnisfa. KOLBEINN GUÐJÓNSSON garðyrkjumaður, hefur verið mjög áhugasamur um málefni garðyrkjumanna og einnig kvnnst starfsemi verkalýðsfje- laganna í nágrannalöndunum allmikið. — Hvað er nú álit þitt á há- tíðahöldunum 1. maí? — 1. maí er hátíðisdagur hinna vinnandi stjetta. Þennan dag hef- ur verkalýðurinn gert að sínum hátíðis- og baráttudegi. Og mun 1. maí sennilegá verða hátíðlega haldinn á meðan nokkur frjáls verkalýðssamtök eru starfandi í heiminum. Minkandi áhrif kommúnista. — Ber ekki mikið á pólitískri tog- streitu innan verkalýðsfjelaganna? — Jú, því verður ekki neitað. Kommúnistar hafa leitt pólitíkina inn í verkalýðssamtökin og reynt á allan hátt að nota fjel. í pólitískum tilgangi. Eins og kunnugt er höfðu kommúnistar hjer á landi sterk ítok í verkalýðshreyfingunni á tíma bili, en nú er þetta að breytast, og er það ekkert undarlegt, þegar tek- ið er tillit til hvernig kommúnistar hafa komið fram í verkalýðs- hreyfingunni. — Alþýðan hef- að einhverju leyti og leiðir fundn- ar í samráði við hana um lausn þeirra. Þannig er það hjá nágranna- þjóðum okkar og að því marki ber að stefna hjer, enda er það þjóðinni í heild fyrir bestu. Það er nauðsyn, að þegar erfiðleika ber að höndum standi þjóðin sameinuð, en ekki stjett gegn stjett, því að sameinaðir stöndum vjer, en sundraðir föllum. ---- • Kolbeinn Guðjónsson ur sjeð gegnum blekkingavef kommúnista og hefur skilið, að hag verkalýðssamtakanna er best borgið með því að útiloka áhrif kommúnista. Flestir launþegar fylkja sjer und- ir merki lýðræðisílokkanna, ekki síst Sjálfstæðisflokksins, er hefur sýnt það í verki betur en nokkur annar flokkur að hann vill í alvöru standa vörð um lýðræði og frelsi þjóðarinnar. Lögvernd iðngreinanna. — Hver eru nú helstu áhugamál ykkar garðyrkjumanna? — Það er nú erfitt að segja það í stuttu máli. Fjelag garðyrkju- manna er fremur fáment og fátækt fjelag, en við sem í þessu fjelagi stöndum höfum ýmis áhugamál,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.