Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 16
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veðráttan í Reykjavík um nær 80 ára skeið Fjárskaði. « Hinn 23. dag nóvembermánaðar 1850, sem var hinn 23. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, varð sjera Símon Bech á Þingvöllum fyrir fjárskaða miklum. Var það í útnyrðingsbyl og ákafri fannkomu, að sauðirnir hrökt- ust niður i hraungjá eina, sem liggur vestur úr Almannagjá, fyrir ofan Öxár- arfoss. Voru þá fyrst tveir, en síðan fjórir menn hjá fjenu, en þeir gátu engu við ráðið. Þegar þeir sáu, að fjeð fór að fjúka niður í gjána, fóru þeir niður í hana og reistu hverja kind á fætur, sem niður kom, því að allt kom fjeð lifandi niður. Svo reyndu þeir og að koma því fram úr gjánni, en gátu það eigi. Hættu þeir þá við og ætluðu varla að komast heim um kvöldið, því að svo var þá veðrið illt orðið og fjarskalegt. Daginn eftir var gjáin full orðin og harðfenni. Voru þá fengnir menn til að moka upp gjána og voru þeir að því í sex daga. Fátt eitt af fjenu náðist lifandi, en á milli 70 og 80 dautt. — Gjáin kvað vera hjer um bil tveggja faðma breið, 4'á faðma djúp og sljett í botninn. Sama dag heyrist, að nokkrir fjár- skaðar hafi orðið bæði á Hæðarenda í Grímsnesi og í Eyvindartungu í Laug- ardag, en ekki höfum vjer heyrt um þá greinilega sögu, nje heldur, hvort þeir hafi víðar orðið. (Ný tíðindi 3. blað 1851). Hafstramburinn, sem getið er í Konungsskuggsjá og Gröndal lýsir, á ekki heima í kynja- ríki skrímslanna og ofsjónanna, heldur í ríki náttúrunnar og er eflaust ekkert ;mnað en kolkrabbi, enda kippir hon- um í kyn til hafmanns Odds biskups. Veinið, sem Oddur biskup getur um að heyrist stundum til hafmannsins, á sjer líka stað í kolkröbbum, því að þeir eru íómsterkir, þótt ólíklegt sje. Sumir líkja hljóðum kolkrabbans saman við svínsróm og Japetus Steenstrup segir, að ýmsir hafi tekið eftir því, að kol- krabbar geti gefið frá sjer svo "terk hljóð, hvort sem þeir eru í sjónum eða komnir upp á þurt land, að þau heyrist jafnvel áttunda hluta úr mílu. (Ól. Davíðsson). 1871 1881 1891 1901 1911 1919 to to to to to to sonar í seinustu Lesbók. En vegna þeirra mistaka, að með henni var röng skýr- ing, er hún birt hjer aftur. Myndin sýnir þær breytingar, sem orðlð hafa á meðalhita allra mánaða ársins, eftir keðjubundnum reikningi um 80 ára tíma- bil, frá 1871—1948. Sjest þar glögt hvernig meðalhiti vetrarmánaðanna hefir hækkað mikið, en meðalhiti sumarmánaðanna hefir haldist lítið breyttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.