Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 1
f JforgmiMiitoiit:* ¦ 19. tölublað. Sunnudagur 21. maí 1950. XXV. árgangur. GÖMUL RAUNASAGA Tíminn langa dregur drögu dauða og lífs sem enginn veit. FYRIR fjórum árum hóf Finnur landsbókavörður Sigmundsson að gefa út safn þjóðlegra fróðleiksrita, dálítilla hefta, er hann nefndi Menn og minjar. Nú þótt mjer sje, eins og þorra hversdagsmanna, lítið gefið um afturgöngur og uppvakn- inga og sje því erfitt að fella mig við „minjarnar", „íorystuna" og annað slíkt — kjósi heldur þær myndirnar, sem kristnir íslending- ar við hafa nú á dögum, semsje menjar, forustu og þar fram eftir götunum, þá er þessi andhælishátt- ur ekki til þess að gera veður út af honum. Hann kemur þó úr allra- ólíklegustu átt þegar hann kemur frá hendi þessa manns, sem er hverjum manni lausari við tilgerð. En síst er að undra að miður sje um visna trjeð þegar svona er um hið græna. Það sem í þessu tilfelli skiftir mestu er það, að bækurnar hafa sjálfar verið hinar lofsverfi- ustu — dæmdar á þeim grundvelli, að þær eru ætlaðar alþýðu manna og eiga ekki að skoðast sem nein fullgíld rannsoknarrit. Þcim er þannig háttað. að prentuð eru gögn, sem geymast hjer í handritasöfn- ununi, nauðsynlegustu skýringar og athugasemdir látnar fylgja þess- um textum, og fyllri grein gerð fyrir þeim í íormálum. Safnið hófst á einkar fróðlegu hetti, sem nefnist Úr blöðum Jóns Borgfirðings. Þá kom annað er gerði Daða Níelssyni hinum fróða sömu skil. Þar mátti segja að eftir góðan væri að mæla, og nægja mundu honum til ódauðleika kvæði þeirra Bólu-Hjálmars og Gríms Thomsens, þótt glötuð væru öll verk sjálfs hans, en svo er fyrir að þak-:a að þar er öðru nær. Síðan komu rit síra Jóns Norðmanns, Allrahanda og Grímseyjarlýsingin. Þar á eftir fylgdu rit um og eftir Níels Jónsson skálda og Einar Andrjesson frá Bólu. En hefti Ein- ars virðist mjer hafa tekist síst. Það er með ólíkindum hve erfitt nú er orðið að gera þessum manni skil, enda þótt hann lifði fram á daga f jöldamargra okkar, sem enn erum á lífi. Aður en lengra er haldið, vildi jeg mega skjóta því hjer inn í að þeir sem kunnugleik þykjast hafa, gefa í skyn að áður langt liði, muni koma í safni þessu öll hin frægu Skautaljóð, ásamt greinargerð um atvik þau, er að þeim lágu, og æfi- atriðum allra þeirra skálda, er þátt tóku í þeirri kvæðasennu. En þeir voru nú sumir ekki beinlínis smæl- ingjar, eins og Guðmundur Berg- þórsson, sem upptökin átti, öllum varð að svara og öllum svaraði svo að eftirminnilegt er, og Steinn biskup Jónsson, sem sánnarlega var meira skáld en ýmsir hafa látið í veðri vaka nú á síðustu tímum. Við skulum vona að þessa heftis verði sem skemst að bíða. En hverfum nú aítur að því sem orðið er. Alveg nýlega er komið út 7. het'ti af ritsafni þessu, og nefmst einf aldlega Söguþáttur lír FnjósUa- dal. Sá titill gefur enga bendingu um það, hve átakanleg raunasaga þessi þáttur er, nje heldur hver viðburður útkoma þessa litla heftis er sökum þess samanburðar, sem þarna er gerður á óvjefengjanleg- um samtíma-heimildum og þjóð- sögum og munnmælum um sarrra efni. Þó hefur Finnur Sigmunds- son því miður alveg gengið fram hjá því dulræna í sögnunum, fyrir þá sök skrifa jeg greinarka: þetta. Ekki svo að skilja að jeg 'titi þar sjálfur nægilega góða greitwá mörgu til þess að geta fært Jetur, heldur miklu fremur til að hvetja aðra þar til. Fólk á atQCv um íögunnar, cða kunnugt á þcim. mundi án efa enn hafa fra morgu að segja með góðum hoimiidt^. ÁRIÐ 1826 bjó á Iliugastöðum i Fnjóskadal Kristján Jónsson, hrepp stjóri og umboðsmaður, ea jöm- boðsmenn voru þeir mcmi nefndir. cr ráösmenn voru yl'ir þjóðjörðuni hver í sínu hjeraði. Kristjá*-''

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.