Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 4
288 I * undarlegt að hún hefur orð á því, hvað þún þykist sjá. „Já, það er baya Illugastaðafylgjan,“ segir þá önnur þeirra, „það kemur einhver frá (bæjarnafnið) á morgun“. En þqtíflíífvarf þegar stúlkan fór að ha^rrí|ð á sýn sinni. Rjett á eftir dr^gst^iað saman á ný og verður , að ákaflega skýrri kvenmanns- m hurðinni, niður á brjóst. t Var ancllit og höfuð svo skýrt sem ; verða mátti (týruljós var í fjósinu). ' Hárið var svart, með mikilli skift- in^u i miðju, glitrandi næstum eins o^það væri vott, og fell niður vangana. En minnistæðust segir koaa þessi að sjer sjeu augun. í þ«m var einhver sá tryllingur, sem him kveðst ekki geta lýst, en ork- aði svo á hana sjálfa að hún nær ærðist af hræðslu. Hún svaf hjá aifcari .stúlku, en eigi að síður varð aaLláta lifa Ijós yfir henni á næt- ! urnar, svo var hún óttaslegin, og loks varð hún að fara burt af heim- ilínu, því að hún gat ekki losnað við þessa ógnarhræðslu. Annars er hún, og hefur ávalt verið, laus við myrkhræðslu. Morguninn eftir kom maður af hinu tilgreinda heimili. Hann var afkomandi Kristjáns á Illugastöð- um, þó ekki kominn af Birni syni hans, og eigi hef jeg heyrt að Sig- ríður sæist með niðjum Björns Vitaskuld hef jeg engar sannan- ir fram að leggja fyrir því, að þetta hafi verið svipur Sigríðar, en hitt er víst, að þetta átti sjer stað. Allar konurnar þrjár, sem í fjósinu voru, eru enn lifandi, og allar eru þær pierkiskonur. Mjer hefur sagt sú i er sýnina sá, og þó að jeg nefni hana ekki hjer, þá er hún talsvert nafnkunn, og ritstjóra þeim. er þessa Jgffein hefur tekið til birting- ar, er kpnnugt hver hún er og veit á 'þenni glögg deili. Enginn sem hana þekkir mun væna hana um að segja í þessu máli annað en sanr.leikann. Hún segir að þetta sje LESBÓK MORGUNBL AÐSINS AUKIN þekking á eSli sjálfra vor verSur til þess, aS vjer sjáum fram á aSferS til aS uppgötva og rannsaka lífiS á stjörnunum, og þá jafnframt lífiS eftir dauSann. Þetta er í ágætu samrœmi viS undangengna þróun heimsvísindanna. ÞaS er engin furSa, þó a3 þaS vœri stjörnufræSingur (Arago hjet hann) sem varS til aS brýna þaS fyrir mönnum aS fara var- lega í aS nota orSiS „ómögulegt“ þegar um framt'S vísindanna vœri aS ræSa. ÞaS hefSi einu sinni þótt firra, aS ætla aS halda því fram, aS menn gæti fengiS aS vita þyngd jarSarinnar og annara himinhnatta, eins og þeir hefSi veriS lagSir á vog. Skilningur Hookes og Newtons á því, hvernig þaS, sem vjer hjer á jörSu nefnum þyngd, kemur jram í hreyfingum himinhnatlanna, gerSi þetta mögu- legt. ESlisfræSin fór aS ná til stjarn- anna. Löngu siSar var þaS taliS meS öllu ómögulegt, aS nokkurn tima mundi takast aS láta efnafræSina ná til stjarnanna. Fn þó varS einnig þetta. Aukin þekking á eSli Ijóssins gerSi þaS mögulegt. Og ennþá eru hinir ágætustu vís- indamenn þeirrar skoSunar, aS vjer höfum engin tök á aS öSIast neina þekkingu á lífinu á stjörnunum, eSa jafnvel þvi, hvort nokkurt líf sje til annars staSar í alheimi en á vorri jörS. Og enn einu sinni hafa sannast orS Aragos. Vjer getum nú þegar meS vissu vitaS, aS aukin þekking á eSli sjálfra vor, gerir þaS mögulegt, aS láta einnig líffræSina ná til stjarn- anna. Helgi Pjeturss 1-------------------m-----------------+ hið eina sinn er hún hafi sjeð svip, eða nokkuð það, er „yfirnáttúrlegt“ er kallað. Vel veit jeg það, að til eru þeir ofvitar er hneykslast munu á frá- sögn minni. Þeim get jeg ekki hjálpað. Rökhyggið, heilbrigt fólk mun ekkert finna í henni hneyksl- anlegt nje heldur ótrúlegt. Það veit að íbúar dánarheima gera svo að segja daglega vart við sig með ýmsu móti. Og það er hræsni og vesalmenska að þykjast ekki trúa slíku eða að þora ekki að viður- kenna þessa sannreynd. Jeg fyrir mitt leyti sje jafnvel ekkert at- hugavert við að ganga eins langt í þeirri viðurkenningu eins og t. d. Grímur Thomsen gerði. En það verður hver að eiga við sjálfan sig. Það er þetta „eftirmál“ hins , raunalega atburðar á Illugastöðum sem Finnur Sigmundsson hefur al- veg gengið fram hjá í hinni athygl- isverðu og fróðlegu bók sinni. Um málið sjálft hef jeg aðeins stiklað á nokkrum atriðum, því um það geta menn fræðst hjá honum. En þökk sje honum fyrir að hafa nú hreinsað löngu látna menn af áburði sem þeir hafa að ósekju leg- ið undir í fulla öld. Sn. J. \d X ie V í AMERÍSKRI skrítlubók, sem heitir ,,Try and stop me“, er þessi saga frá íslandi, og fylgir þessi mynd: — Major Corey Ford hefur komið með þessa sögu frá íslandi. Það var einu sinni sölumaður, sem gekk frá einu snjóhúsi til annars og reyndi að selja rafmagns-kælivindur. „Hvað á jeg að gera með kælivindu?" spurði hver maður forviða. „Veistu ekki að nú er rúmlega 30 stiga frost?“ „Veit jeg það,“ svaraði sölumaður. „En það er ekkert á tíðina að ætla. Það getur svo sem vel verið að hitinn verði á núlli á morgun.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.