Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 5
LESÖÓK MORGUNBLAÐSINS 289 Mörgæsir eru merkilegar skepnur ÞAÐ var einhvern dag, skömmu eftir að Byrd aðmíráll kom til Suð- urskautslandsins, þar sem enginn maður hafði áður stigið fæti sínum, að hann var einn á gangi á ísnum, alllangt frá fjelögum sínum. Varð honum það þá eigi lítið undrunar- efni að móttökunefnd kom þar til að fagna honum. Ekki voru þessir íbúar heim- skautslandsins háir í lofti, þeir voru minni heldur en dvergarnir í frum- skógum Afríku. En það var munur að sjá hvað þeir voru vel til fara, allir á kjól og hvítu. Og þarna gengu þeir hægt og virðulega til móts við aðmírálinn, þangað til svo sem 50 fet voru á milli þeirra. Þá staðnæmdist hópurinn, en einn gekk fram. Var það sýnilega for- ingi móttökunefndarinnar. Hann gekk fram fyrir Byrd og — hneigði sig. Byrd fanst þetta bæði kátlegt og kurteislegt, svo að hann hneigði sig líka. Og þá hneigðu sig allir hinir. Enginn landkönnuður hefur fengið jafn virðulega móttöku hjá íbúum í ókunnu landi. Og þetta var þeim mun merkilegra, sem hjer var ekki um menn að ræða, heldur fugla — mörgæsir. Þessir íbúar Suðurskautslandsins eru meðal glæsilegustu, gáfuðustu og vingjarnlegustu jarðarbúa. Fáum dögum seinna var einn af förunautum Byrds á ferð á þessum sömu slóðum. Þá kom einnig mót- tökunefnd að fagna honum. Og nú var haft meira við en áður, því að forseti nefndarinnar kom með stein í nefinu og lagði fyrir fætur hans. Var það sú dýrmætasta gjöf, sem mörgæsirnar gátu gefið. Steinar eru fágætir þarna, því að alt er þakið ísi og jökli. En steinar eru mörgæsunum bráðnauðsynlegir, því að þær verða að gera hreiður sín úr þeim, hlaða dálítinn hring- myndaðan pall á ísnum undir eggin, því að öðrum kosti gæti þær ekki klakið eggjunum út. Þegar karlfuglinn biður sjer konu, krefst hún þess að hann sýni að það sje gert í alvöru og einlægni. Það gerir hann með því að leggja stein við fætur hennar. Og sje hann reglulega ástfanginn og vilji sýna það í verki, þá hleypur hann burt og sækir annan stein, sem hann hefur falið einhvers staðar. Það fær engin ungfrú staðist, því að þetta er full sönnun þess að biðillinn sje áreiðanlegur og elski hana. Ekki vill húp þó láta undan þegar í stað. Hún horfir hvast á biðilinn og virð- ir hann fyrir sjer frá hvirfli til ilja, en hann tejrgir úr sjer, skýtur fram brjóstinu og gerir sig sem tíguleg- astan. Og þá tekur hún bónorði hans með því að reka upp skræk, sem þýðir „já“. Þetta segir Worth E. Shoults í „National Geographi- cal Magazine“. En þegar málið er nú þannig útkljáð halda þau upp á trúlofunina með því að dansa og syngja ástarsöngva og horfa upp til suðurljósanna. Af pessu er það auðsætt hve þýð- ingarmikið atriði það var, er for- ingi móttökunefndarinnar lagði stein fyrir fætur mannsins. STEINARNIR ei u auður mörgæs- anna. Þeir eru geymdir og notaðir ár eftir ár og kynslóð fram af kyn- slóð. Þess vegna er enginn stærri glæpur til í mörgæsalandinu, en að stela steini. Það er engu betra en sauðaþjófnaður á íslandi. Stundum kemur það þó fyrir að undirförull og samviskulaus karl- fugl kemur sjer í mjúkinn hjá ístöðulítilli giftri mörgæs, einungis í þeim tilgangi að stela steini frá henni. Og þegar honum hefur tek- ist það, hleypur hann heldur hnakkakertur með steininn til þeirrar, sem hann hefur fengið augastað á og þykist meiri fyrir það að geta fært henni rændan stein. En þetta tekst sjaldan. Fáar giítar mörgæsir eru svo ístöðu- litlar að þær gangist upp við fag- urgala og flekunartilraunir spjátr- unga. Flestar verja heimili sitt og steina sína með oddi og egg eins og valkyrjur. En ekki er því að neita að sumar hafa gaman að gullhömrum og ást- leitni annara — það liggur í kven- eðlinu, ef ekki er of langt gengið En komi þá bóndinn svo nærri að hann sjái til þeirra, læst hún verða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.