Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1950, Blaðsíða 6
290 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN3 íjúkandi reið og hjálpar honum til þess að reka hinn ósvífna duflara á flótta. HÚSBÓNDINN hefur þá skyldu hjer eins og annars staðar, að sjá fyrir heimilinu. Hann leggur á stað til fanga eldsnemma á morgnana. Hann kveður konu sína með því að hneigja sig fyrir henni og fer s\*o út á haf. Þar veiðir hann aðal- lega rækjur til matar. Hann kyngir fengnum jafnharðan og hættir ekki fyr en hann er kominn að því að springa. Svo segir Robert Cush- man Murphy í „Oceanic Birds of South America“: „Þegar hann kemur heim aftur er hann svo úttroðinn, að það er cins og hann sje með ístru. Hann verður að ganga eins fattur og hann getur til þess að steypast ekki á hausinn, vegna þess hvað hann er l’ramþungur. En vegna þessa getur hann ekki sjeð niður fyrir fæturnar á sjer og er því altaf að reka tærn- ar í“. Á heimleiðinni hefur hann engan frið íyrir krökkunum í nágrenn- inu. Þau þyrpast utan um hann og snikja og snikja eins og krakka er siður, þegar um sælgæti er að ræða. En hann stenst freistinguna og, staulast heim að hreiðri sínu. Þeg- ar þangað kemur glennir ungi hans upp ginið og faðirinn spýr niður í hann fæðunni í smágusum. Svo tekur hann að sjer að sjá um ung- ann á meðan konan skreppur fram á sjó að fá sjer máltíð. Eins er hann ákaflega hugulsamur við hana meðan á útungun stendur. Þá er hann altaf boðinn og búinn til þess að liggja á egginu, svo að konan geti lyft sjer upp og náð sjer í fæðu. UNGINN stækkar fljótt og áður en langt um líður er hann orðinn alveg óseðjandi átvagl. Þá kemur bónd- inn að máli við konu sína og segir cilthvað á þessa leið: „Þetta getur elcki gengið lengur. Jeg vinn baki brotnu, og samt get jeg ekki fætt bæði mig og ungann. Það er kom- inn tími til þess að við setjum hann í barnaheimili, svo að við getum bæði stundað veiðar.“ En hvort sem hann segir nú þetta með berum orðum eða eigi, þá er sú venjan hjá mörgæsunum, að þegar ungarnir eru orðnir svo gráð- ugir að annað foreldrið hefur ekki undan að bera mat í þá, er þeim komið í fóstur. Er það þá ýmist, að barnlaus hjón taka að sjer unga, eða þá að mörgum ungum er safn- að saman í nokkurs konar barna- heimili, þar sem þeirra er gætt af gömlum mörgæsum, sem varla eru orðnar færar um að ganga sjer til matar. Eru þarna stundum 12—20 ungar saman í heimili, en fullorðnu mörgæsirnar fara allar til veiða og ala í fjelagi önn fyrir þeim og fóstr- unum. Þá verður líka önnur mikil breyting á. Þá slitnar upp úr hjú- skapnum og íaðir og móðir kannast ekki lengur við sitt eigið afkvæmi. En þau telja það borgaralega skyldu sína að sjá barnaheimilinu fyrir þörfum þess þangað til ung- arnir eru orðnir sjálfbjarga. Mörgæsirnar eru fjelagslyndar og liía í sjerstökum „bygðum“, en . hver bygð hefur sitt barnaheimili út af fyrir sig og ræður sjálf sín- um eigin málum. Aldrei mundi ein bygð hjálpa annari með frgmfærslu barnanna. En ef svo skyldi til vilja að ungi viltist frá sínu heimili til annars, mundi honum verða tekið vel og hann alinn þar upp. ÖAMHELDNI mörgæsa, i hverri bygð er svo mikil, að þær fylgjast að í dauðann. Hefur dr. Murphy sagt sögu af því. Það var þegar hann var í rannsóknarför á eynni Suður-Georgia. Hann var þá að fúrða sig á því hvað yrði af mör- gæsum þeim, sem dræpust, því að hvergi l'ann hann ræíla af þeim. Hitt var áreiðanlegt að þær dóu úr elli og veikindum, og í þeirri veðráttu sem þar er, var það ekki líklegt að skrokkarnir mundu grotna niður. Svo var það einu sinni að hann gekk upp á háan háls og kom þar að tjörn með glær- um ís. Sá hann þar á bakkanum standa nokkrar mörgæsir, scm sýnilega voru að dauða komnar, en höfðu neytt seinustu orku til þess að klifrast upp hálsinn. Þótti hon- um þetta merkilegt og gekk fram að vatninu. Sá hann þá að undir ísnum lá fjöldi dauðra mörgæsa. Allar lágu þær á bakinu, eins og þær hefði verið lagðar til og sló hvítum bjarma á svellið af hinum snjóhvítu bringum. Allac höfðu þær labbað upp að vatninu til þess að deya þar, og í ísköldu vatninu gátu skrokkar þeirra haldist ó- breyttir árum saman. Það er nú sannað, að þegar mör- gæsir halda inn til lands, þá eru þær veikar og að dauða komnar. Og að þær i'ari á þessari dauða- göngu sinni til ákveðinna staða. sjest af götuslóðum eftir þær upp brekkur, því að venjulega velja þær sjer legstað uppi á einhverj- um hálsi og liggja ræflarnir af þeim þar í hrönnum. En að mörgæsirnar skuli þannig velja sjer sjerslaka legstaði, ber vott um fjelagslyndi þeirra og „menning“, sem aðrar skepnur hafa ekki til að bera. L. R. Brightwell segir í „London Fieid“, að þær muni hafa tamið sjer f jelagsþroska vegna þess hvað þær eigi við óblíða náttúru að búa. Þaö hafi kent þeim að halda saman og hjálpast að. Þær eigi heldur aldrei í illinduin og ekki leggist þær heldur á veikburða náunga eins og aðrir fuglar gera. Þeim komi yfirleitt ágætlega saman og gagnkvæm vinátta ríki meðal þeirra. „Menning“ þeirra sje svo merkileg á margan hátt, að menn- irnir gæti margt af henni lært.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.