Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1950, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 290 bærinn var fyrir löngu kominn í kaf, og hafði bóndinn sett niður langa Spíru hjá eldavjelarrörinu til þess að geta fundið það á morgnana til að noka snjó ofan af því. Skamt t'rá bænum var lækur og var alt vatn sótt þangað. Þegar hríðinni linti voru 14 snjóþrep niður að vatnsbólinu. Bæirnir Hvannstóð og Hólaland fóru þá einnig algerlega í kaf. Þegar 9 vikur voru af sumri fór fyrst að örla á skítahlössunum á túninu í Brúnavík. Einkennilegt var, að þegai alt var á kafi í snjó í fjörðum og vík- um og á Úthjeraði, þá var Fljóts- dalur marauður og varð það til bjargar fyrir þá, er gátu komið fje sínu þangað. En það voru aðeins bændur í nærsveitunum, því að þeir, sem lengra áttu, komu fje sínu ekki frá bæ vegna ófærðar. En þúsundum fjár var slept þar og gekk það þar þangað til eigendur gátu sótt það aftur. Þá varð Fljóts- dalur mörgum til bjargar, og verð- ur það víst oftar þegar í nauðir rekur fyrir bændur í öðrum nær- liggjandi sveitum. Stefán Filippusson. ’P' ^ ^ ^ ^ Þá fór Stalin til Tjekkóslóvakíu og þar var honum sagt að hann gæti fengið buxur og vexti úr efn- inu. / Síðan fór hann til Frakklands og þar var honum sagt að hann gæti fengið jakka og buxur úr efninu. Að lokum fór Stalin til London og hitti þar frægan skraddara í Regent Street og spurði hvort hann gæti saumað klæðnað handa sjer úr þessu. — Hve marga? spurði skraddar- inn. Stalin varð alveg forviða og spurði hvernig á því stæði að hann gæti fengið hjer marga klæðnaði úr því efni, sem ekki hrykki nema í stuttbuxur í Rússlandi. — Jeg skal segja þjer, fjelagi Stalin, sagði skraddarinn, að þú minkar altaf eftir því sem þú fær- ist lengra frá Moskva. 5W ^ BRIDGE S. G 8 7 4 H. 3 2 T. 10 5 4 2 L. Á D 3 S. Á D 6 5 2 H. 9 8 6 T. 8 L. 7 6 4 2 S. K 10 9 2 H. 7 5 4 T. Á D G 9 L. 9 8 ÞESSI saga gengur í Tjekkósló- vakíu: Einn af aðdáendum Stalins gaf honum klæðispjötlu í afmælisgjöf. Stalin fór með hana til skraddarans síns í Moskva og spurði hvað hann gæti saumað handa sjer úr þessu. Það nægir í stuttbuxur, sagði skraddarinn. StaUn var ekki ánægður með það. Hann fór með klæðið til Póllands og spurði skraddara þar hvað hann gæti saumað úr því. Skraddarinn kvaðst geta saumað úr því síðbux- ur. S. — H. Á K D G 10 T. K 7 6 2 L. K G 10 5 Suður sagði 4 hjörtu. V sló út T8 og A drap með ásnum og sló út TD. Hvað á S nú að gera? Ef hann drep- ur með K og V er tigullaus, þá fær h.ann ekki neinn slag í tigli. Því er rjett að gefa D og eiga eftir K að drepa G, ef honum er slegið út og 10 til að drepa 9, ef hún kemur út. Með því að gefa D er S viss með 1 slag í tigli og hami tckur þann kostinn. En vegna þess hvernig spilin liggja að þessu sinni var þetta óþarfi, en spilamenn telja þetta rjett spilað, því að „allur er varinn góður." Cjullminar Á HVERJU vori þegar ísá leysir ög gróðurangan kemur í loftið, leggja nokkrir gamlir menn á stað til fjall- anna 1 Klondyke. Það eru þeir, sern enn eru á lífi af þeim æðistrylta hóþ, sem ruddist þangað árið 1898 til þess að ná í auðæfi. Þeir hverfa þangað á hverju vori til þess að njóta enn spenningsins, sem gagntók þá fyrir rúmum 50 árum. Flestir þessir menn eru öreigar og gætu ekki búið sig út til gullleitar sumarlangt. En ríkis- stjórnin hleypur undir bagga með þeim og hjálpar þeim með ráðum og dáð. Snemma á hverju vori sendir stjórn- in i Yukon mann til þessara gömlu framherja og lætur spyrja þá hvar þeir óski að leita gulls á þessu sumri. Þeg- ar upplýsingar eru fengnar um þetta hjá öllum, lætur stjórnin smala þeim saman og flytja hvern og einn á þann stað, er hann kaus sjer. Þeim eru fengin verkfæri og áhöld og nægur matarforði til sumarsins, og svo eru þeir skildir eftir og látnir eiga sig fram á næsta haust. Þarna eru þeir í essinu isínu. Þótt ellin sje farin að há þeim, verða þeir eins og nýir menn þegar þeir eru komnir á gullstöðvarnar og képpast við að grafa og þvo sand, í leit að smá- gullögnum. Allir eru þeir sannfærðir um það að ný gullöld renni upp í Klon- dyke, og stundum kemur það fyrir að einn og einn rekst á gullæð. Þegar haustar og veður fer að kólna, eru sendir menn til að smala þeim sam- an, leita þá uppi í giljum og grafning- um. Og svo eru þeir fluttir til Daw- son City, höfuðborgarinnar í Yukon og þar er sjeð fyrir þeim um veturinn. Þeim er fengin vist í Saint Mary’s Hospital. Þar eiga þeir sinn eigin sal, þar sem þeir sitja og skeggræða um gullnám, segja frá því hvernig sjer hafi gengið um sumarið og hvar þeir ætli að leita gulls næsta sumar. Þegar þeir eru orðnir svo lasburða, að þeir geta ekki sjeð um sig -sjálfir, þá er þeim fengin sjúkravist í spítal- anum. En það verður að höfuðsitja þá, því að hversu lasburða sem þeir eru, þá sitja þeir um að strjúka. Gullið seiðir þá enn, og þeir eira hvergi nema uppi í fjöllununj, þegar sumarið er komið. V ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.