Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 1
DREPSÓTT í REYKJAVIK MISLIIMGARIMIR 1882 FROSTAVETURINN mikli 1881 varð bændum þungur í skauti og hann kom líka hart niður á Reyk- víkingum. Frá 10. janúar til mán- aðamóta var grimdarfrost dag eftir dag og bálviðri suma dagana. Lagði þá öll sundin, Kollafjörð og Hval- fjörð, svo að gengið var á ísi frá Akranesi til Reykjavíkur. Heldust svo ofvdðri, hörkufrost og hfíðar fram til marsloka og mundu gamlir menn ekki annan eins jökul á jörð eins og þá var kominn. Vorið varð slæmt, gerði hret þegar gróður var að bvrja og kyrkti allan nýgræð- ing. Sumarið kalt og þurt. Afla- brögð urðu mjög rýr, vegna þess að vetrarvertíðin bi'ást alveg. Var því víða þröngt i búi. Næsta vetur var veðrátta og hin versta, óstöðug og stormasöm. Vor- ið var kalt. Hafís rak að landinu í april og lokaði hann öllum höfnum að vestan, norðan og austan og mörgum höfnum á Suðurlandi. Rak hann ekki frá landinu aftur fyr en um höfuðdag. Seint i apríl gerði lijcr norðaustan stórhrið í marga daga. í maí voru sífeldir næðingar og þurviðri og tók fyrir allan gróð- ur. Helst svo fram undir júnílok, en þá gerði hlýindatíð um mánaðar bil. Þorvaldur Thoroddsen þurfti að fara í rannsóknaför um Austur- land á þessu sumri. Hann komst ekki á stað frá Möðruvöllum fyr en 28. júní, og segir svo í ferðasögu sinni, sem út kom árið eftir: — Síðast liðið sumar (1882) var eins og alhr vita eitt hið Raldasta er verið hefur í manna minnum, samgönguleysið, ísarnir, kuldi, þok- ur, rigningar og frost um hásumar, drógu kjark úr mönnum. Þegar svo viðrar er eigi gott að gera rann- sóknir á öræfum, örðugur útbún- ingur í langferðir, hestar eru n>agr- ir og lítið gras fyrir þá. Ekkert er hægt að fá í kaupstöðunum og ekkert frá útlöndum, svo þá eru flestar bjargir bannaðar.... Tor- sótt var að fá það, sem til ferðar- innar þurfti, en lakast var þó, áð vísindaleg verkfæri frá Kaup- mannahöfn gátu eigi komist til mín vegna ísanna, og voru að flækjast kring um land þangað lil í ferðar- lok.-------- Mikill íellir varð þctta vor, lirundi sauðfje og hcstar niður þús- undum saman. Matvælaskortur var í verslunum víðs vegar um land, vegna siglingateppunnar. Og ofan á alt þetta bættist svo, að hingað bárust mislingar, „versta plágan þetta ár, næst haíísnum og fellin- um“, segir í „Frjettum irá íslandi“. Fóru þeir um alt land og voru mjög mannskæðir, einkum í Reykjavík, ísafirði og Skagafirði. Höfðu mis- lingar þá ekki gengið hjer í 86 ár og þess vegna voru svo margir næm -ir fyrir þeim. Og vegna þess að fólk var illa undir það búið að taka á móti farsótt, eftir hih miklu liarð- indi og bjargarskort, urðu þeir að drepsótt, mannskæðari hjer í Revkjavík heldur en „spanska veikin“ var 1918 og þótti húii :þó nógu slæm. SNEMMA þetta vor sigldi* lielgi Helgason snikkari (síðar kaujpmað- ur) til Kaupmannahafnar til þess að útvega efnivið til hins nýa barnaskóla, sem reisa átti þjer í Reykjavík þá um sumarið!.'Mtðan hann dvaldist í Kaupma.nnahöfn, gengu þar slæmir mislingut. Póstskipið „Valdemár“ koin hing- að til Reykjavíkur frá Kauptnanna- höfn hinn 2. maí, og n)eð,þvi-fjórir farþegar, kaupmehnirnif A. Th Thomsen, M. Smith og Símon John sen og Helgi snikkari hinn f jórði. Var mælt að einn þeirra heíði feng- ið mislingana í Kaupmannahöf n og verið nýstaðinn upp úr þgrmóþggar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.