Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Síða 2
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skipið fór þaðan. En á leiðinni hafði Helgi verið eitthvað lasinn, en þó altaf á fótum og fór þegar í land er skipið kcm hingað. Gekk hann þá rakleitt inn í lyfjabúðina, sem þá var í Thorvaldsensstræti, hitti þar Jón Tór.iasson afgreiðslumann og bað hann að láta sig ía eitthvað hressandi, því að ,,slen“ væri í sjer. Jón Tómasson var kunningi ailra bæarmanna, og allir sneru sjer t.il hans er þeir þurftu að fá eitthvað úr lyfjabuðinni. Var hann annálað- ur maður fyrir háttprýði og greið- vikni. Hann greiddi þegar úr erindi Helga og fór Helgi við það, en gleymdi vetlingunum sínum á borð- inu. Tók Jón þá til handargagns og' geymdi. Tveimur dögum seinna komu mis lingar út á Helga og varð hann að fara í rúmið. Yfirvöldin úrskurð- uðu þá, að hann skyldi settur i sóttkví og hús hans einangrað og haldinn vörður um það nótt og dag, ef ske kynni að með þeim hætti mætti varna því að mislingarnir breiddust út. Hjá Helga voru fjórir smíðanemar og var þeim bannað að fara heim til sín, þegar húsið var sett í sóttkví, urðu að sofa þar, en fengu að borða hjá Kristbjörgu, systur Helga, sem bjó í næsta húsi. Þrátt fyrir þessar aðgerðir, voru menn þó vonlitlir um að þær mundu duga, því að Helgi hafði víða farið og haft tal af mörgum áður en hann lagðist í rúmið, og var talið nokkurn veginn víst að einhverjir hefði sýkst af honum. Sú varð einnig reyndin á, og lagðist Jón Tómasson fyrstur, og sögðu menn að það hefði hann haft upp úr því að hirða vetlingana, sem Helgi gleymdi í lyfjabúðinni. Jónas Jónassen, sem þá var sett- ur landlæknir, hafði ráðið utanför með póstskipinu, til þess að verja doktorsritgerð sína um sullaveik- ina á íslandi. Þóttist hann ekki geta frestað þeirri för. Lágu margir hon- um á hálsi fyrir það seinna, þegar veikin var í algleymingi og dauðinn stóð fyrir hvers manns dyrum. Áður en landlæknir færi, Ijet hann prenta leiðarvísi, sem læknar áttu að útbýta meðal almennings. Er mislingasóttinni þar lýst og bent á þær varúðarráðstalanir, sem helst gæti að haldi komið. Hjer í Revkja- vík voru tveir læknar, þegar Jón- assen var farinn, Tómas Hallgríms- son hjeraðslæknir og Guðni Guð- mundsson er síðar var læknir á Borgundarhólmi. Jón Hjaltalín fyr- verandi landlæknir var hjer að vísu, en hann var „farinn að kröft- um líkama og sálar“. Var harm þó það hress að hann var á ferli dag- lega og heimsótti ýmsa kunningja sína. Þessi mæti maður andaðist i svefni aðfaranótt 8. júní og fór jarðarför hans fram 17. s.m. Mun það eigi rjett, sem segir í ævi- miruiingu hans í „Andvara' að mik- ill fjöldi manna hafi íylgt honum til grafar, því að talið er að þá hafi legið um 900 af bæarbúum í mis- lingunum, enda segir í „Þjóðólfi“, að útför hans hafi „engan veginn verið svo vegleg eða hátíðleg, sem slíkum manni sómdi, en þá voru líka mislingarnir hinir áköfustu“ UM miðjan maí fór sóttin að stinga sjer niður í bænum og gerði einna fyrst vart við sig í latínuskólanum. Tók hún skólapilta svo geist, að á nokkrum dögum höfðu 3 af hverj- um 4 lagst í rúmið. Hinn 24. maí var kensla alveg látin falla niður. Gengu aðeins 5 piltar undir vor- próf, en annars var prófum frestað til hausts, nema stúdentsprófi, sem haldið var seint í júlí. Nú lögðust bæarbúar einnig í hrönnum. Sýndist veikin í fyrstu heldur væg, en annað varð uppi á teningnum, er fram í sótti. Um það leyti sem skólanum var lokað, var talið að 1000—1100 manns hefði tekið veikina og lágu þeir misjafn- lega þungt haldnir. Harðast kom veikin niður á vanfærum konum, því að hún hafði þau áhrif á þær að þær fæddu nær allar fyrir venju -legan tíma; fæddust mörg börhin örend og svo dóu mæðurnar. Ann- ars tók veikin alla þá, sem ekki höfðu íengið hana áður. Ýmsir kvillar fylgdu veikinru eða komu í kjölfar hennar. Er þar aðal- lega getið um lungnabólgu, og þeg- ar hún gerði vart við sig þá var oltast dauðinn vís, því að þá voru hvorki til sulfalyf nje penicillin, pg engin vörn gegn lungnabólguhni önnur en heitir bakstrar, en ekki gott að koma þeim við, þar sem engir voru til hjúkrunar. Margir lengu slæman hlustarverk og mistu nær heyrn í bili. Aðrir mistu sjón. Um Erlend Árnason snikkara er þess getið að hann misti sjón í leg- unni og fekk auk þess stjarfa. Brá hann við handtökum Guðna lækn- is, er hann kom að honum þannig og tók að liðka kjálkavöðvana og reyna að opna á honum munninn. Tókst Guðna það um síðir. Þegar Erlendi fór að batna kom sjónin smátt og smátt, en þó fekk hann aldrei fulla sjón aftur. SJALDAN hefur verið jafn dapur- legt í Reykjavík eins og í þessum júnímánuði, og þó einkum er á leið. Á mörgum heimilum var enginn maður uppi standandi og enginn til að hjúkra sjúklingunum. Breitt var fyrir alla glugga, því að sjúklingar þoldu illa birtuna, og þegar komið var inn í húsin heyrðist ekki annað en veikindastunur í hálfrökkrinu. Varla sást maður á ferð um göt- urnar, nema þar sem Líkfylgdir fóru, og dag eftir dag barst ómur dauðaklukknanna inn til þeirra, sem börðust við veikina og dauð- ann. Til er stutt skýrsla frá Hailgrími Sveinssýni, er þá var dómkirkju- prestur, um það hvernig veikin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.