Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 3
hafði hagað sjer í júnímánuði. Er sú skýrsla dagsett 27. júní og má nokkuð af henni ráða um það hvernig ástandið var, því að í ein- faldleik sínum bregður hún upp átakanlegri mynd af því. Skýrslan cr á þessa leið: „Hinn 4. júní dó fyrsti maður i Reykjavík úr mishngasýkinni, eða afleiðingum hennar. Síðan og til þess seint í gærkvöldi (26.) hafa dáið í þessari sókn 41 fullorðnir og 34 börn, samtals 75. Meðal hinna fullorðnu eru 4 er ætla má að dáið hafi aí öðrum sjúkdómum og máske 2—3 börn. Meðal dáinna eru talin 6 andvana fædd börn. Fyrsti íull- orðinn maður dó 9. júní. Af hinum fullorðnu hafa ílestir (29) verið á aldrinum 25—35 ára, en 8 á aldrin- um 17—25. Þessa daga hafa flestir dáið: 15. dóu 6, 16. dóu 5, 24. dóu 6, 25. dóu 7 og 26. dóu 9. Síðustu 7 dagana (20.—26.) hafa dáið alls 34. Síðasta hálfan mánuðinn hafa oftast nær lcgið á börunum 20—30 lík í einu og í gærmorgun voru hjcr 38 lík ójörðuð.“ ÖRDUGT mun nú að fá glöggvari lýsingu á ástandinu í bænum um þessar mundir. Jeg hef leitað upp- lýsinga hjá nokkrum öldruðum inn- bornum Reykvíkingum, sem voru stálpaðir þegar veikin geisaði. En þeir höfðu litlu við að bæta þær heimildir, er jeg hafði dregið sam- an annars staðar. Viðkvæðið hjá þeim öllum var þetta: „Jeg man lítið annað en það, að jeg veiktist og )á um hríð.“ Þó ber þeim öllum saman um, að dauflegt hafi verið yfir bænmn og dapurlegt að heyra dánarklukkur hringja á hverjum degi vikum saman. Einn sagði: „Jeg man eftir þvi að jeg var staddur með föður mínum suður í Suðurgötu. Þá voru born- ar tvær líkkistur suður í kirkjugarð og fylgdi enginn maður, því að eng- inn var til að fylgja þeim. Þetta er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 mjer minnisstætt vegna þess að jeg komst við er jeg horfði á þetta.“ Annar sagði: „Jeg var ekki nema á tíunda árinu þegar veikin gekk. En jeg man eftir því, þegar jeg var nýstaðinn upp úr henni, þá fór jeg með pabba suður í kirkjugarð. Ekki man jeg í hvaða erindum hann fór þangað, en jeg man eftir mörgum líkum í líkhúsinu og mörgum nýum leiðum í kirkjugarðinum. Grafar- inn var að taka gröf og pabbi sagði við hann: „Það er nóg að gera núna.“ — „Já, bara að það haldist“, svaraði grafarinn. Jeg veit að hann hefur sagt það í hugsunarleysi, því að þetta var vanaviðkvæði, ef menn höíðu vinnu. En það stakk mig í hjartað þótt ungur væri, og jeg hef aldrei getað gleymt því.“ Eins og getið er í skýrslu dóm- kirkjuprestsins, dó fólkið svo ört að ekki hafðist undan að smíða lík- kistur og jarða. Allir hinir vngri smiðir lágu veikir, en meistarar þeir er uppi stóðu, gerðu ekki ann- að en smíða líkkistur. Sinn aldrað- ur trjesmiður, Magnús Bergsteins- son í Heilmannsbæ, fekk ekki veik- ina, og fór að smíða líkkistur. Ekki átti hann vinnustofu, en smíðaði allar kisturnar úti á bersvæði r.orð- an við bæinn. Stóð hann þarna við þær smíðar dag eftir dag og viku eftir viku, frá morgni til kvölds og hvernig sem veður var. Lík voru flest geymd í heimahús- um þangað til hægt var að jarða. En þar sem illa stóð á voru Jíkin flutt suður í líkhúsið í kirkjugarð- inum og geymd þar. Öll lík voru borin suður í kirkju- garðinn; það var ekki fyr en löngu seinna að farið var að flytja lík á vagni. Þótt svona margir ljetust, var þó aldrei jarðað í hópgröfum, heldur var sín gröfin tekin að hverri kistu. Þeir höfðu þá nóg að gera grafar- inn og dómkirkjupresturinn. Enginn minnist þess að búðum hafi verið lokað í bænum vegna veikindanna. ' ■ i (T . Tflv ad SÓTTIN helt áfram að drepa fólkið allan júlímánuð og fram í ágúst voru menn að deya af eftirstöðvum hennar og fylgikvillum. Ber heim- ildum ekki fyllilega saman um það hve mörgum mislingarnir hafi orð- ið að bana, segja sumir 120 en aðrir alt að 150, en þá mun átt við hve margir dóu í allri sókninni að Sel- tjarnarnesi meðtöldu. Af prestþjónustubók Rcykjavík- ur verður ekki glögglega sjeð hvað mislingarnir hafi orðið mörgum að bana. Á tímabilinu frá 3. júní til 9. ágúst deya hjer alls í Reykjavík 124, en þess er getið að 1 hafi dáið úr krabbameini, annar hafi drukn- að, þriðji hafi rotast í slysi, kona hafi dáið úr slagaveiki og barn úr „vanþrifum og kröm“. Ef þetta fólk er dregið frá, verða eftir 119. Senni- lcga hafa einhverjir dáið af afleið- ingum mislinganna eftir 9. ágúst, og mun því láta nærri að báðar hinar tilfærðu dánartölur sje nokk- urn veginn rjettar, að í Reykjavík hafi látist 120, en í allri sókninni um 140, því að 18 ljetust í Sel- t j arnarneshreppi. í Reykjavík áttu þá heima um 2000 manns. En þegar „spanska veikin“ gekk hjer 1918 voru íbúar Reykjavíkur um 16.000, og talið var að þá hefði dáið um 300. Af þessu geta menn sjeð, að* mislingarnir hafa verið freklega helmingi mann- skæðari tiltölulega holdur en „spanska vcikin“ var. Tíyolg igíaii. EINS og áöur er getið var enginn viðbúnaður til þess að taka á móti veikinni hjer. Sjúkrahús var þá ekkert nema nokkur rúm uppi á lofti í Klúbbnum, sem.stóð þar sem nú er hús Hjálpræðishersins. Varð það auðvitað að litlu gagni í þess- um miklu veikindum. Fólkið lá heima við misjafnán útbúnað og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.