Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Page 4
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sumt hjúkruriarlaust með öllu nema hvað ’séknarnir gerðu sjer far um það að néimsækja sem allra flestá áliverjum degi. Sums staðar var enginn fær um það að halda við híbýíahita hjá sjúklingunum, en vegna þess hve kalt var í veðri, mun þáð hafa átt sinn þátt í því hve margir fengu lungnabólgu. — Ssgt er og að lyf hafi verið hjer af skormirií skamti, og þegar veikin stóð sem hæst vildi það óhapp til, að geymsluhús og efnarannsókna- stofa lyfjabúðarinnar brann til kaldra kóla. Það var 26. júní Var það fyrir vasklega frameöngu slökkviliðsins að sjálfri lyfjabúð- inni var bjargað og þótti það hið mesta happ. VETURINN áður en mislingarnir gengu, dreymdi Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, konu Einars Jónsson- ar, sem kallaður var spillemann, að til sinjíæmi svört og ljót kerling og bæði næturgistingar. Ingibjörg vorkendi henni eitthvað og bauð henni að vera lengur, en það kvaðst kerliijg ekki mega, hún hefði engan tíma*til þess, hún þyrfti að fara svo ákaflega víða. Seinaa ; töldu menn að þessi draufnur. hefði boðað mislingana, því að þeir fóru um alt land. Varð engum vörnum við komið. Skóla- piltar lögðu á stað heim til sín þegar ef þeir voru staðnir upp úr veikinni, og dreifðust um alt land og hafa eflaust borið með sjer veik- ina hver til sinna heimkynna. — Einnig hefir hún borist með ver- mönnum og póstum. SVO bágt var þá ástandið á ís- landi, að Hilmar Finsen landshöfð- ingi skrjfaði íslandsráðgjafanum í Kaupmanftahöfn 26. júní, og segir að almerift hungursneyð sje yfir- vofandi véstán lands og sunnan, og ofan á þetta bætist svo mislingarn- ir, sem hafi Jagt helming Reykvík- Ferðir fuglanna MARGT ER enn óskiljanlegt um ferðir fuglanna. En þegar um þær er talað, er venjulega átt við ferð- ir farfuglanna, sem ferðast á viss- um tímum vor og haust suður og norður, og einnig austur og vest- ur yfir meginlöndin. En sjófugl- arnir fara einnig langferðir í stór- hópum. Um farfuglana er það að segja, að þeir fljúga oftast nær milli vissra staða. Þeir dveljast á ákveðn um stöðum á sumrin og ferðast á haustin til ákveðinna staða. Það má vel vera að á þessum lang- ferðalögum styðjist þeir við land- sýn og kennileiti og rati þess vegna. En ekki á þetta þó við um alia farfugla. Um gaukinn er það til dæmis vitað, að ungarnir leggja á stað í suðurferðina á haustin, löngu eftir að foreldrar þeirra eru farnir. Þeir hafa því enga leiðsögu og þeir geta ekkert vitað um það land, sem þeir eru að fara til. En þó rata þeir. Ungir gaukar, sem eru fæddir og uppaldir í Evrópu, - - ---- IM — .............. inga í rúmið og drepið marga. Um sumarið var efnt til samskota handa íslendingum erlendis, í Dan- mörk, Noregi, Þýskalandi og Eng- landi. Og þá um haustið kom meist- ari Eiríkur Magnússon hingað hlöðnu eimskipi og útbýtti mat- vörum um alt land og bjargaði með því mörgum mannslífum. En þrátt fyrií hið slæma ástand hjer í bænum þetta sumar, var þó nokkuð um byggingar. Þá var bygð -ur barnaskólinn í Pósthússtræti, hús Helga E. Helgasonar skóla- stjóra og Hótel ísland. Enn fremur voru Elliðaárnar þá brúaðar, og þótti það hið mesta mannvirki. A. ó. fljúga á haustin rakleitt til Suður- Afríku eða Arabíu. Maður á bágt með að trúa að þeim sje það með- fætt að vita hvert þeir eiga að fara. Og ekki er sú skýring lík- legri, að hitabreytingar í lofti eða vindar ráði ferðum þeirra. En þeir komast altaf á ákvörðunarstað. Tökum vjer til dæmis farfugl, sem er fæddur og upp alinn í Grænlandi, þá verður hann að fljúga þrisvar sinnum yfir haf áð- ur en hann kemst til Hjaltlands, fyrst milli Grænlands og íslands, svo milli íslands og Færeyja, og seinast milli Færeya og Hjalt- lands. En hver þessi áfangi er um 300 mílur. Þeir hafa þó landsýn við að styðjast á leiðinni. Öðru máli er að gegna með sjó- fuglana, en þeir munu jafnan sækja á vissar slóðir undir vetur. Á hinu mikla landgrunni hjá New Foundland hefir fjöldi sjófugla vet- urvist. Þar hafa veiðst 8 ungir mávar og tveir ungir lundar, sem höfðu verið merktir í Bretlandi. Enn fremur hafa væiðst hjá New Foundland og Labrador mávar, sem merktir hafa verið í Dan- mörk, Grænlandi og íslandi. Tveir mávarnir frá íslandi voru fullorðn- ir þegar þeir voru merktir. Um þessar tegundir fugla er hið sama að segja og um gaukana, að ung- arnir og fullorðnu fuglarnir verða ekki samferða. Verða ungarnir því að rata sjálfir á þær slóðir, þar sem foreldrar þeirra eru vanir að dveljast á vetrum. En hvernig fara þeir að því að rata á þá staði? Máske slást þeir í fylgd með ein- hverjum öðrum fuglum, sem rata. Þó er sú getgáta ekki fullnægjandi. Mávar, sem merktir hafa verið í Frh. á bls. 306

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.