Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Blaðsíða 6
306 LESBOK MOROUNBLAÐSINS Þetta er vegur þó svo greiður þar sem bjarma á djúpið slær. Því svo margan særinn seiddi, sem í fyrstu minning skín, þar sem barn í langför leiddi litlu draumaskipin sín. . i x i '* Fósturlandsins gnoðin glæsta, Gullfoss okkar draumaskip! Með þjer vígist vonin stærsta veru,leikans tignarsvip. Aldrei. fyr var ísland stærra. Á hver tíð sín framaspor. Frá þessum knör við horfum hærra hváð sem annars bíður vor. i > í 1 •: - '> i 7 Á Kjartan Ólafsson. — Fuglarnir Frh. af bls. 304. Bretlandi, hafa einnig veiðst í sunnanverðu Grænlandi, í Davis- sundi, á íslandi, Færeyum, Dan- mörk, Hollandi og Biscay-flóa, svo að þeir dreifa allmjög úr sjer. Merkingar fugla eru mjög þýðingarmiklar til þess að afla þekkingar á háttum þeirra, enda fara nú fuglamerkingar fram um alla Norðurálfu og Norður-Amer- íku og færast í vöxt ár frá ári. Til dæmis hafa um 750 þúsundir íugla verið merktar í Bretlandi seinustu 40 árin. En þrátt fyrir þennan mikla fjölda, er það furðu fátt af merkjum, sem aftur kemur til skila. Þó hefir fengist mikill fróðleik- ur um ýmsar tegundir fugla á þennan hátt, eigi aðeins um það hvert þeir ferðast, livar þeir liaf- ast við á vetrum, hve gamlir þeir eru þegar þeir veiðast o. s. frv., lieldur einnig um það hverjir vitja sömu varpstöðva ár eftir ár, og jaínvel sama hreiðurs. Fyrir fjórum árum voru merkt- ir 140 skúmar og kjóar í Skotlandi en ekki hafa nema um 3% þeirra komið í leitirnar, og enginn þeirra í Skotlandi. Einn settist á franska fiskiskútu út af Flandern. Á Fagurey, sem er skamt und- an Skotlandi, er fuglamerkingastöð. Var henni valinn staður þar vegna þess að þar koma við farfuglar úr tveimur áttum, annar straumurinn frá íshafslöndum Kanada, Græn- landi og íslandi, en hinn frá Skandmavíu, íshafsströnd Evrópu og Síberíu og jafnvel frá löndum sunnar. Er það ótrúlegur sægur fugla, sem fer þar um á suðurleið. en langt um færri koma þar við á norðurleið á vorin. Menn þykjast og hafa tekið eftir því, að sje snörp vestlæg átt þegar fuglarnir cru á ferðinni, þá koma færri þar við en endranær. Mest berst þang- að af farfuglum þegar suðaustlæg átt er og votviðri. En hvar leggja þeir fuglar þá leið sína, er koma þar ekki við í vestanátt? Auðvitað fara þeir sinna ferða, en velja sjer þá einhverja aðra leið. Er ekki tal- ið ólíklegt að vestanvindurinn hreki þá yfir Norðursjó að strönd- um meginlands Evrópu og þeir þræði svo með þeim. Sumir ætla þó að verið geti að í vestanátt íljúgi þeir yfir Skotland hátt í lofti og komi þar ekki við. Eitt er víst, að ef skyndilega breytir um átt frá vestri til austurs, þegar fuglarnir eru á ferðinni, þá koma þeir í stórhópum til Fagureyar. Það gæti ekki átt sjer stað ef þeir væri þegar komnir austur yfir Norður- yfirleitt mjög hátt og sú ályktun dregin af því hve sjaldan sjest til ferða þeirra af skipum, sem eru á siglingu á þeim slóðum, er leið þeirra liggur yfir. BRIDGE S. 8 4 2 H. 10 4 T. Á K 7 6 5 3 L. 10 4 S. K G 10 H. 9 8 7 5 T. 8 2 L. D 9 3 5 N V A' S S. Á 7 3 H. G 6 2 T. D 4 L. G 0 7 ö 5 S. D 9 6 H. Á K D 3 T. G 10 9 L. Á K 2 Sagnir voru þessar: S. V. N. A. 1 gr. pass 3 gr. pass pass Mönnum mun virðast djarft af N að scgja 3 grönd, en þetta cr rjett sögn. S ætti að hafa fyrirstöðu í tigli og þá hefur N vissa 6 slagi. V sló út SG og A drap með ásnuin, spilaði aftur spaða, og V tók 3 slagi. Nú varð S að fleygja af sjer einu spili og það er ekki sama hvert spilið er. Hann verður að fleygja tigli, því að annars kemst hann inn á tigul aftur og fær ekki nema 3 slagi í þeim lit, og spilið er tapað. En hann á alla slagina sem eftir eru, ef hann fleygir tigli. ^ ^ SANNGJÖRN KKAFA sjo. Þá cr það einkennilegt að það er eins og íarfuglarnir fælist vit- ann á Fagurey. Á björtum liaust- nóttum, þegar mikið ber á vitan- um, setjast þar mjög fáir fuglar En skyldi þoka skyndilega skella yfir, þá fyllist alt af þeim. Af þessu mætti ef til villl draga þá ályktun, að farfuglarnir leiti til landa þegar dimmviðri er. Ann- ars er talið að farfuglarnir fljúgi FRÚIN var að rífast út af því að reikríingur læknisins væri alt of liár. — Þjer verðið að nmna eftir þvi að jcg kom ellefu sinnum til Tomma litla þegar hann lá í mis- lingunum, sagði læknirinn. — Og þjer ættuð þá líka að muna það, sagði hún, að Tommi hefir gert yður ríkan, því að það var hann sem smitaði alla krakkana í skólanum. - . ^ m r—-, —■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.