Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1950, Side 7
LESBÓK MORGUNBLADSINS 307 Sveinn sterki a Kleiium SJERA SVEINN Nielsson á Staða- Stað ritaði dálítinn þátt um afa sinn, Svein Sturlaugsson, er kend- ur var við Kleifar í Gilsfirði og eru hjer teknar upp frásagnirnar um aflraunir hans. Sveinn var fæddur 1728. Hann ólst upp í Fagradal (á Skarðs- strönd) og þótti snemma afbragð jafnaldra sinna, bæði til munns og handa. Harm átti fyrir seinni konu Guðrúnu laundóttur Ólafs Björns- sonar í Hvítadal. Bjugguþau fyrst í Bessatungu í Saurbæ. Fluttust þaðan að Efri-Brunná og þaðan að Þambárvöllum í Bitru. Eftir 6 ára búskap þar fluttu þau að Kleifum og bjuggu þar í 31 ár. Þar andað- ist Sveinn skömmu eftir aldamót- in 1800. Sveinn var hinn mesti afburða- maður að afh, en beitti því aldrei við nokkum mann, þótt honum rynni í skap, en maðurinn var bráðlyndur. Enda sýndi hann aldrei að óþörfu afl sitt, en það sáu menn, þegar á lá, munaði meira um handtök hans en 4—5 óval- inna manna, og aldrei varð honum aflfátt. Hjer skal minst á fáein dæmi: Maður hjet Brandur Skeggja- son. Hann var mikáll maður og mjög þreklegur. Hann var svo sterkur að hann var álitinn maki tveggja gildra manna. Hann bjó í Litla-Holti í Saurbæ. Hann varð geðveikur og geðveikin varð að æði. Þá bjó Sveinn Sturlaugsson á Efri-Brunná. Þá var það einu sinni, að svo bráði af Brandi að honum var lofað að fara í kirkju að Hvoli um messutímann. Prestur var í stóL En Brandur segir í því hann gengur inn kirkjugólfið: ,Jeg, Brandur Skeggjason, á að þjóna þessu húsi í dag“. Þá gegnir prest- ur: „Þegi þú, Satan“, og skipar undir eins að taka hann höndum og færa í bönd. Sex menn hlupu á Brand, en þeir gátu engu við hann ráðið. Hopaði hann þá út úr kirkjunni og tók þá, sem á hann rjeðust og fleygði þeim. Loks var Sveinn, sem var við kirkjuna, beð- inn að hjálpa til að taka Brand. Hann var tregur til, en fór þó einn að Brandi og þá kom BranduV engri vörn fyrir sig. Þegar Sveinn bjó á Þambárvöll- um, stóð bænahús í Guðlaugsvík. Á sú, er Víkurá#kallast, fellur á milli Skálholts og Kolbeinsvíkur. IIún verður oft ófær í vorleysing- um. Um einn vormessutíma hafði Víkurá vaxið svo, að hún þótti lítt fær. Sveinn fylgdi þá Guðrúnu konu sinni yfir ána, en þá hann kom á land, sá hann að flaut ofan eftir ánni kona, er Sesselja hjet og átti heima í Skálholtsvík. Á það horfðu tveir karlmenn úrræða- lausir. Sveinn hljóp af hestbaki og út í ána. Braut straumurinn á öxl- um honum, þar sem hann náði konunni og bar hana á handlegg sjer í land, en konan var kvenna stærst. Einu sinni sá hann heiman frá sjer (á Kleifum) eitthvað það. sem hann átti ekki von á, í blautri mýri fyrir neðan Brekku í Gils- firði, er Brekkugormur er kölluð. Heldur hann að eitthvað gangi þar að, og gengur þangað. Þegar hann kemur þar, sjer hann að tvær kon- ur standa þar hálfbognar og grát- andi og halda báðum höndum í eyru á kú, sem er fallin í pytt og orðin máttvana. Þær urðu fegnar komu hans. Hann skipar þeim að fá sjer eyrun. Veður var mjög hvast og kalt. Skipar hann þeim svo að sækja heim tvær rekkju- voðir og brekan og flýta sjer sem mest. Þær hlupu af stað sem mest þær gátu, því þeim var orðið kalt, enn sem þær litu aftur, sáu þær baulu standandi á pyttbárminum og var hún að öllu jafrigóð, 'riéma máttlítil í eyrunum. Þá var Sveinn sextugur að aldri og að líkindum mikið farinn að tapa afli.--------- Geir Jónsson Vídalíri (biákup) kom sumarið 1790 að Kleifum á ferð. Dvaldi hann þá lengi hjá Sveini. Þeir bundust því áð skrif- ast á meðan báðir lifðu, og það gerðu þeir. Sjera Einar Guðbrandsson, sem dó á Auðkúlu 1842, kvaðst hafa heyrt biskupinn segja, að hann hefði sjeð einn gamlan mann hjer á landi, sem sjer hefðí þótt mjög líkur því, sem hann ajtlaði að hin- ir frægu fornaldar kappar, -eink- um Gunnar á Hlíðarenda, hefði verið. Og þá int var eftir, hver sá hefði verið, nafngreindi hann Svein Sturlaugsson á Kleifum. Sveinn óskaði oft í elli sinni að niðjar sínir ljeti heita eftir sjer og lagði heitar blessunaróskir yfir nafn sitt hjá niðjum sínum.--------* Sveinn Björnsson, forseti ís- lands, er fjórði maður frá Sveini á Kleifum. ^ ^ íL Ít Ungur málari kysti stúlkuna, sem sat fyrir hjá honum. „Jeg er viss um að þú gerir þetta við allar fyrirmyndir þínar“ sagði hún. „Nei, nei, þú ert sú fyrsta“. „Hvað margar fyrirmyndir hefir þú haft?“ „Fjórar", sagði hann, „rós, lauk, bjúgaldin og þig“. ★ Hjúkrunarkona tekur á móti kven- sjúkling: „Jeg vona að yður líði nú vel hjerna og þjer kunnið við yður. Og ef það er eitthvað, sem yður vantar, þá látið mig vita og jeg skal sýna yður hvernig hægt er að komast af án þess“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.