Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55* 315 þess lærði jeg að vinna, að treysta á sjálfan mig og standa á eigin fót* um. Af því lærði jeg skilsemi og að bera virðingu fyrir vinnu og peningum, en forsmá fjárglæfra, loddaraskap, betl og að vera uop á aðra kominn. Jeg lærði það, að maður á að vinna fyrir launum í dag, en eyða þeim ekki fyr en á morgun og helst ekki öllum. Jeg lærði það, að maður á að standa við orð sín, greiða reikninga sína í gjalddaga og forðast að glata sjálfstæði sínu með því að stofna skuldir. Fyrir þessar gömlu bænda- dygðir — sem þróast á tímum erfið- leikanna, en gleymast þegar alt leikur í lyndi — er jeg fortíðinni sannarlega þakklátur. ÞÓTT VJER bændasynirnir lærð- um ýmsar gamlar dygðir, þá skorti oss mikið í augum heimsins. Oss skorti hina ytri siðfágun. Vjer gengum í ljelegum fötum með gömlu sniði. Vjer vorum oft sóðalegir og kærulausir með út- litið, og vjer-vorum ekki altaf vel þvegnir á bak við eyrun. Vjer höfðum ekki lært neina borðsiði. Vjer snýttum oss í fingurna. Vjer þektum ekki kurteisisvenjur kaup- staðánna. Vjer vorum sem sagt skepnur — að minsta kosti jeg. Það er auðvitað Þrándur í götu ungs manns. Að vísu viðurkenna allir, að mestu óþokkarnir sjeu íínast greiddir og gangi með skörp- ust brot í buxunum. En svo er þess krafist að heiðarlegur ungur maður skuli apa þetta eftir þaim. Er það;ekki bæði heimskulegt og andhælislegt? Um mig er það að segja að jeg var dubbaður upp, snurfusaður og þveginn þegar hagsýn og skynsom kona tók mig að sjer (af ást). Breytingin varð þó að nokkru leyti gegn vilja mínum. Og mjer er ekki grunlaust um að úndir'niðri sje ieg enn sveitarpiltur, og; jeg vona að svo sje. Jeg tel það hrós ef einhver kallar mig siðleysingja, eða með vægara orði náttúrubarn. Því að á langri ævi hefi jeg fengið stað- fest það, sem jeg lærði í æsku, að menning er ekki að kunna að hand- fjalla hníf og gaffal eftir kúnstar- innar reglum, nje að klæðast fín- um fötum, greiða sjer vel og kunna kurteisleg ávörp, heldur samræmi innri eiginleika, sem eru þannig saman slungnir að þeir skapa heil- steyptan mann. Og lífið hefii enn fremur kent mjer, að jafnvægi sál- arinnar, sem er undirstaða sannr- ar gæfu, þróast ekki á hinum mal- bikuðu götum, heldur í einrúmi í sálardjúpi hins einfalda manns í kyrð og ró bændabýlanna og' verkamannabústaðanna. Jeg get bætt því við, að þetta jafnvægi sál- arinnar hefi jeg fyrst og fremst fundið hjá hinum nafnlausu kon- Foreldrar ÞAÐ ER ekki lengra síðan en um aldamótin, að foreldrar höfðu alt- af rjett fyrir sjer. Orð þeirra voru lög. Þegar krakki vældi: ,,Hv,'ers vegna má jeg það ekki?“ þá svar- aði mamma: „Vegna þess að jeg vil það ekki“, og þar við sat. Vilji foreldranna gilti í einu og öllu, og þótt börnunum fyndist það stond- um hart að þurfa að beygja sig fyrir þessum járnharða vilja, þá virtu þau hann og fundu til ör- yggis í skjóli hans. Nú er öldin önnur. Nú eru það börnin, sem öllu eiga að ráða. Upp- eldisffæðingar, sálfræðingar og læknar leggja foreldrunum lífs- reglurnar. Þessar ráðleggingar bylja á hinum, ungu mæðrum í blöðum og útvarpi. „Þið megið ekki banna börnunum'neitt. Það ge.tur orðið til þess að kyrkja and- legan þröska þeirra og .gera > þau um, mæðrunum. Það eru þær, sem vaka yfir menningarverðmætum þjóðarinnar. Af krafti þeirra vex framtíðin. Hinar heilsteyptustu meðal þess- ara kvenna hafa hvíslað yfirlætis- lkusri setningu í eyra barna sinna, setningu úr viskunnar bójc: Hvað gagnar það manninum þótt hann eignaðist allan heiminn, ef harin biði tjón á sálu sinni. Þessi setning hefir hljómað í eyrum mjer frá því að jeg vaf barn og hugsaði mjer að leggja uadir mig heiminn og betra hann. Hún hefir verið mjer huggun í mót- læti og hvöt í meðlæti. Ög enn, á aftni lífs míns, heyri jeg’eins o'g fjarlægan óm: Hvað gagriaí ... ef þú bíður tjón á sálu þinnil Þessi setning er fyrir mig kjarni lífspekinnar. og börn seinna meir undirförul svo að þau reyna að hafa fram sinn vilja með brögðum“, segja sumir. „Þið skuluð ekki kippa ykkur upp við það þótt börnin ykkar segi sögur, sem ekki er ílugufótur fyr- ir. Það ber aðeins vott um auðugt ímyndunarafl“ segja aðrir. En svo koma þeir þriðju og segja: „Ef börnunum ykkar hættir til þess að segja ósatt, þá er það ykkur sjálf- um að kenna, þið hafið ekki kunn- að hin rjettu tök á þeim“. „Ef börnin ykkar eru þrjósk, þá er það því að kenna, að þið hafið ekki sýnt þeim nógu mikla bli5u“, segja sumir. En svo koma aðrir og segja: „Það er stórhættulegt að gæla við börn. Það getur orðið til þess að þau verði ósjálfstæð í upp- vextinum og kunni ekki að standa á eigin fótum þegar þau þrosk- ast“. ' . :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.