Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 2
318 LESBÓK MORC.UNBLADSINS yfir eyarnar og sundin og skip, sem liggja á höfninni. Vjer fórum í land á lítilli skektu. I fjörunni var rusl og gjall og alls- konar lábarðir steinar, sem allir voru með holum, eins og þeir væri ormjetnir, og hálfir á kafi í sandi. Landið umhverfis Reykjavík er sviplaust. Þar eru hvorki trje nje runnar og alt sljett. Vítt um virðist alt vera mýri, þar sem dökkir stein- ar skaga upp úr hingað og þangað. Þetta er ekki núið grjót, sem hefur borist hingað, heldur alla vega hornótt og standa sumir steinarnir djúpt 1 jörð. ÞANNIG var nú sú óyndislega sýn sem við oss blasti af strönd'nni. Og lítið bætti bærinn úr við nánari viðkynningu. Þó var hjer aðsetur stiptamtmanns, biskups, dómstjóra og annara æðstu embættismanna. Og þó var þetta höfuðborg íslands. Efst á malarkambinum, rjett fyr- ir framan húsin, voru stórar fisk- breiður, og hafði fiskurinn verið breiddur þar til þerris. Þar voru einnig þrír eða fjórir hlaðar af þorskhausum, sem teknir voru frá til matar handa lægri stjettunum. Sex eða átta stórar vogir stóðu fyr- ir framan hús kaupmannanna, sett- ar þar til þess að vega fisk. Fjöldi fiskibáta stóð á malarkambinum, sjerstaklega vestast. Virtist svo sem veiðitíminn væri úti, og enginn þess -ara báta var hreyfður á meðan við dvöldumst í Reykjavík. Bátunum svipaði til norskra báta um lag, en voru miklu sterkari og betur smíð- aðir. Jeg held að þetta sje þeir sterklegustu bátar, sem jeg hef nokkurs staðar sjeð. Og samt voru þeir ekkert klunnalegir. Ef dæma má eftir því veðri, sem við fengum á leiðinni og hinu mikla brimi við ströndina, þá veitir sannarlega ekki af því að bátarnir sje traustir. Auk húsa þeirra, sem blöstu við af-höfninni, kom í ljós önnur húsa- röð að baki þeirra, eða öllu heldur tvær óreglulegar húsaraðir, sem mynduðu nokkurs konar götu, þvert á stefnu hinnar, allra vestast í bænum. í þessari götu, eða bili á milli húsanna, stóð grjótið upp úr alveg eins og utan við bæino. I þessum hluta bæarins á landfóget- inn heima, og fyrir enda götuimar er nokkurs konar turn. Það er 'am- komuhúsið, þar sem Danir og vei'sl- unarmenn haía stofnað nokkurs konar klúbb, leika þar billiard, eta þar kvöldverð, dansa þar og hafa aðrar skemtanir. Húsin meðfram ströndinni eru aðallega eign kaupmanna, sem flestir eru danskir. Húsin eru eins og norsk hús bygð úr timbri o.g þakin annað hvort með hellum eða borðum Við hvert hús er sölubúð, þar sem alls konar vörur eru á boðstólum. Eina íbúðarhúsið úr steini er hús stiftamtmannsins og stendui austan við húsaröðina. Það var áður tugthús. Biskupssetrið er á ströndinni alllangt austan við bæinn, snoturt hús, bygt úr múr- steini og kalkað utan. DÓMKIRKJAN stendur ein sjer sunnan við húsaröðina. Hún er úr steini með háu þaki úr þykkum borðum. Turninn er úr timbri, fer- strendur og með risi og í honum eru kirkjuklukkurnar. Á lofti kirkj- unnar er bókasafnið og var sagt að í því væri 6000 bindi. Allir hafa aðgang að því, og með vissum «kil- yrðum er mönnum leyft að fara með bækur heim til sín. Mjer var sagt að bæarbúar væri sólgnir í bækur. Þetta eru aðallega bækur um sagnfræði og kirkjusögu, og á ýmsum málum, þýsku, sænsku, dönsku og norsku. Þar eru emnig íslensk rit, svo sem fornsögurnar og Eddurnar. Auk þess eru þarna nokkrar bækur á ensku, aðallega eftir bestu rithöfunda, og ennfrem- ur bækur á grísku og latínu. Þar Dómkirkjan. (Teikning Barrows). eru og nokkur handrit, aðallega frá klerkastjettinni. íslendingar voru einu sinni mjög frægir fyrir bók- mentir sínar, og það er gleðilegt að þeir skuli enn vera innblásnir af þeim rannsókna og bókmenta anda sem einkendi feður þeirra. Skamt frá kirkjunni er stór kirkj ugarður. Hann hefur einhvern tíma verið umgirtur torfveggjum, en þeir voru nú víða hrundir og alt í niðurníðslu. Þar var mikill munur á og í Noregi, þar sem kirkjugarðarnir eru vel hirtir. Hjer sást enginn legsteinn nje heldur minnismerki úr timbri um hina framliðnu, heldur sofa þeir þar undir fátæklegum moldarhrúgum. Skamt heðan er dálítil tjörn og ór henni rennur lækur til sjávar. Þar við lækjarósinn hafa menn lát- ið sjer koma í hug að gera háta- lendingu og mundi það verða tU mikils hagræðis fyrir sjómenuina. UMHVERFIS hús kaupmanna, stiptamtmanns, biskups og lond- fógeta eru dálitlir garðar, þar sem ræktaðar eru einstaka tegundir af jarðarávöxtum. En alt var það heldur dauflegt og þroskalítið. Að- allega er ræktað kál og voru nú kálhöfuðin að myndast, gulrófur og kartöflur, sem geta orðið á stærð við skógarepli. Sagt var að tíðar- farið hefði verið kalt, en er þó stundum verra, svo að ekkert getur sprottið í besta tíðarfari fæst þó aldrei fullkominn vöxtur. Hreðkur. næpur og mustarður virtust þrifast best og stóðu í blóma í garði stipt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.