Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 4
320 WhAmm lesbók morgunblaðsins SEINASTA STYRJÖLDIN Eftir HAL BOYLE SÁ TÍMI kom, að jörðin skiftist í tvær hálfur, þá eystri og þá vestri. Og milli þeirra varð harður reip- dráttur og klögumálin gengu um það á víxl, að hvor helmingur vildi drotna yfir heiminum. Og það var kepst við vígbúnað í hvorum hluta heimsins og þeir urðu hvor um sig eins og herbúðir. Um þær mundir voru 4000 mil- jónlr manna í heiminum. En eng- inn mátti láta skoðun sína í ljós. en allir voru að kikna undir beim byrðum, sem leiddi af vígbúne.ðin- um gegn óvinunum. Níu tíundu hlutar af svitadrop- um fólksins, öllum fatnaði, öllu gulli og öllu stáli fóru til þess „að tryggja friðinn". Þannig var á- standið um allan heim. Almenn- ingur stundi undir byrðunum, en hernaðarvjelin helt áfram að mala af kappi. Svo skeði það eina hlýa nótt í apríl, þegar ekkert tunglsljós var, að Bermuda-ey sprakk með ógnar- legum dyn og hvarf í hafið. Flug- vjelar, sem voru skamt þaðan sáu hana hverfa í ólgandi og freyðandi sjávarlöður. Þremur klukkustundum seinna varð sprenging í Síberíu, og 50 fer- mílna land umturnaðist gjörsam- lega. Forráðamenn heimsins skutu þeg ar á skyndiráðstefnum, og einum rómi komust þeir að þeirri niður- Geysis. En vegna þess hvað alt var ljelega í pottinn búið, og vegna leti og seinlætis þeirra sem sjá áttu um útbúnaðinn, var sagt að vjer kæm- umst ekki á stað fyr en eftir þrjá daga. stöðu að þetta hefði verið eftir- leikur. Og nú voru vígvjelarnar settar í gang. Frá báðum heimshlutum var skotið sjálfstýrðum vatnsefnis- sprengjum. Þessi skeyti flugu mitt á milli himins og jarðar yfir At- lantshafið og Kyrrahafið og drógu á eftir sjer hvinslóða. Þar sem þau komu niður hurfu heilar borgir og stór hjeruð um- hverfðust — og þar fór alt annað svo sem loftskeytastöðvar, fiðlur, gamlar bækur' og málverk eftir Rembrandt, og miljónir manna ljetu lífið. „Líf eða dauði!“ var heróp þeirra í austri. „Sigra eða falla!“ var heróp þeirra í vestri. Og flugskeytin komu hundruð- um saman og síðan þúsundum sam- an. Og ógurlegir fellibyljir mynd- uðust og báru móðu dauðans yfir öll lönd. Eftir sex vikur var hver maður dauður, hver kona, hvert barn, hver fugl, hver skepna. Trjen stóðu lauflaus og mosinn varð hvít- ur. Og hinar 4000 miljónir manns- sálna flugu í einni bendu að hinu gullna hliði himnaríkis. Inn um gættina sáu þær hvar voru grænir vellir og fjöllit blóm. Og svo var hliðið opnað og sálir allra hinna drepnu barna þustu inn í Himna- ríki. Foreldrarnir ætluðu að fara á eftir þeim, en þá var hrópað þrum- andi röddu: „Bíðið!“ Og þau biðu. „Hvers vegna gerðuð þið mjer þetta?“ var nú kallað. „Þeir byrjuðu!“ hrópaði aðal- maður austanmanna. „Nei, þið byrjuðuð!“ hrópaði for- ingi vestanmanna. Þá var bókhaldari Himnaríkis kallaður til að skera úr og hann sagði: „Nótt eina í apríl skall gríðar- mikill loftsteinn á smáey í Atlants- hafi. Þremur stundum síðar fell annar loftsteinn niður í skóg í Síberíu. Og við það var eins og hver mannkind á jörðinni brjálað- ist.“ „Hvers vegna?“ spurði þrumu- röddin. „Vegna þess að vjer vorum hræddir," sögðu nú einum rómi /oringjar austurs og vesturs. „Þið voruð hræddir við að lifa, þess vegna fórust þið,“ sagði rödd- in. „Lítið nú á þann Eden, sem jeg gaf yður?“ Hinn mikli söfnuður sneri sjer við og horfði út yfir regindjúp geimsins. Þar sáu þeir sína ást- kæru jörð veltast sem gráa eyði- mörk undir litlausum himni. Og á meðan þeir störðu á þetta, lokaðist gullna hliðið að baki þeirra. íW 4/ ^ íW V Mikil viðhöfn. GEORG ADE segir frá því, að þegar hann var í Shanghai einu sinni, þá mætti hann stórri fylkingu manna. — Voru allir í viðhafnarbúningi og báru fjölda fána með kínverskum áletrun- um. Allir voru mjög alvarlegir, og rauluðu eitthvað, sem Ade helt að væri sorgarsöngur. Hann staðnæmdist því, og tók ofan og stóð berhöfðaður á meðan fylkingin fór fram hjá. Svo sneri hann sjer að fylgdarmanni sínum og spurði: — Buddha? Fylgdarmaður gapti og vissi sýnilega ekki hvað hann átti við. — Konfucius? spurði Ade. — Jeg skil ekki, sagði fylgdarmaður. — Þetta hefur þó líklega ekki verið líkfylgd? spurði Ade. Fylgdarmaður kímdi. — Nei. Það var ekki líkfylgd, það var auglýsing fyrir tannkvoðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.