Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 DAUÐINIM KIMfl I VffiHTU SKVI SAGA þessi hefst í borginni Donoro í Pennsylvaníu klukkan 5 síðdegis hinn 29. október 1948. Námamaður, John West að nafni, var að koma frá vinnu sinni og á heimleið. Sá hann þá kolsvart ský koma á móti sjer. Varð hann afar skelkaður og lagði á flótta undan því. En bað var eins og skýið þendist út og byrl aðist utan um hann áður en hann varði. Við illan leik komst hann heim, en hneig niður og sagði hvað eftir annað við konu sína: „Svarta skýið kom yfir mig og það mun drepa mig.“ Hann hafði rjett að mæla. Tveim- ur dögum seinna ljest hann. — Nítján menn aðrir dóu líka. Af 13.839 íbúum borgarinnar og ná- grennis veiktust 5910 af því að hafa andað að sjer hinu mengaða lofti, sem í skýinu var. Og samkvæmt opinberum skýrslum voru 1440 mjög hætt komnir. Þegar fregnirnar um þetta dráps- ský bárust út um landið, varð mörgum bylt við og heldu menn að hjer væri um eitthvert óþekt náttúru undur að ræða. En stjórnin í Pennsylvaníu bað sambandsstjórn -ina að láta rannsaka þetta mál, og heilbrigðismálaráðuneytið sendi 25 •*jk* • * . vísindamenn til Donora þegar í stað. Það var ekki auðvelt starf, sem þeim var fengið, enda unnu þeir að því sleitulaust í fjóra mánuði að rannsaga hvaða eiturefni hefði ver- ið í þessu skýi. Þá þóttust þeir komnir að nokkurn veginn öruggri niðurstöðu. En þó var rannsókninni ekki lokið fyr en í apríL SAMKVÆMT hinni opinberu skýrslu, sem gefin var út um rann- sóknina, varð fyrst vart við betta svarta ský í Donora miðvikudag- inn 27. október 1948. Menn gáfu lítinn gaum að því fyrst í stað. En tveimur dögum seinna, eða föstu- daginn 29. október, var það orðið að ógurlegum kolsvörtum mekki. Flestir vöknuðu þann morgun við ákafan hósta. En þar sem þetta var einmitt á þeim tíma er kvefpestir eru verstar, heldu flestir að þeir hefði fengið vont kvef. En suma grunaði þó, að hjer væri ekki alt með feldu. Fyrsti maðurinn dó á laugardags- morgun. Það var gamall maður og hafði verið lasinn að undanförnu, svo að það þótti svo sem ekki neitt merkilegt að hann skyldi deya. En svo kom hrun. Fimtán menn dóu svo að segja í einu, allir á svipaðan hátt, og tíu þeirra voru dauðir fjór- um stundum eftir að þeir kendu krankleikans. Fjöldi manna veiktist og fólk var allan daginn og alla nóttina á bön- um að leita læknis. í borginni voru átta læknar og þótt þeir sofnuðu ekki dúr, komust þeir ekki yfir að vitja allra sjúklinganna. Fram að þessu höfðu menn ekki hugmynd um af hverju þessi drep- sótt stafaði. Það var ekki fyr en þeir heyrðu það í útvarpi, að þetta væri af völdum svarta mökksins. Þá komst alt í uppnám. Fjöldi fólks flýði borgina eins og fætur toguðu. En nóttina eftir kom helhrigning. — Hún eyddi skyinu og skolaíi mökknum í fljótið. ÞANNIG var sagan sem vísinda- mönnunum var sögð er þeir komu til borgarinnar. Og þeir tóku þegar til starfa. Um fjögurra mánaða skeið gengu sex hjúkrunarkonur hús úr húsi í borginni og tóku skýrslu af öllum Hver hjúkrunarkona komst yfir að yfirheyra 7—10 fjölskyldur á dag. Og í lok marsmánaðar höfðu þær fengið ýtarlega frásögn um drep- sóttina. Læknarnir tóku að sjer að vfir- heyra þá, sem höfðu veikst. Sýnis- horn voru tekin af blé ói allra þeirra og rannsökuð í rannsóknastofu, seni vísindamennirnir komu sjer upp í slökkvistöðinni. Var leitað vandlega í b oðinu i. 5 inflúensusýklum og merk: am c-Lt' - un. Röntgenmvndir voru einmg teknar af öllum þeim, sem sýkst höfðu. Aðrir vísindamenn unnu að því að rannsaka andrúmsloftið í bcfrg- inni og umhverfi hennar. Þeir settu upp athuganastöðvar víðs vega og söfnuðu úr lofiinu með rr'\stu ná- kvæmni öllu ari r ramsökuðu það ýtarlega. Þeir rannsökuðu líka hvort nokkrar eitraðar gastegundir væri í loftinu, og þeir fóru inn í verksmiðjurnar og athuguðu alt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.