Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 323 hefði bylur svift þaki af einhverju húsi. Hafði það komið fyrir vetur- inn áður í norðan roki að bárujárn sviftist af húsþaki á Hofströnd í Borgarfirði og fleygði veðrið því suður yfir Brúnavíkurfjall. Þetta flaug eins og elding í hug minn og skifti það engum togum, að um leið og jeg heyrði hvininn fleygði jeg mjer niður í snjóinn og heyrði að eitthvert ferlíki flaug yfir mig og fell með miklum dynk nið- ur í laut, sem er norðaustan við melinn og skamt þaðan er jeg lá. Jeg stóð nú á fætur og varð mjer það fyrst fyrir að svipast að hund- inum, cn sá hann hvergi. Varð jeg þá hræddur um að þessi fjandi hefði lent á honum í skarðinu og drepið hann, því mjer fanst það nærri því strjúkast við jörð. Jeg hljóp nú upp í skarðið, en þar mætti seppi mjer heill á húfi og varð jeg því feginn. Sneri jeg nú aftur til þess að ganga úr skugga um hvað hjer hefði verið að fjúka í góðu veðri. Og vegna þess að jeg heyrði glögt hvar það kom niður, gekk jeg rakleitt þangað. En þar var ekkert að sjá. Jeg leitaði um alla lautina og varð einskis vísari. Jeg aðgætti vandlega hvort ekki sæust för í snjónum, en svo var ekki. Þá brá mjer ónotalega. Var ekki laust við að jeg tryði því þá, að huldufólkið hefði glest við mig, vegna þess að jeg hafði talað hálf háðslega um samfylgd þess fyrir stundu. En ekki get jeg sagt að geig hafi sett að mjer fyr en jeg kom heim og frjetti að þar hefði einnig verið besta veður. Man jeg að jeg hríðskalf af taugaóstyrk á meðan jeg var að sópa af mjer snjóinn, því að þá fann jeg að fyrir mig liafði komið sú furða, sem var mínum skilningi algjörlega ofvaxin. Það voru fleiri en jeg, sem urðu varir við eitthvað óhreint á Brúna- víkurf jalli. Sigurður bróðir minn var þar einu sinni á ferð í miklum snjó. Var þetta seint um kvöld og komið myrkur. Þegar hann kemur upp á s'vokallað Efra-Leiti hjá Laxá, heyrir hann að naut öskrar fyrir utan sig og neðan. Þótti honum þetta undarlegt og skilur ekkert í því að naut skuli vera þar um há- vetur, þegar allar skepnur voru á gjöf. Hann sinnir þessu samt ekki meira en heldur áfram för sinni eins og leið liggur upp fjallið, þang að til hann er að fara upp melinn, þar sem jeg varð fyrir gletninni áður. Heyrir hann þá að tuddi öskr- ar hálfu grimmilegar en áður. en nú fyrir innan hann og ofan, eða nærri við háfjallsbrún. Þá vissi Sigurður að þetta gat ekki lifandi naut verið, því að það hefði ekki Dr. Karl Menninger, frægur sál fræðingur og höfundur bókar- innar „Love against Hate“, segir á einum stað: HEIMURINN á við örbirgð að búa, en þó erp hjer allsnægtir og ótal úrræði. Menn hugsa ekki um enn- að en einhvern ímyndaðan frið, en skeyta ekkert um sannleikann. — Þetta er mjer óskiljanlegt. Eirðarleysi sálnanna er einkenni lífs vors. Hvert viðfangsefnið relc- ur annað, og mesta gleði vor ætti að vera að leysa þau. Það er nauð- synlegt að nýtt verkefni bíði beg- ar annað er leyst. En að gefast upp við þetta og leita að einhverjum „varanlegum friði“, finst mjer leið til graf- ar. Menn eru elcki að hugsa um að leysa vandkvæði annara neð þessu. Það er af síngirni gerf. — getað komist fram fyrir hann. Húsmaður var hjá okkur í Brúna -vík, Kristján að nafni. Hann fór yfir fjallið um svipað leyti og Sig- urður. En þá var hjarn yfir alt gott veður og glaða tungsljós. Þegar hann var kominn upp fyr- ir Laxá, sjer hann hvar maður gengur utar upp fjallið. Ganga þeir svo báðir upp alt fjall með nokkru miliibili og miðar báðum nokkurn veginn jafnt. Þetta gengur þannig þangað til þeir koma upp að meln- um sæla. Þá hveríur þessi maður Kristjár^ sjónum undir melhrygg- inn.' Var þá orðið skamt á milli þeirra og gekk Kristján þá upp á hámelinn. Hinum megin var sljett dæld og ekkert afdrep, en þar sást enginn maður, og eklíi varð Krist- ján var við hann framar. Þessir. menn krefjast alls af öðr- um, þvert ofan í kenningar Krists, Lao Tse og annara spámanna, sem sögðu að vjer gætum aðeins öðlast kærleik annara með því að nuð- sýna kærleik sjálfir. Að leita eftir eiginfriði er að snúa. þessum kenningum í villu. Leit eftir friði fyrir sjálfan sig, er sama sem að snúa baki við mann- kyninu og þjáningum þess. Það er að missa lífið í tilraun við að bjarga því. En þeir, sem leita sannleikans og gleyma sjálfum sjer, öðlast oft hinn sanna frið. ^ RÚSSAR eru smám saman að uppgötva það að þeir hafi orðið fyrstir manna til þess að gera ýmsar merkilegar upp- götvanir. Hið nýasta af því tagi er það, að þeir hafi fundið upp kvikmynda- vjelina, fiimur, litfilmur og talfilmur. LEITIÐ SANNLEIKÁNS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.