Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 8
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' ni He -^oa -.-rftjaður“. i’eear 3ng-t.idingar settust um :i rTiai : ihöín haust.ið 1807 og skutu í lo gina. var Árni Helgason, síðar ifvprófastur, þar við ni r*. Varð hann ju að herklæðast eins og aðrir vopn- færir stúdentar, til þess að taka þátt í vcrn borgarinnar. Sú hersveit, sem Árm var i va látin vera á vevði hjá Kauphöllinn:, undir forustu Lorer.tsen yfirfcríngja. Er, ekki leyfði hann stúd- entur.um að taka þátt í áhl|ppi á ó- '’iraherinn. því að hann taldi Iíf þeirra ait of dýrmætt föðurlandinu til að itofria því í háska. Þrjár nætur í röð varð Árni að vera á verði. En þegar hanh frjetti um morguninn eftir 3. íóttina, að Peymann hershöfðingi hef^i gefið upp vörnina og boðist til að selja af hendi flotann, þá gat hann yfir- oúð vörnina. En svo var hann þruyuur eftir herþjónustuna, þótt ekki yrði ’ingri en þetta, að hann lagðist til sve.ns i heyhlöðu konungs þar skamt frá og svaf 30 stundir í einni stryklotu án þess að kenna hungurs. — (Dr. Jón ap. Helgason). Hroj lak jötsát. rl.nnts biskup Finnsson segir i riti sinu um mannfækkun af hallærum á Isiandi: „Það var se^in saga, að hrossa- kjötsætur voru þeir fyrstu, sem á þess- um árum í harðrjetti út af dóu. Or- sökin var augljós, að af því þessi nautn var almennilega álitin óheiðvirð, þótt- ust þeir, er hana brúkuðu, eigi skyld- ugir til, voru eigi heldur svo vandir að breytni sinni, að þeir vildu brúka sóma aðferð og sparneytni í þessari matartekju“. Útlistar hann siðan nánar hvernig menn hafi etið kjötið stórskemt, illa verkað og í mesta óhófi. Lestrarkunnátta. Jón Ófeigssor; yfirkennari sagði svo ■ grein í Skírn, ! 926: — Einhvern tíma ^purði jeg kennara hier á landi, hvort ekki væri unt að ætla lestri neiri tíma í skólum ,en venð hefði til þessa og var þá, svarið það, að þess væri okki kostur vegna annara námsgreina. Mjer r urð þá .0 orði, að jeg vildi heldi , snúa þessu alveg við og segja, aó ekki væri tirpi til að fást við Nú er iangt síðan að hin svonefntía „stakkstæðisvinna“ lagðist niður í Revkja- vík. Með seinni heimsstyrjöldinni var saltfiskverkun lokið hjer á landi, og hún var ekki tckin upp aftur að neinu ráði fyrr en í vetur. En þá voru flestir fisk- reitamir horfnir og nú á aðallega að þurka fiskinn í húsum. Þó er enn verið að sélþurka fisk á stöku stað. Þessi mynd er tekin á fiskreit á Grímsstaðaholti við Reykjavík. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) aðrar námsgreinir vegna lestrarins, sem auðvitað ætti að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu og miklu meira máli skiftir en nokkuð annað. Jeg býst við, að sá hafi haldið að jeg væri að gera að gamni mínu, en mjer var þetta al- vara þótt mjer væri þá enn ekki orðið að fullu ljóst, hvernig þetta mætti verða. Jeg vissi það þá og veit það enn betur nú, að ljelegur lestur er hin argasta töf og tímaþjófur. Og það er ekki út í bláinn sagt, að skort- ur á lestrarkunnáttu hafi þráfaldlega valdið ærnu tjóni, með því að draga úr eða gjöreyða áhuga og vekja óhug og óbeit á öllu námi. Skólaseta i skammdegi. Guðmundur Björnson landlæknir sagði: „Jeg hefi 20 ára reynslu fyrir mjer í því, að börn þola yfirleitt mjög illa langar — 6—7 tíma — skólasetur á hverjum degi i skammdeginu. Þau verða fjörlaus, lystarlaus, föl og gugg- in og ónýt til námsins. Hjer í Keykja- vík verður t. d. jafnan að taka mörg börn úr skóla í skammdeginu, af því að þau þola ekki þessa miklu áníðslu, að sitja í skólafangelsi milli myrkra, meðan dagarnir eru skemstir.“ — (Læknablaðið 1916). Bar sjálfur í erfi sitt. Unglingsmaður hjet Jóhann, son Halldórs, er sumir kölluðu barnakarl, Halldórssonar, Bárðarsonar brotinnefs. Druknaði Jóhann í Vatnsdalsá eða Kvíslunum milli Steinness og Þing- eyra ofan um ís, en hann fanst óskadd- aður snemma um vorið í Sviðnings- lækjarósi á Skagaströnd með poka á baki. Voru í honum skammrif, er höfð voru til útfarar hans (G. Konr.) Löng villa. Árið 1708 ætlaði fátækur maður í Eyafirði að ferðast suður í Borgarfjörð og fara fjöll. Hann viltist og lá úti í 24 dægur, lengi matarlaus. Um siðir komst hann til bygða austur í Skaít- árlungu, kalinn nokkuð á höndum og fótum. Þetta var árið eftir stóru bólu, sem sagt er að hafi drepið 18 þúsundir manna hjer á landi. Lengstur dagur í Reykjavik (21. júni) er 20 klukku- stundir og 56. minútur. En á nyrsta odda landsins (66° 32' n. br.), sest cigi sól í 17 daga um sumarsólhvörf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.