Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS Ivar Guðmundsson HJÁ FRÚ DINESEN í ROM Frú Dinesen t. h. iuynuin er temn 1 seui seiiuuienuiin nje*t 1 nuin í tilefni af afmæli Friðriks IX. Danakonungs. — FRÚ DINESEN hefir verið mat- móðir óteljandi Norðurlandabúa, sem lagt hafa leið sína til Róma- borgar síðastl. 50 ár, eða lengra aftur í tímann. Til hennar hafa ferðamenn leitað og liðið vel. — Þeir, sem einu sinni hafa gist hjá Dinesen ráðleggja vinum sínum að gista hvergi annars staðar í Róm og sjálfir koma þeir þar á ný, ef þeir koma aftur til Rómar. Hjá Dinesen fá langþreyttir ferðalang- ar besta aðhlynningu og hlýlegast viðmót og þurfa ekki einu sinni að kunna ítölsku til að geta sagt hvað þeir vilja. „Penzione Dinesen“, eins og stað- urinn heitir í ferðamannabókum, er raunverulegt heimili Norður- landabúa í Róm. — Eftir lýsingum þeirra, sem jeg spurði til vegar, er lítill vandi að finna staðinn, Via Porta Pincian 18, — því er jeg spurði Rómverja, sem jeg rakst á á götunum til vegar, sögðu þeir blátt áfram: „Via Porta Pinciana — þangað er enginn vandi að rata. — Bara fylgja Muro Torto, þá er ekki hægt að villast". En er jeg í einfeldni minni spurði hvar þessi Muro Torto væri, hristu Rómverjarnir höfuðin yfir þessum fávísa ferða- manni og ljetu á sjer skilja með viðeigandi handapati, að svona fólki væri ekki hægt að vísa rjetta leið. Það virtist vera fyrsta skil- yrði til að rata í Róm, að þekkja Muro Torto. En þar kom að lokum, að við fundum bæði Muro Torto og Via Porta Pinciana og þar. með húsið hennar frú Dinesen. — Þar með vorum við komin í örugga höfn og undir verndarvæng frú Dinesen. — Og það er hreint ekki svo lítið. Frú Dinesen er dönsk að ætt, en hefir búið í Róm svo lengi sem „elstu menn muna“, eins og sagt er um veðrið. Það þykir ekki kur- teisi að spyrja um aldur kvenna, en eítir krókaleiðum komst jeg að því, að frúin átti ekki langt í átt- rætt. En ekki bar hún aldurinn ut- an á sjer — kvik á fæti, ern vel og hin sprækasta. Gamalt heimili Einars Jónssonar myndhöggvara. Húsið hennar frú Dinesen er gamalt klaustur, sem hún keypti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.